NBA í nótt: Tveir í röð hjá LeBron og Cavs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 07:30 LeBron James og Dion Waiters. Vísir/Getty Þetta lítur aðeins betur út hjá LeBron James og liðsfélögum hans í Cleveland Cavaliers eftir annan sannfærandi sigur liðsins í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Portland Trail Blazers (9 sigrar í röð), Golden State Warroirs (7 sigrar í röð), Toronto Raptors (6 sigrar í röð) og San Antonio Spurs (5 sigrar í röð) héldu öll sigurgöngunni áfram en fimm leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í nótt.LeBron James vantaði bara tvær stoðsendingar í þrennuna þegar Clevaland Cavaliers vann 113-87 sigur á Washington Wizards aðeins fimm dögum eftir vandræðalegt tap á móti Töframönnunum. LeBron James var með 29 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar á 36 mínútum í öðrum sigurleik Cavs í röð. Kevin Love skoraði 21 stig og Kyrie Irving var með 18 stig. Rasual Butler skoraði 23 stig fyrir Wizards.Manu Ginobili skoraði 28 stig þegar San Antonio Spurs vann 106-100 sigur á Indiana Pacers en liðið vann án þjálfarans Gregg Popovich sem var að jafna sig eftir litla aðgerð. Ettore Messina stýrði liðinu í fjarveru Popovich. Ginobili spilaði á sínum tíma undir stjórn Messina hjá Bologna á Ítalíu og var í miklu stuði í nótt. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir Spurs og Kawhi Leonard var með 21 stig og 13 fráköst í þessum fimmta sigri Spurs-liðsins í röð.Stephen Curry skoraði 28 stig (sex þriggja stiga körfur) þegar Golden State Warriors fagnaði sínum sjöunda sigri í röð eftir 111-96 útisigur á Orlando Magic. Curry spilaði ekkert í fjórða leikhlutanum en Harrison Barnes var næststigahæstur hjá Golden State með 16 stig.Tyson Chandler var með 17 stig og 25 fráköst í 109-102 sigri Dallas Mavericks í framlengingu á móti hans gömlu félögum í New York Knicks. Knicks-liðið lék án Carmelo Anthony í leiknum en J.R. Smith tryggði liðinu framlengingu 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir New York en öll stig hans komu úr þriggja stiga skotum.Wesley Matthews var með 28 stig þegar Portland Trail Blazers vann sinn níunda sigur í röð með því að leggja Charlotte að velli, 105-97. Matthews hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Damian Lillard var með 22 stig og Robin Lopez bætti við 15 stigum og 10 fráköstum. Brian Roberts skoraði mest fyrir Charlotte eða 24 stig. Reggie Jackson skoraði 22 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem endaði sex leikja taphrinu með 97-92 heimasigri á Utah Jazz. Gordon Hayward skoraði 24 stig fyrir Utah sem tapaði sínum fjórða leik í röð.Gerald Green var með 24 stig fyrir Phoenix og Eric Bledsoe bætti við 20 stigum þegar Phoenix Suns endaði fimm leikja sigurgöngu Denver Nuggets með því að vinna Denver-liðið 120-112 í nótt. Rússinn Timofey Mozgov var með 18 stig og 13 fráköst fyrir Denver og Ty Lawson skoraði 17 stig og gaf 12 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 97-105 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 113-87 Orlando Magic - Golden State Warriors 96-111 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 91-99 Dallas Mavericks - New York Knicks 109-102 (framlenging) Atlanta Hawks - Toronto Raptors 115-126 Detroit Pistons - Los Anegels Clippers 98-104 Houston Rockets - Sacramento Kings 102-89 Minnesota Timberwolves - Milwaukee Bucks 86-103 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 97-82 San Antonio Spurs - Indiana Pacers 106-100 Phoenix Suns - Denver Nuggets 120-112 Los Anegels Lakers - Memphis Grizzlies 93-99 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Þetta lítur aðeins betur út hjá LeBron James og liðsfélögum hans í Cleveland Cavaliers eftir annan sannfærandi sigur liðsins í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Portland Trail Blazers (9 sigrar í röð), Golden State Warroirs (7 sigrar í röð), Toronto Raptors (6 sigrar í röð) og San Antonio Spurs (5 sigrar í röð) héldu öll sigurgöngunni áfram en fimm leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í nótt.LeBron James vantaði bara tvær stoðsendingar í þrennuna þegar Clevaland Cavaliers vann 113-87 sigur á Washington Wizards aðeins fimm dögum eftir vandræðalegt tap á móti Töframönnunum. LeBron James var með 29 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar á 36 mínútum í öðrum sigurleik Cavs í röð. Kevin Love skoraði 21 stig og Kyrie Irving var með 18 stig. Rasual Butler skoraði 23 stig fyrir Wizards.Manu Ginobili skoraði 28 stig þegar San Antonio Spurs vann 106-100 sigur á Indiana Pacers en liðið vann án þjálfarans Gregg Popovich sem var að jafna sig eftir litla aðgerð. Ettore Messina stýrði liðinu í fjarveru Popovich. Ginobili spilaði á sínum tíma undir stjórn Messina hjá Bologna á Ítalíu og var í miklu stuði í nótt. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir Spurs og Kawhi Leonard var með 21 stig og 13 fráköst í þessum fimmta sigri Spurs-liðsins í röð.Stephen Curry skoraði 28 stig (sex þriggja stiga körfur) þegar Golden State Warriors fagnaði sínum sjöunda sigri í röð eftir 111-96 útisigur á Orlando Magic. Curry spilaði ekkert í fjórða leikhlutanum en Harrison Barnes var næststigahæstur hjá Golden State með 16 stig.Tyson Chandler var með 17 stig og 25 fráköst í 109-102 sigri Dallas Mavericks í framlengingu á móti hans gömlu félögum í New York Knicks. Knicks-liðið lék án Carmelo Anthony í leiknum en J.R. Smith tryggði liðinu framlengingu 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir New York en öll stig hans komu úr þriggja stiga skotum.Wesley Matthews var með 28 stig þegar Portland Trail Blazers vann sinn níunda sigur í röð með því að leggja Charlotte að velli, 105-97. Matthews hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Damian Lillard var með 22 stig og Robin Lopez bætti við 15 stigum og 10 fráköstum. Brian Roberts skoraði mest fyrir Charlotte eða 24 stig. Reggie Jackson skoraði 22 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem endaði sex leikja taphrinu með 97-92 heimasigri á Utah Jazz. Gordon Hayward skoraði 24 stig fyrir Utah sem tapaði sínum fjórða leik í röð.Gerald Green var með 24 stig fyrir Phoenix og Eric Bledsoe bætti við 20 stigum þegar Phoenix Suns endaði fimm leikja sigurgöngu Denver Nuggets með því að vinna Denver-liðið 120-112 í nótt. Rússinn Timofey Mozgov var með 18 stig og 13 fráköst fyrir Denver og Ty Lawson skoraði 17 stig og gaf 12 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 97-105 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 113-87 Orlando Magic - Golden State Warriors 96-111 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 91-99 Dallas Mavericks - New York Knicks 109-102 (framlenging) Atlanta Hawks - Toronto Raptors 115-126 Detroit Pistons - Los Anegels Clippers 98-104 Houston Rockets - Sacramento Kings 102-89 Minnesota Timberwolves - Milwaukee Bucks 86-103 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 97-82 San Antonio Spurs - Indiana Pacers 106-100 Phoenix Suns - Denver Nuggets 120-112 Los Anegels Lakers - Memphis Grizzlies 93-99 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti