NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Bobcats í úrslitakeppnina í annað sinn

Charlotte Bobcats tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í annað sinn í sögu félagsins. Liðið lagði Cleveland Cavaliers 96-94 í framlengdum leik á útivelli í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Sextán sigrar í röð hjá Spurs - þrennur hjá LeBron og Love

San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta og það lítur ekki út fyrir annað en Tim Duncan og félagar verði með besta árangurinn í deildarkeppninni í ár. LeBron James var með þrennu í sigri Miami Heat sem vann einn leik á Indiana Pacers sem tapaði á sama tíma fyrir Washington Wizards. Kevin Love var einnig með þrennu þegar Minnesota skoraði 143 stig á Los Angeles Lakers og Kevin Durant fór í 25 stigin í 37. leiknum í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Hnéð á Westbrook í lagi

Leikstjórnandinn Russel Westbrook fór meiddur af velli þegar Oklahoma City Thunder lagði Toronto Raptors í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum aðfaranótt laugardagsins. Skoðun sýnir að Westbrook missir bara af einum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Durant nálgast Jordan

Kevin Durant skoraði 35 stig í sigri á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og er farinn að nálgast 27 ára gamalt afrek Michael Jordan.

Körfubolti