Yo-Yo Ma kemur til landsins Árni Sæberg skrifar 5. júní 2024 11:46 Yo-Yo Ma er þekktasti sellóleikari samtímans. Anna Moneymaker/Getty Images Yo-Yo Ma, einn frægasti tónlistarmaður heims, er væntanlegur til landsins. Hann mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott í október. Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að Ma sé einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og koma hans sé því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi. Á löngum og glæsilegum ferli hafi hann hljóðritað yfir níutíu hljómplötur og unnið til 19 Grammy-verðlauna. Ásamt því að koma reglulega fram í mörgum af þekktustu tónleikahúsum heims og með framúrskarandi hljómsveitum hafi hann spilað á stórviðburðum eins og innsetningum forseta Bandaríkjanna og opnunarhátíð Ólympíuleika. Koma hins heimskunna sellóleikara sé hluti af 75 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hann muni leika hinn áhrifamikla sellókonsert Edwards Elgar með hljómsveitinni. Bæði dreymt um að koma til landsins „Mig hefur dreymt um að heimsækja Ísland alla mína ævi. Heimurinn getur lært svo mikið af íslenskri leiðtogahæfni og visku og ég get ekki beðið eftir því að leika með dásamlegu tónlistarfólki landsins og með minni kæru vinkonu Kathryn Stott,“ er haft eftir Ma í tilkynningu. Þá er haft eftir Stott að hana hafi einnig lengi dreymt um koma til Íslands. Því sé vægt til orða tekið að segja að hún sé spennt. „Ég hlakka ekki aðeins til að upplifa stórbrotna náttúruna heldur að kynnast líka hinu menningarlega landslagi. Ég get varla beðið eftir hughrifunum þegar ég spila á tónleikum í Hörpu á þessu lokaferðalagi með mínum kæra kollega til fjörutíu ára, Yo-Yo Ma.“ Gríðarleg eftirvænting „Eftirvæntingin er gríðarleg. Okkur hefur lengi dreymt um að eiga í samstarfi við þennan einstaka listamann og nú er sá draumur loks að rætast. Yo-Yo Ma er ekki aðeins einn þekktasti sellóleikari sögunnar, heldur er hann mikill hugsjónarmaður og trúir á mátt tónlistar og menningar til að auka traust og skilning. Hann er mjög áhugasamur um að eiga gott samtal og samstarf við íslenskt listafólk og aðra við komu sína til landsins í október. Þetta verður algjör hátíð,“ er haft eftir Lára Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóri SÍ. Tónleikar Yo-Yo Ma með Sinfóníuhljómsveit Íslands fari fram fimmtudaginn 24. október og dúó-tónleikar hans með Kathryn Stott verði laugardaginn 26. október. Báðir tónleikarnir verði haldnir í Eldborg í Hörpu. Forsala fyrir áskrifendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefjist 13. júní og almenn miðasala 19. júní á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að Ma sé einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og koma hans sé því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi. Á löngum og glæsilegum ferli hafi hann hljóðritað yfir níutíu hljómplötur og unnið til 19 Grammy-verðlauna. Ásamt því að koma reglulega fram í mörgum af þekktustu tónleikahúsum heims og með framúrskarandi hljómsveitum hafi hann spilað á stórviðburðum eins og innsetningum forseta Bandaríkjanna og opnunarhátíð Ólympíuleika. Koma hins heimskunna sellóleikara sé hluti af 75 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hann muni leika hinn áhrifamikla sellókonsert Edwards Elgar með hljómsveitinni. Bæði dreymt um að koma til landsins „Mig hefur dreymt um að heimsækja Ísland alla mína ævi. Heimurinn getur lært svo mikið af íslenskri leiðtogahæfni og visku og ég get ekki beðið eftir því að leika með dásamlegu tónlistarfólki landsins og með minni kæru vinkonu Kathryn Stott,“ er haft eftir Ma í tilkynningu. Þá er haft eftir Stott að hana hafi einnig lengi dreymt um koma til Íslands. Því sé vægt til orða tekið að segja að hún sé spennt. „Ég hlakka ekki aðeins til að upplifa stórbrotna náttúruna heldur að kynnast líka hinu menningarlega landslagi. Ég get varla beðið eftir hughrifunum þegar ég spila á tónleikum í Hörpu á þessu lokaferðalagi með mínum kæra kollega til fjörutíu ára, Yo-Yo Ma.“ Gríðarleg eftirvænting „Eftirvæntingin er gríðarleg. Okkur hefur lengi dreymt um að eiga í samstarfi við þennan einstaka listamann og nú er sá draumur loks að rætast. Yo-Yo Ma er ekki aðeins einn þekktasti sellóleikari sögunnar, heldur er hann mikill hugsjónarmaður og trúir á mátt tónlistar og menningar til að auka traust og skilning. Hann er mjög áhugasamur um að eiga gott samtal og samstarf við íslenskt listafólk og aðra við komu sína til landsins í október. Þetta verður algjör hátíð,“ er haft eftir Lára Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóri SÍ. Tónleikar Yo-Yo Ma með Sinfóníuhljómsveit Íslands fari fram fimmtudaginn 24. október og dúó-tónleikar hans með Kathryn Stott verði laugardaginn 26. október. Báðir tónleikarnir verði haldnir í Eldborg í Hörpu. Forsala fyrir áskrifendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefjist 13. júní og almenn miðasala 19. júní á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira