LeBron skorað yfir 10 stig í 503 leikjum í röð LA Lakers og Miami Heat voru bæði á sigurbraut í NBA-deildinni í nótt en þá fóru fram fjórir leikir í deildinni. Körfubolti 13. nóvember 2013 08:36
Nash verður frá í tvær vikur Leikstjórnandi LA Lakers, Steve Nash, fór meiddur af velli í leik liðsins gegn Minnesota á sunnudag. Hann sagði strax þá að honum litist ekkert sérstaklega vel á blikuna. Körfubolti 12. nóvember 2013 19:30
Rose fór meiddur af velli Það fór um marga stuðningsmenn Chicago Bulls í nótt þegar stjarna liðsins, Derrick Rose, haltraði af velli undir lok leiksins gegn Cleveland. Körfubolti 12. nóvember 2013 18:00
Besta byrjun í sögu Indiana Indiana Pacers er að byrja með látum í NBA-deildinni og vann í nótt sinn áttunda leik í röð. Liðið hefur ekki enn tapað leik og þessi byrjun liðsins er félagsmet. Körfubolti 12. nóvember 2013 09:00
Nash í vandræðum með bakmeiðsli Steve Nash, leikmaður L.A. Lakers, náði ekki að klára leikinn gegn Minnesota Timberwolves í nótt vegna meiðsla í baki en Lakers tapaði leiknum illa, 113-90. Körfubolti 11. nóvember 2013 17:00
Úlfarnir tættu Lakers í sig Lengsta taphrina liðs gegn öðru liði í NBA-deildinni tók enda í nótt er Minnesota Timberwolves pakkaði LA Lakers saman í Staples Center. Körfubolti 11. nóvember 2013 07:45
Myndband af húsi Michael Jordan Rétt fyrir utan Chicago er hús sem marga íþróttaáhugamenn dreymir um, heimili Michael Jordans sem lék með Chicago Bulls á árunum 1984-1993 og 1995-1998. Jordan vann 6 NBA titla á tíma sínum í Chicago og er af flestum talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma. Körfubolti 10. nóvember 2013 23:30
NBA: Flautukarfa Green tryggði Celtics sigur á Miami | Indiana óstöðvandi Jeff Green leiddi Boston Celtics til þriðja sigursins í röð þegar Boston lagði Miami Heat. Þrátt fyrir góðan leik frá LeBron sem daðraði við þrefalda tvennu í leiknum með 25 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst voru það Celtics menn sem sigruðu á endanum. Körfubolti 10. nóvember 2013 11:00
Morris-tvíburarnir blómstra í Phoenix Tvíburabræðurnir Markieff og Marcus Morris eru að standa sig vel í NBA-deildinni í körfubolta en þeir spila nú báðir með Phoenix Suns. Morris-bræðurnir áttu mikinn þátt í sigri á Denver Nuggets í fyrrinótt. Körfubolti 10. nóvember 2013 06:00
NBA: Indiana áfram taplaust - annar sigur Boston í röð Indiana Pacers er eina ósigraða lið NBA-deildarinnar í körfubolta og það breyttist ekki í nótt þegar liðið vann sinn sjötta leik í röð. Los Angeles Lakers og Brooklyn Nets töpuðu sínum leikjum en Boston Celtic og Philadelphia 76ers unnu. Körfubolti 9. nóvember 2013 11:00
Dwyane Wade fór mikinn í sigri á Clippers Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna góðan sigur Miami Heat á LA Clippers, 102-97, en leikurinn fór fram í Miami í nótt. Körfubolti 8. nóvember 2013 07:30
Loksins vann Boston | Pacers ósigraðir Boston Celtics vann loksins fyrsta leik í NBA-deildinni í nótt þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Utah Jazz, 97-87, í Boston. Bæði lið höfðu farið skelfilega af stað í deildinni og tapað öllum sínum leikjum en Boston landaði mikilvægum sigri. Körfubolti 7. nóvember 2013 09:00
James fór hamförum í sigri Miami á Toronto Miami Heat vann góðan sigur á Toronto Raptors, 104-95, í NBA-deildinni í nótt en leikurinn fór fram í Kanada. Körfubolti 6. nóvember 2013 09:00
Clippers fór létt með Houston Rockets Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og má þar helst nefna sigur LA Clippers á Houston Rockets, 137-118, í miklum stigaleik í Staples-Center í nótt. Körfubolti 5. nóvember 2013 07:22
Leikmenn Nets ekki ánægðir með sjálfa sig Tímabilið hefur ekki alveg farið nógu vel af stað hjá Brooklyn Nets í NBA-deildinni og leikmenn liðsins eru ekki ánægðir með sig. Körfubolti 4. nóvember 2013 20:00
