Tónlist

Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Megan Thee Stallion.
Megan Thee Stallion. Getty/ Neilson Barnard

Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum.

We Don't Talk About Bruno er eitt vinsælasta Disney lag allra tíma en fólk átti ekki von á því að sjá rapparann Megan Thee Stallion flytja lagið. 

Líkt og fjallað hefur verið um hér á Vísi var lagið tilnefnt til Óskarsins þar sem það sló í gegn um allan heim eftir að fresturinn til að skila inn tilnefningum rann út. Aðstandendur myndarinnar höfðu þá tilnefnt lagið Dos Orguitas, sem einnig eftir Lin-Manuel Miranda. Lagið hreppti ekki verðlaunin. 

Megan Thee Stallion var klædd í gulan kjól sem var eins og klipptur út úr Encanto myndinni. Flutninginn má sjá hér fyrir neðan. 

Klippa: We Don't Talk About Bruno flutt á Óskarnum

Tengdar fréttir

Stjörnurnar sem skinu skærast á Óskarnum

Í beinni textalýsingu okkar frá Óskarsverðlaununum í nótt fórum við auðvitað líka yfir tískuna á rauða dreglinum jafn óðum og gestirnir mættu á svæðið. 

Sigurvegarar Óskarsins 2022: „Þetta er okkar stund“

Óskarsverðlaunahátíðin 2022 fer líklega í sögubækurnar sem ein viðburðarríkasta og jafnvel undarlegasta hátíðin hingað til. Dune vann flest verðlaun kvöldsins, alls sex, en þó ekki sem besta myndin. Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 auk þess sem fylgst var grannt með gangi mála í vaktinni, eins og sjá má neðst í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.