Ekkert handrit hentaði sem verðlaunasaga Íslensku barnabókaverðlaunin verða ekki veitt í ár. Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur nú lesið þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár og er niðurstaða hennar sú að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga. Menning 15. mars 2023 07:30
Saga og Villi eignuðust son Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson, oftast þekktur sem Villi naglbítur, eignuðust son fyrr í mánuðinum. Lífið 14. mars 2023 21:35
Lindsay Lohan er ólétt Leikkonan Lindsay Lohan og eiginmaður hennar, Bader Shammas, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau gengu í það heilaga á síðasta ári eftir að hafa verið trúlofuð í tæpt ár. Lífið 14. mars 2023 17:19
„Ekkert erfitt við tónlist nema að fá pening fyrir hana“ Hljómsveitin Kvikindi samanstendur af Brynhildi Karlsdóttur, Friðriki Margrétar-Guðmundssyni og Valgeiri Skorra Vernharðssyni. Með tónlist sinni leggja þau upp úr því að koma fólki til að dansa í gegnum tárin, finna stelpulegu hliðina og elska meira en tónlistin hefur alltaf verið hluti af þeirra lífi. Kvikindi eru tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Tónlist 14. mars 2023 16:02
Sprungu úr hlátri eftir mistök: „Ætlum við þá að byrja aftur?“ Þrátt fyrir að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafi stjórnað útvarpsþættinum Tvíhöfða nær óslitið í næstum þrjá áratugi þá geta mistökin að sjálfsögðu ennþá gerst. Ein slík áttu sér stað við gerð síðasta þáttar og fóru félagarnir í hláturskast í kjölfarið. Lífið 14. mars 2023 11:26
„Maður átti helst ekkert að tala um aldurinn sinn“ Tónlistarkonan og leikkonan Silja Rós er að eigin sögn orkumikil tilfinningavera sem lifir fyrir að skapa list. Það kom snemma í ljós hvert stefndi þar sem hún var syngjandi allan daginn sem barn og henni líður hvergi betur en á sviðinu. Silja Rós er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Tónlist 14. mars 2023 08:01
Hættir sem formaður eftir að hafa greinst með heilaæxli Karl Ágúst Úlfsson hefur ákveðið að láta af formennsku í Rithöfundasambandi Íslands eftir að hafa greinst með heilaæxli fyrir þremur mánuðum. Innlent 14. mars 2023 07:47
Fyrsta verkefni Daníelana var myndband við lag FM Belfast Fáir vita að þeir Daniel Scheinert og Daniel Kwan, sem í fyrradag uppskáru ríkulega á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir mynd sína Everything Everywhere All at Once, byrjuðu í tónlistarmyndböndum. Lífið 14. mars 2023 06:12
Sigurvegarar Love Island voru krýndir í kvöld Sigurvegarar vetrarútgáfu raunveruleikaþáttanna vinsælu Love Island voru krýndir í kvöld. Fólk getur strax sótt um að taka þátt í næstu þáttaröð. Lífið 13. mars 2023 23:05
Íslendingur kom að gerð Óskarsverðlaunamyndar Kvikmyndin Guillermo del Toro's Pinocchio vann til Óskarsverðlauna í nótt fyrir bestu teiknimynd. Gunnar Heiðar, Íslendingur búsettur í Oregon, kom að gerð myndarinnar. Lífið 13. mars 2023 19:38
Klæddist hanska vegna fimmtán ára gamalla áverka Leikarinn Morgan Freeman klæddist þrýstihanska á sviðinu á Óskarsverðlaununum í nótt. Hanskann notar hann vegna bílslyss sem hann lenti í fyrir fimmtán árum síðan. Lífið 13. mars 2023 18:32
Stríðsárasafnið verður ekki opnað í sumar Stríðsárasafnið á Reyðarfirði verður ekki opnað í sumar með þeim hætti sem hefur verið undanfarin ár vegna tjóns sem varð á húsakosti safnsins síðastliðið haust og uppgötvaðist í byrjun árs. Þó hafa engar skemmdir orðið á sýningarmunum safnsins. Innlent 13. mars 2023 17:36
„Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“ Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Tónlist 13. mars 2023 16:01
