Seldu bestu þriggja stiga skyttuna fyrir ljósritunarvél Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2014 11:00 Kyle Korver hefur búið sér til frábæran feril. vísir/getty Kyle Korver, besta þriggja stiga skytta NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur verið gríðarlega vanmetinn nánast allan sinn feril. Svo vanmetinn að hann var seldur fyrir „smámynt“ í sjálfu nýliðavalinu. Bandaríski blaðamaðurinn Zach Lowe birti skemmtilega grein um Korver á íþrótta- og dægurmálavefnum Grantland.com í gær þar sem hann fer yfir sögu þessa áhugaverða leikmanns. Hann segir frá nýliðavalinu 2003 þegar New Jersey Nets (nú Brooklyn Nets) horfði á eftir öllum leikmönnunum sem það hafði áhuga á fara til annarra liða. New Jersey, sem vann sinn riðil og komst í lokaúrslitin sama ár, átti 51. valrétt og þegar það kom loks að því að velja voru allir leikmennirnir sem það hugsaði sér að fá farnir. Það valdi því framherjann Kyle Korver frá Creighton-háskólanum. Nets var í miklum peningavandræðum á þessum tíma, skrifar Lowe, og íhugaði meira að segja að selja valréttinn sinn til að fjármagna lið í sumardeild NBA. Svo fór að Nets seldi Korver, eða valréttinn á honum, til Philadelphia fyrir 125.000 dali og fjármagnaði með því lið í sumardeildinni þar sem minni spámenn fá tækifæri til að sanna sig. Fyrir peninginn sem var afgangs keypti Nets svo ljósritunarvél.Korver gefur allt í leikinn.vísir/gettyNew Jersey var bara eitt af mörgum liðum sem átti eftir að vanmeta Korver, en þessi 33 ára gamla skytta átti eftir að spila með Utah Jazz og Chicago Bulls áður en hann endaði hjá Atlanta Hawks fyrir tveimur árum. Hjá Hawks skoraði hann ekki þriggja stiga körfu í fyrsta leiknum sínum, en setti svo niður a.m.k. einn þrist í næstu 127 leikjum í röð. Metið voru 89 leikir í röð, en Korver bætti metið og rúmlega það. Hann er í dag einn af fáum leikmönnum sem eftir eru sem hleypur um völlinn til að fá sig lausan, grípur boltann og neglir niður þristum, ekki ósvipað leikstíl ReggieMiller, skrifar Lowe. Á síðustu leiktíð spilaði Korver flestar mínútur að meðaltali á ferlinum og skoraði úr 47,2 prósent þriggja stiga skota sinna sem er nánast galin tölfræði. Hann hefur þénað 45 milljónir dala á ferlinum, og gefur mikið af því til kirkju föður síns og annarra góðgerðarmála. Þá var hann valin í 17 manna æfingahóp bandaríska landsliðsins á dögunum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næsta mánuði. Alla greinina á vef Grantland má lesa hér.90 þristar á 90 sekúndum: NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Freyr sagði já við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Kyle Korver, besta þriggja stiga skytta NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur verið gríðarlega vanmetinn nánast allan sinn feril. Svo vanmetinn að hann var seldur fyrir „smámynt“ í sjálfu nýliðavalinu. Bandaríski blaðamaðurinn Zach Lowe birti skemmtilega grein um Korver á íþrótta- og dægurmálavefnum Grantland.com í gær þar sem hann fer yfir sögu þessa áhugaverða leikmanns. Hann segir frá nýliðavalinu 2003 þegar New Jersey Nets (nú Brooklyn Nets) horfði á eftir öllum leikmönnunum sem það hafði áhuga á fara til annarra liða. New Jersey, sem vann sinn riðil og komst í lokaúrslitin sama ár, átti 51. valrétt og þegar það kom loks að því að velja voru allir leikmennirnir sem það hugsaði sér að fá farnir. Það valdi því framherjann Kyle Korver frá Creighton-háskólanum. Nets var í miklum peningavandræðum á þessum tíma, skrifar Lowe, og íhugaði meira að segja að selja valréttinn sinn til að fjármagna lið í sumardeild NBA. Svo fór að Nets seldi Korver, eða valréttinn á honum, til Philadelphia fyrir 125.000 dali og fjármagnaði með því lið í sumardeildinni þar sem minni spámenn fá tækifæri til að sanna sig. Fyrir peninginn sem var afgangs keypti Nets svo ljósritunarvél.Korver gefur allt í leikinn.vísir/gettyNew Jersey var bara eitt af mörgum liðum sem átti eftir að vanmeta Korver, en þessi 33 ára gamla skytta átti eftir að spila með Utah Jazz og Chicago Bulls áður en hann endaði hjá Atlanta Hawks fyrir tveimur árum. Hjá Hawks skoraði hann ekki þriggja stiga körfu í fyrsta leiknum sínum, en setti svo niður a.m.k. einn þrist í næstu 127 leikjum í röð. Metið voru 89 leikir í röð, en Korver bætti metið og rúmlega það. Hann er í dag einn af fáum leikmönnum sem eftir eru sem hleypur um völlinn til að fá sig lausan, grípur boltann og neglir niður þristum, ekki ósvipað leikstíl ReggieMiller, skrifar Lowe. Á síðustu leiktíð spilaði Korver flestar mínútur að meðaltali á ferlinum og skoraði úr 47,2 prósent þriggja stiga skota sinna sem er nánast galin tölfræði. Hann hefur þénað 45 milljónir dala á ferlinum, og gefur mikið af því til kirkju föður síns og annarra góðgerðarmála. Þá var hann valin í 17 manna æfingahóp bandaríska landsliðsins á dögunum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næsta mánuði. Alla greinina á vef Grantland má lesa hér.90 þristar á 90 sekúndum:
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Freyr sagði já við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira