NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Crawford: Pétur Guðmunds öskraði aldrei á okkur

Hinn líflegi og umdeildi NBA-dómari, Joey Crawford, er á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Crawford eftir blaðamannafund í dag og fóru þeir um víðan völl.

Körfubolti
Fréttamynd

Jamison: Kobe er einstakur leikmaður

Mikið hefur verið rætt um Kobe Bryant í sumar eftir að hann sleit hásin í vor. Kobe er orðinn 34 ára og margir hafa efast um hversu sterkur hann verður þegar hann snýr aftur á völlinn.

Körfubolti
Fréttamynd

McGrady leggur skóna á hilluna

Hinn 34 ára gamli Tracy McGrady hefur lagt skóna eftir 16 ára feril í NBA-deildinni. McGrady var sjö sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar og tvisvar var hann stigakóngur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekki sést í þrjá daga

Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin þoldi ekki pressuna og grét fyrir leik

Ein stærsta Öskubuskusagan í bandarísku íþróttalífi er þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið hjá NY Knicks og sló rækilega í gegn. Hann fór úr því að sofa á sófanum hjá vini sínum í að verða heimsþekkt stjarna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrinti óléttri kærustunni

Eins og Vísir greindi frá í gær þá var Ty Lawson, leikstjórnandi Denver Nuggets, handtekinn um helgina ásamt kærustunni sinni en þá höfðu þau verið að slást.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk nýjan sjö milljarða samning

Svartfellingurinn Nikola Pekovic skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta en þessi 27 ára og 211 sm miðherji sló í gegn á síðustu leiktíð með Timberwolves-liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Allt er fimmtugum fært

Michael Jordan sýndi gamla góða takta í körfuboltaskóla sem hann rekur um helgina. Jordan sem varð fimmtugur í mars bauð upp á myndarlega troðslu klæddur í gallabuxur.

Körfubolti
Fréttamynd

Tekur LeBron James við formennskunni?

Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að LeBron James sé að íhuga það að gerast formaður leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og taka þar með við starfi Derek Fisher sem hefur barist fyrir hagsmunum kollega sinna undanfarin ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Eftirlíking af meistarahring Kobe seldist á 21 milljón

Foreldrar Kobe Bryant héldu uppboð þar sem boðið var upp á ýmsan varning tengt syni þeirra sem hefur leitt LA Lakers til fimm meistaratitla á ferli sínum. Kobe sem hefur leikið með Lakers allan sinn NBA feril hefur sankað að sér ýmsum varningi í gegn um tíðina.

Körfubolti