Mörg ríki Bandaríkjanna hyggjast banna dragsýningar Stjórnvöld í Tennesse í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög sem banna dragsýningar. 10 ríki til viðbótar hafa lagt fram lagafrumvarp í svipuðum anda. Erlent 13. mars 2023 14:30
Stal senunni á Óskarnum: „Mamma, ég var að vinna Óskar“ Það voru miklir fagnaðarfundir á sviðinu á Óskarsverðlaunum í nótt þegar leikararnir Ke Huy Quan og Harrison Ford hittust á ný, eftir að hafa leikið saman í Indiana Jones fyrir um fjörutíu árum. Lífið 13. mars 2023 10:46
BBC og Lineker náð saman og hann snýr aftur á skjáinn Gary Lineker og BBC hafa slíðrað sverðin og hann verður á sínum stað í Match of the Day um næstu helgi. Enski boltinn 13. mars 2023 10:42
Draumurinn að sigla um heimsins höf og búa með börnin fimm um borð Kristján og Hildur búa í dag á eyjunni Menorca rétt utan við ferðamannastaðinn Mallorca. Lífið 13. mars 2023 10:30
Slökkva eldana á BBC: Viðræður ganga vel á milli Lineker og BBC Mál sjónvarpsmannsins Gary Lineker og ósætti hans við yfirmenn sína hjá BBC virðist vera að leysast eftir að allt sauð upp úr um helgina. Enski boltinn 13. mars 2023 08:42
Tæplega 98 þúsund bækur seldust 97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna. Viðskipti innlent 13. mars 2023 08:10
„Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Tónlist 13. mars 2023 08:01
Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. Lífið 13. mars 2023 07:39
Japanskur Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum látinn Japanski rithöfundurinn Kenzaburō Ōe, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1994, er látinn. Hann varð 88 ára gamall. Menning 13. mars 2023 07:30
Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. Lífið 13. mars 2023 04:08
Sara vann ekki Óskarsverðlaun Sara Gunnarsdóttir vann ekki Óskarsverðlaun fyrir teiknaða stuttmynd sína, My Year of Dicks. Teiknimyndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hreppti þess í stað verðlaunin. Lífið 13. mars 2023 02:10
„Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld“ Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn, í 95. sinn, í kvöld. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks og er hún talin sérstaklega sigurstrangleg. Lífið 12. mars 2023 20:56
Framkvæmdastjóri BBC biður áhorfendur afsökunar eftir erfiðan dag Framkvæmdastjóri BBC hefur beðið áhorfendur á Bretlandseyjum afsökunar eftir að mikil truflun varð á dagskrárliðum tengdum knattspyrnu í dag vegna ákvörðun stöðvarinnar að taka sjónvarspmanninn Gary Lineker af skjánum fyrir helgina. Enski boltinn 11. mars 2023 22:30
Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Innlent 11. mars 2023 21:30
Hvetur stráka til að hugsa vel um útlitið Tónlistarmaðurinn Patrik var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prettyboytjokkó, fyrir rúmri viku síðan en lagið er komið í fjórtánda sæti Íslenska listans á FM. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá laginu. Tónlist 11. mars 2023 17:01
Blonde valin versta myndin á Razzie-verðlaunahátíðinni Razzie-verðlaunin svokölluðu voru veitt í Hollywood nú í morgun, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1980 en skipuleggjendur lýsa þeim sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Lífið 11. mars 2023 14:01
The Lazarus Project: Aftur og aftur og aftur...og einu sinni enn Stöð 2+ hefur nú opnað streymið á bresku þáttaröðinni The Lazarus Project. Hún fjallar um George, sem óvænt er dreginn inn í atburðarás sem fæstir í heiminum vita að á sér stað: Leynileg bresk ríkisstofnun er trekk í trekk að spóla tilveru okkar til baka um sex mánuði, án þess að nokkur viti af. Gagnrýni 11. mars 2023 11:52