Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2022 10:54 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins er tekinn við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. „Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“ Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“
Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira