NBA: San Antonio náði ekki að stoppa hinn sjóðheita Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2014 08:45 Kevin Durant. Mynd/AP Kevin Durant braut 30 stiga múrinn í níunda leiknum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann sex stiga útisigur á San Antonio Spurs. Phoenix Suns vann topplið Indiana Pacers, Boston Celtics vann dramatískan sigur og New York Knicks liðið tapar og tapar.Kevin Durant skoraði 36 stig og Reggie Jackson var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann mikilvægan 111-105 sigur á San Antonio Spurs í baráttunni um heimavallarrétt í Vesturdeildinni. Durant og Jackson skoruðu 22 stig saman í lokaleikhlutanum en þetta var fimmti sigur Oklahoma City í röð.Tony Parker var með 37 stig og Tim Duncan bætti við 14 stigum og 13 fráköstum fyrir Spurs-liðið sem missti Kawhi Leonard meiddan af velli í leiknum. Thunder-liðið er nú með bestan árangur í Vesturdeildinni ekki síst þökk sé stórkostlegrar spilamennsku Kevin Durant sem hefur skorað 38,1 stig að meðaltali í síðustu ellefu leikjum.Gerald Green skoraði 23 stig og var einn af sex leikmönnum Phoenix Suns með tíu stig eða meira þegar liðið vann 124-100 sigur á toppliði Indiana Pacers. Indiana var búið að vinna fimm leiki í röð en þetta var stærsta tap liðsins á tímabilinu. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Phoenix og Markieff Morris var með 20 stig. Paul George skoraði 26 stig fyrir Indiana.D.J. Augustin skoraði 27 stig fyrir Chicago Bulls og Taj Gibson var með 26 stig þegar liðið vann 98-87 sigur á Cleveland Cavaliers en Bulls-liðið hefur nú unnið 7 af 9 leikjum sínum síðan félagið skipti Luol Deng til Cleveland. Deng hitti aðeins úr 2 af 11 skotum í sínum fyrsta leik á móti Chicago en Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 26 stig.DeMar DeRozan setti persónulegt met með því að skora 40 stig þegar Toronto Raptors vann 93-85 sigur á Dallas Mavericks. Dallas komst 21 stigi yfir í fyrsta leikhluta en það dugði ekki. Dallas lék án Dirk Nowitzki sem var hvíldur í 11. leik liðsins á 18 dögum.Al Jefferson var með 24 stig og 10 fráköst þegar Charlotte Bobcats vann 95-91 heimasigur á Los Angeles Clippers. Blake Griffin var stigahæstur hjá Clippers með 27 stig en liðið hefur aðeins unnið 11 af 23 útileikjum sínum á tímabilinu.Gerald Wallace tryggði Boston Celtics 113-111 sigur á Washington Wizards í framlengingu þegar hann skoraði sigurkörfuna 2,5 sekúndum fyrir leikslok. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en hann hitti úr átta þriggja stiga skotum í leiknum. Nýliðinn Phil Pressey skoraði 20 stig fyrir Boston en bakverðirnir Rajon Rando, Avery Bradley og Jerryd Bayless voru ekki með í þessum leik. John Wall var með þrennu hjá Wizards en hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.Evan Turner skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 110-106 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. New York liðið hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Michael Carter-Williams og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig fyrir 76ers liðið en Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Knicks.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta: Charlotte Bobcats - Los Angeles Clippers 95-91 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 87-98 Orlando Magic - Atlanta Hawks 109-112 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 93-85 Washington Wizards - Boston Celtics 111-113 (framlengt) New York Knicks - Philadelphia 76Ers 106-110 Houston Rockets - Sacramento Kings 119-98 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 104-101 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 105-111 Phoenix Suns - Indiana Pacers 124-100 NBA Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Kevin Durant braut 30 stiga múrinn í níunda leiknum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann sex stiga útisigur á San Antonio Spurs. Phoenix Suns vann topplið Indiana Pacers, Boston Celtics vann dramatískan sigur og New York Knicks liðið tapar og tapar.Kevin Durant skoraði 36 stig og Reggie Jackson var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann mikilvægan 111-105 sigur á San Antonio Spurs í baráttunni um heimavallarrétt í Vesturdeildinni. Durant og Jackson skoruðu 22 stig saman í lokaleikhlutanum en þetta var fimmti sigur Oklahoma City í röð.Tony Parker var með 37 stig og Tim Duncan bætti við 14 stigum og 13 fráköstum fyrir Spurs-liðið sem missti Kawhi Leonard meiddan af velli í leiknum. Thunder-liðið er nú með bestan árangur í Vesturdeildinni ekki síst þökk sé stórkostlegrar spilamennsku Kevin Durant sem hefur skorað 38,1 stig að meðaltali í síðustu ellefu leikjum.Gerald Green skoraði 23 stig og var einn af sex leikmönnum Phoenix Suns með tíu stig eða meira þegar liðið vann 124-100 sigur á toppliði Indiana Pacers. Indiana var búið að vinna fimm leiki í röð en þetta var stærsta tap liðsins á tímabilinu. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Phoenix og Markieff Morris var með 20 stig. Paul George skoraði 26 stig fyrir Indiana.D.J. Augustin skoraði 27 stig fyrir Chicago Bulls og Taj Gibson var með 26 stig þegar liðið vann 98-87 sigur á Cleveland Cavaliers en Bulls-liðið hefur nú unnið 7 af 9 leikjum sínum síðan félagið skipti Luol Deng til Cleveland. Deng hitti aðeins úr 2 af 11 skotum í sínum fyrsta leik á móti Chicago en Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 26 stig.DeMar DeRozan setti persónulegt met með því að skora 40 stig þegar Toronto Raptors vann 93-85 sigur á Dallas Mavericks. Dallas komst 21 stigi yfir í fyrsta leikhluta en það dugði ekki. Dallas lék án Dirk Nowitzki sem var hvíldur í 11. leik liðsins á 18 dögum.Al Jefferson var með 24 stig og 10 fráköst þegar Charlotte Bobcats vann 95-91 heimasigur á Los Angeles Clippers. Blake Griffin var stigahæstur hjá Clippers með 27 stig en liðið hefur aðeins unnið 11 af 23 útileikjum sínum á tímabilinu.Gerald Wallace tryggði Boston Celtics 113-111 sigur á Washington Wizards í framlengingu þegar hann skoraði sigurkörfuna 2,5 sekúndum fyrir leikslok. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en hann hitti úr átta þriggja stiga skotum í leiknum. Nýliðinn Phil Pressey skoraði 20 stig fyrir Boston en bakverðirnir Rajon Rando, Avery Bradley og Jerryd Bayless voru ekki með í þessum leik. John Wall var með þrennu hjá Wizards en hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.Evan Turner skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 110-106 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. New York liðið hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Michael Carter-Williams og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig fyrir 76ers liðið en Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Knicks.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta: Charlotte Bobcats - Los Angeles Clippers 95-91 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 87-98 Orlando Magic - Atlanta Hawks 109-112 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 93-85 Washington Wizards - Boston Celtics 111-113 (framlengt) New York Knicks - Philadelphia 76Ers 106-110 Houston Rockets - Sacramento Kings 119-98 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 104-101 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 105-111 Phoenix Suns - Indiana Pacers 124-100
NBA Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira