Larry King er dáinn Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er dáinn. Hann var 87 ára gamall og dó á sjúkrahúsi í Los Angeles en þar hafði hann verið lagður inn vegna Covid-19 fyrir nokkrum vikum. Lífið 23. janúar 2021 13:08
„Án áhorfenda er ekkert leikhús“ Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður. Lífið 22. janúar 2021 23:20
Harma að myndlistamenn tortyggi eigin fulltrúa Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina. Innlent 22. janúar 2021 22:35
Sjáðu Ágústu Evu og Magna syngja sinn hugljúfa dúett Þar til storminn hefur lægt Það var hugljúf kántrý stemning í þættinum Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Gestir Ingó voru að þessu sinni söngvarinn Magni Ásgeirsson og hljómsveitin Sycamore Tree sem skipuð er þeim Ágústu Evu og Gunna Hilmars. Lífið 22. janúar 2021 21:53
Föstudagsplaylisti Benna B-Ruff Benedikt Freyr Jónsson, einnig þekktur sem Benni B-Ruff, gerði sér lítið fyrir og bjó til tvo föstudagslagalista. Einn erlendan og annan íslenskan. Tónlist 22. janúar 2021 15:59
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Innlent 22. janúar 2021 15:12
Billie Eilish gefur út nýtt myndband sem fer af stað með ógnarhraða Hin 19 ára Billie Eilish gaf í gær út nýtt myndband við lagið Lo Vas A Olvidar. Lífið 22. janúar 2021 14:31
Nína Dögg fer með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur Baldvin Z mun leikstýra þáttum um lífshlaup Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu Variety. Lífið 22. janúar 2021 13:36
Lost-stjarnan Mira Furlan er látin Króatíska leikkonan Mira Furlan er látin, 65 ára að aldri. Furlan gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sitt í þáttunum Lost og Babylon 5. Lífið 22. janúar 2021 12:56
Einstaklega fallegt upphafsatriði í Æði 2: „Ég er í sjokki“ Raunveruleikastjarna Íslands, Patrekur Jaime, snýr aftur á skjáinn þegar Æði 2 hefur göngu sína síðar í mánuðinum. Lífið 22. janúar 2021 07:00
J-Lo sló í gegn fyrir framan Joe Biden og Kamala Harris Joe Biden sór embættiseið í Washington í gær og er nú forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris er varaforseti, fyrst kvenna og fyrst svartra Bandaríkjamanna. Lífið 21. janúar 2021 15:30
Glastonbury-hátíðin aftur blásin af Aðstandendur Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar hafa tilkynnt að hátíðin, sem átti að fara fram í sumar, hafi verið blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lífið 21. janúar 2021 13:08
Hannes Þór í viðtali við Variety: „Skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM“ Kvikmyndamiðillinn þekkti Variety fjallar um kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd á þessu ári í kvikmyndahúsum hér á landi. Lífið 21. janúar 2021 10:30
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. Innlent 21. janúar 2021 08:57
Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. Innlent 20. janúar 2021 23:23
Lady Gaga flutti þjóðsönginn af mikilli innlifun Söngkonan Lady Gaga flutti bandaríska þjóðsönginn af mikilli innlifun við innsetningarathöfn Joe Bidens sem tók formlega við embætti forseta Bandaríkjanna í dag. Lífið 20. janúar 2021 18:50
Systir Baracks Obama tekur þátt í dansþættinum með Rúrik Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason mun keppa í þýska dansþættinum Let‘s Dance. Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars þáttunum, sem haldnir eru um heim allan. Lífið 20. janúar 2021 16:41
„Þetta er auðvitað bara fáránlega fallega sungið“ Þau voru nokkur Bubbalögin sem gestir Ingó spreyttu sig á í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Söng- og leikkonan Íris Hólm gaf þar ekkert eftir en hér að neðan er hægt að sjá hana syngja Bubbalagið Sumarið er tíminn með miklum krafti og innlifun. Lífið 19. janúar 2021 21:21
500 ára málverk fannst í skáp og enginn vissi að því hefði verið stolið Lögregluþjónar hafa handtekið mann á Ítalíu eftir að 500 ára gamalt málverk fannst í eldhússkáp hans. Málverkinu hafði verið stolið af safni en starfsmenn þess vissu þó ekki af þjófnaðinum. Erlent 19. janúar 2021 15:18
Um kvikmyndanám á háskólastigi Hópur helstu kvikmyndagerðarmanna Íslands fjallar um kvikmyndanám á háskólastigi. Skoðun 19. janúar 2021 06:00
Sýnir tilraunir með vatn í 170 þúsund römmum á sekúndu Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys. Lífið 18. janúar 2021 15:32
Frumraun Helga Sæmundar í nýju myndbandi frá Sverri Bergmann Söngvarinn Sverrir Bergmann frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Ég man hér á Vísi. Lífið 18. janúar 2021 14:30
„Það bara hrundi allt“ „Ég var komin með alveg rosalega fínan plötusamning með Jack Magic Orchestra hjá EMI og við spiluðum mikið út um allt í Bretlandi og Þýskalandi og algjör draumur í dós. Ég hefði getað hent mér fyrir björg fyrir þá músík,“ segir tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir sem var gestur Auðuns Blöndal í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 18. janúar 2021 13:31
Bjössi Sax stal senunni með laginu Careless Whisper Saxófónleikarinn og gleðipinninn Bjössi Sax lét ekki sitt eftir liggja síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg sem er á dagskrá Stöðvar 2. Mikið líf og fjör var í þættinum og sannkölluð partýstemmning á meðal gesta. Lífið 17. janúar 2021 22:48
Phil Spector er látinn Bandaríski tónlistarframleiðandinn og lagahöfundurinn Phil Spector er látinn 81 árs að aldri. Erlent 17. janúar 2021 16:17
Rúrik Gíslason keppir í Let‘s Dance í Þýskalandi Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason mun keppa í þýska dansþættinum Let‘s Dance. Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars þáttunum, sem haldnir eru um heim allan. Lífið 16. janúar 2021 23:39
Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar Fyrsti dagurinn í vegantilraun gekk vonum framar hjá kúabændunum á Litla-Ármóti, en þau féllust á að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Kjötætur óskast! sem eru nú í sýningu á Stöð 2. Matur 16. janúar 2021 15:00
„Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi“ „Ég er bæði spenntur og vongóður fyrir komandi ári. Þó svo að við þurfum að fara hægt af stað þá náum við vonandi að ljúka því með fullum þunga þegar kemur að starfsemi FÍT,“ segir Gísli Arnarson nýr formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara. Tíska og hönnun 16. janúar 2021 11:00
Með óbilandi trú á sér og slétt sama um álit annarra „Formlegt samstarf fyrir bókina byrjaði fyrir tæpum tveimur árum síðan, skrifin það er að segja, en við Silja höfum unnið saman í alls konar verkefnum,“ segir Alda Karen Hjaltalín. Lífið 16. janúar 2021 07:00
Sjáðu stórkostlegan flutning Bjössa í Mínus á Bubbalaginu Trúir þú á engla Það var mikið líf og fjör í fyrsta þætti seríu tvö af Í kvöld er gigg og hefur úrval gesta sjaldan verið fjölbreyttara. Gleðigjafinn og Rolling Stones aðdáandinn Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, var meðal gesta ásamt söngvurunum Begga í Sóldögg og Íris Hólm. Lífið 15. janúar 2021 20:07