„Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. Lífið 3. júní 2023 18:00
Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. Tónlist 3. júní 2023 17:00
Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Innlent 3. júní 2023 12:04
„Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Innlent 3. júní 2023 10:58
Frumsýning á myndbandi við Þjóðhátíðarlag Emmsjé Gauta „Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, um hugmyndina á bakvið myndbandið við Þjóðhátíðarlagið 2023, Þúsund hjörtu. Lífið 2. júní 2023 13:34
„Ég þráði svo mikið að vera samþykkt“ „Ég þráði að vera partur af hópnum og vera með. Það kom út þannig að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig,“ segir söngkonan Elísabet Ormslev. Lífið 2. júní 2023 11:00
Seldi fyrstu nektarmyndina sína til The Weeknd Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port. Menning 2. júní 2023 07:01
Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið 2023 „Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. Tónlist 1. júní 2023 21:50
Fyrsti áttæringurinn frá bátasmiðum í heila öld Bátasmiðir voru í dag að leggja lokahönd á fyrsta áttæringinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi í meira en öld. Máttarviðir bátsins eru afrakstur íslenskrar skógræktar. Innlent 1. júní 2023 21:45
Hundraða milljóna króna frímerkjasafn til sýnis 600 milljón króna frímerkjasafn og gríðarlega verðmætt safn af peningaseðlum er meðal þess sem verður til sýnis á Stóru safnarasýningunni NORDIA 2023. Vísir leit við í Ásgarði í dag þar sem verið var að setja upp sýninguna. Menning 1. júní 2023 20:01
Dökkar hliðar mannkyns og kona sem liggur banaleguna Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti í dag Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til tveggja höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Það eru þau Magnús Jochum Pálsson og Margrét Marteinsdóttir. Í umsögn segir að ljóðabók Magnúsar veki lesanda til umhugsunar um dökkar hliðar mannsins og fjallar skáldsaga Margrétar um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík. Menning 1. júní 2023 17:34
Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina. Bíó og sjónvarp 1. júní 2023 14:06
Bjart framundan í Hafnarfirði Það verður líf og fjör í Hafnarfirði allan júnímánuð, en þar eru að hefjast Bjartir dagar. Þriðju bekkingar settu hátíðina í morgun með söng en þétt dagskrá er framundan í bænum. Menning 1. júní 2023 11:56
Blása til almennilegrar veislu í tilefni af sjö ára afmælinu Mér finnst gróska og kraftur tvímælalaust einkenna íslensku listsenuna í dag, segir Árni Már Erlingsson, listamaður og meðeigandi Gallery Ports á Laugavegi. Á laugardaginn opnar Portið samsýninguna KOLLEGAR þar sem hátt í 40 listamenn koma saman og fagna sjö ára afmæli Gallery Ports. Menning 1. júní 2023 10:00
„Við erum að tapa geðheilsunni“ Óhætt er að segja að það að keppa Kökukasti er enginn dans á rósum. Þetta vita frænkurnar Stefanía Rakel og Karen Gréta sem upplifðu mikið stress í undanúrslitum í nýjasta þætti Kökukasts. „Við erum að tapa geðheilsunni,“ segir Karen, móðursystir Stefaníu. Lífið 1. júní 2023 09:04
„Þetta er eiginlega bara endalaus gleði“ Vitatorgsbandið var í dag heiðrað fyrir störf sín, en bandið spilar vikulega fyrir eldri borgara og þiggur ekki krónu fyrir. Hljómsveitarmeðlimur á tíræðisaldri segir félagsskapinn ómissandi. Innlent 31. maí 2023 21:01
María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. Bíó og sjónvarp 31. maí 2023 20:30
„Ég var alltaf hrædd við að leyfa mér að vera ég sjálf“ Hundraðasta sýningin á Emil í Kattholti var á dögunum og var það jafnframt lokasýningin á þessu hjartahlýja ævintýri sem hefur snert hjörtu landsmanna. Lífið 31. maí 2023 17:01
Pönk, rapp eða popp í nýju pylsulagi SS Undanfarnar vikur hafa lesendur Vísis kynnst sex flytjendum í þáttunum Skúrinn á Vísi sem keppa um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu og um besta frumsamda lagið. Lífið samstarf 31. maí 2023 13:49
Messi valdi tónleika með Coldplay fram yfir brúðkaup samherja Fjöldi stórstjarna gerði sér ferð til Como-vatnsins til að vera viðstödd brúðkaup argentínska fótboltamannsins Lautaros Martínez og Agustinu Gandolfo. Fótbolti 31. maí 2023 13:01
Fjölbreyttar hugmyndir fyrir sumarfríið Sumarið er tími margvíslegra og einstakra stunda og það getur með sanni verið áhugavert að heyra hvernig fólk ætlar að eyða sumarfríinu sínu, hvort sem það er að flýja land, eyða tíma úti í garði eða eitthvað þar á milli. Blaðamaður tók púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og fékk að heyra hvernig sumarið þeirra lítur út. Ferðalög 31. maí 2023 07:00
Rökuðu hárið af meðleikaranum eftir síðasta þáttinn Bandarísku leikararnir Sarah Snook og Kieran Culkin rökuðu hárið af meðleikara sínum Jeremy Strong eftir að tökunum á síðasta þættinum í fjórðu og síðustu seríunni af Succession lauk. Lífið 30. maí 2023 16:47
Bandarískur frumkvöðull fjárfestir í íslenskri tónlist Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra. Viðskipti innlent 30. maí 2023 15:06
Sofnaði þegar Fjallið sprengdi á honum hausinn Leikarinn Pedro Pascal segist hafa sofnað við tökur á hinu þekkta dauðaatriði sínu í Krúnuleikunum (Game of Thrones). Í atriðinu sprengi Hafþór Júlíus Björnsson, sem Fjallið, á honum höfuðið. Lífið 30. maí 2023 12:56
Söngvari Rammstein sakaður um byrlun Kona að nafni Shelby Lynn hefur sakað Till Lindemann, söngvara þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein, um byrlun. Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar er ásökununum hafnað. Erlent 30. maí 2023 11:02
Hilmir Snær og Benedikt Erlings endurgerðu frægan Fóstbræðraskets Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson endurgerðu einn frægasta Fóstbræðra skets frá upphafi, skets sem löngum hefur verið kenndur við að „slaka.“ Lífið 30. maí 2023 10:42
Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. Bíó og sjónvarp 29. maí 2023 21:31
Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld. Innlent 29. maí 2023 21:05
Súkkulaðierfingi sem saknar ekki áfengisins „Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan. Lífið 29. maí 2023 21:00
Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Erlent 29. maí 2023 15:28