Westbrook aftur á völlinn í sigri OKC á Suns OKC vann góðan sigur á Phoenix Suns, 106-96, Í NBA deildinni í nótt en Russell Westbrook, leikmaður OKC, sneri aftur til baka á körfuboltavöllinn eftir að hafa meiðst illa í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Körfubolti 4. nóvember 2013 08:45
76ers skelltu Bulls Ótrúleg byrjun Philadelphia 76ers heldur áfram í NBA körfuboltanum. 76ers er enn ósigrað eftir nóttina en liðið lagði Chicago Bulls 107-104 á heimavelli sínum í nótt þar sem nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum. Körfubolti 3. nóvember 2013 11:00
Grant Hill sest í sæti Ahmad Rashad Grant Hill lagði körfuboltaskóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann hefur ekki hætt afskiptum sínum af NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 3. nóvember 2013 08:00
Kobe Bryant fékk feitan tékka í gær Kobe Bryant er ekki enn farinn að spila með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta enda að ná sér eftir hásinarslit. Þessi snjalli leikmaður hafði þó ástæðu til að brosa í gær þegar hann fékk risastóra upphæð inn á bankareikning sinn. Körfubolti 2. nóvember 2013 11:45
NBA í nótt: Tvö töp í röð hjá Miami Heat Miami Heat tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá á móti Brooklyn Nets en þetta var í fyrsta sinn í tíu mánuði sem NBA-meistararnir tapa tveimur leikjum í röð. Körfubolti 2. nóvember 2013 10:45
Heimsfriður tók lestina Metta World Peace, leikmaður New York Knicks í NBA-deildinni, ferðaðist með neðanjarðarlest á sinn fyrsta heimaleik í deildinni með Knicks en leikmaðurinn gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið. Körfubolti 1. nóvember 2013 23:30
Þrjár viðstöðulausar troðslur á 32 sekúndum Chris Paul og Blake Griffin voru í miklum ham í 126-115 sigri Los Angeles Clippers á Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var einkum ótrúlegur 32 sekúndna kafli sem stóð upp úr í leiknum. Körfubolti 1. nóvember 2013 08:32
NBA: Rose með sigurkörfu Chicago Bulls Derrick Rose var hetja Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann snéri til baka eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna krossbandsslita. Chris Paul átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu. Körfubolti 1. nóvember 2013 08:18
Nýliði sá um meistara Miami Heat | Durant með stjörnuleik Philadelphia 76ers vann frábæran sigur á meisturunum í Miami Heat ,114-110, í Philadelphia í nótt. Körfubolti 31. október 2013 08:45
Fallegustu stoðsendingarnar | Myndband Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt eftir sumarfrí. Meistarar Miami unnu fínan sigur á Chicago í stórleik deildarinnar. Körfubolti 30. október 2013 18:00
Miami-liðið fékk meistarahringana sína í nótt NBA-körfuboltatímabilið hófst í nótt alveg eins og það endaði í júní eða með því að leikmenn Miami Heat fögnuðu sigri. Körfubolti 30. október 2013 08:30
NBA: Miami kláraði Chicago og Lakers vann óvænt í LA-slagnum NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers. Körfubolti 30. október 2013 07:00
LeBron James vill spila í Rio 2016 Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur áhuga á því að spila með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Rio sem fara fram árið 2016. Körfubolti 29. október 2013 23:30
LeBron James um mótherja kvöldsins í Chicago Bulls: Við þolum þá ekki NBA-deildin í körfubolta byrjar í kvöld á rosalegum leik þegar NBA-meistarar Miami Heat taka á móti Chicago Bulls, liðinu sem flestir spá að verði þeirra helstu keppninautar um tititlinn í vetur. Körfubolti 29. október 2013 15:30
LeBron James meðal fólksins í Miami í nýrri auglýsingu NBA-deildin hefst annað kvöld með þremur leikjum og margir bíða spenntir eftir því þegar Chicago Bulls heimsækir NBA-meistara Miami Heat. LeBron James, besti leikmaður deildarinnar, er klár í slaginn og ætlar sér þriðja titilinn í röð. Körfubolti 28. október 2013 23:30