Fyrsta kitlan úr annarri seríu Rings of Power Fyrsta kitlan úr annarri seríu úr smiðju Amazon úr Lord of the Rings heiminum, Rings of Power, er kominn á netið. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga. Bíó og sjónvarp 14. maí 2024 16:03
Sorgin allsráðandi í fyrstu stiklunni úr Ljósbrot Fyrsta stiklan úr kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot er komin á netið. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi á morgun og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 14. maí 2024 14:56
Biggi Maus breiðir yfir Frikka Dór Á miðnætti gefur Birgir Örn Steinarsson, sem starfar undir listamannanafninu Biggi Maus, út ábreiðu á lagi Friðriks Dórs 'I don't remember your name'. Lagið er nú kannski ekki á meðal þekktustu slagara Frikka en það kom upphaflega út á annarri breiðskífu hans Vélrænn árið 2012. Friðrik samdi lagið ásamt þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen sem saman mynda raf-dúettinn Kiasmos. Lífið 14. maí 2024 14:31
Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. Viðskipti innlent 14. maí 2024 12:53
„Þægileg blanda af von og trega“ „Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist 14. maí 2024 11:30
Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. Innlent 14. maí 2024 09:03
Falleg tónlist GDRN hljómaði ekki nógu vel Ég hitti mann nýlega sem kvartaði yfir því hve margar íslenskar söngkonur rauli. „Ekki Björk, sko – hún SYNGUR – en svo margar aðrar syngja bara í hálfum hljóðum. Það er varla að þær séu með raddbönd.“ Gagnrýni 14. maí 2024 07:00
Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku. Bíó og sjónvarp 13. maí 2024 22:11
Þátttaka Ísraela hafi skemmt mikið Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Lífið 13. maí 2024 20:31
Herra Hnetusmjör hitti Akon: „Þeir vita sem vita“ Rapparinn Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, gerði sér lítið fyrir og hitti bandaríska rapparann Akon. Herrann birtir mynd af sér með Akon á Instagram en hann hitti hann í Berlín í Þýskalandi þar sem hann skellti sér á tónleika. Lífið 13. maí 2024 13:31
Jón og Hafdís festu kaup á einbýli með bátaskýli Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson og eiginkona hans Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Hamarsgötu á Seltjarnarnesi. Lífið 13. maí 2024 13:13
Kom fram sem stórstjarna Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi. Tónlist 13. maí 2024 13:02
Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. Innlent 13. maí 2024 12:04
Fagleg uppbygging myndlistar í forgrunni Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. Skoðun 13. maí 2024 10:31
Leikkonan sem lék fyrsta fórnarlambið í Ókindinni er látin Bandaríska sundkonan og leikkonan Susan Backlinie er látin, 77 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk konunnar sem var fyrst til að deyja af völdum hákarlsins skæða í kvikmyndinni Ókindinni, eða Jaws, frá árinu 1975. Lífið 13. maí 2024 08:52
Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Lífið 12. maí 2024 12:29
Meistari B-kvikmyndanna látinn Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri. Lífið 12. maí 2024 12:15
Sviss sigurvegari Eurovision 2024 Sviss er sigurvegari Eurovision árið 2024. Nemo flutti lagið The Code og sigraði í Malmö í Svíþjóð fyrir hönd Sviss og bar sigur úr býtum að lokum. Lífið 11. maí 2024 22:49
Eurovision-vaktin: Nemo vann á dramatísku kvöldi í Malmö Söngkvárið Nemo frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari þegar úrslitakvöld Eurovision fór fram í Malmö í kvöld. Hán söng lagið The Code með miklum tilþrifum og naut hylli bæði meðal dómnefnda Evrópa og þeirra sem kusu í símakosningu. Lífið 11. maí 2024 17:30
„Drull sama hvað einhver apaköttur segir“ „Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi. Tónlist 11. maí 2024 07:01
Fjögurra ára rússíbanareið að baki Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani. Menning 11. maí 2024 07:01
Laufey tók lagið hjá Jimmy Fallon Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó. Tónlist 10. maí 2024 11:57
Bashar Murad endurgerir palestínskt lag föður síns Bashar Murad sendir í dag frá sér smáskífuna, Stone, af væntanlegri plötu sem hann er að vinna með Einari Stef. Lagið er endurgerð af lagi sem hljómsveit föður hans gaf út. Lífið 10. maí 2024 08:45
Apple biðst afsökunar á auglýsingu fyrir nýjan iPad Apple hefur beðist afsökunar vegna auglýsingar sem hefur vakið mikla reiði. Um er að ræða auglýsingu fyrir nýjan iPad en hún sýnir pressu kremja ýmsa hluti á borð við bækur, hljóðfæri og aðrar táknmyndir listarinnar. Viðskipti erlent 10. maí 2024 08:17
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Lífið 9. maí 2024 21:14
Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. Lífið 9. maí 2024 16:00
Backstreet-strákur kominn aftur til Íslands AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. Lífið 9. maí 2024 15:32
Hafa komist að samkomulagi vegna andláta á Astroworld Tónlistarmaðurinn Travis Scott og tónleikafyrirtækið Live Nation hafa komist að samkomulagi í máli níu þeirra tíu sem létust eftir troðning á tónleikahátíðinni Astroworld árið 2021. Lífið 9. maí 2024 09:25
Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. Innlent 9. maí 2024 07:01
Love Lies Bleeding: Ekið af hraðbraut og út í skurð Bíó Paradís sýnir nú kvikmyndina Love Lies Bleeding sem fjallar um Lou (Kristen Stewart), starfskonu á lúinni líkamsræktarstöð í suðurríkjum Bandaríkjanna á 9. áratugi síðustu aldar. Inn á stöðina gengur Jackie (Katy O'Brien), vöðvastæltur umrenningur í atvinnuleit. Gagnrýni 9. maí 2024 07:01