Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins. Viðskipti innlent 21. maí 2024 13:38
„Sjálfum leiðast mér þessar nasistalíkingar“ Þau undur og stórmerki urðu í liðinni viku að Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi kærði Halldór Baldursson skopteiknara til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Ljóst er að Arnari Þór er ekki skemmt. Innlent 21. maí 2024 10:28
Mynd fer á flug í kjölfar tilrauna til að láta fjarlægja hana Krafa einnar ríkustu konu heims um að mynd af henni sem nú er til sýnis í National Gallery of Australia verði fjarlægð hefur haft þau áhrif að myndin hefur farið út um allan heim á síðustu dögum og vakið mun meiri athygli en ella. Erlent 21. maí 2024 09:26
Hvað er það sem Alþingi ber að vernda á Þingvöllum? Þegar ráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Náttúruverndar- og minjastofnun 20. mars sl. sagði hann: „með tilkomu nýrrar stofnunar verði stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallanefnd ekki lengur stjórnir yfir sjálfstæðum ríkisstofnunum“. Skoðun 21. maí 2024 09:03
Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. Skoðun 21. maí 2024 08:45
80 til 120 herskip lágu í Hvalfirði Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður. Innlent 20. maí 2024 20:03
Sungið og sungið á Sauðárkróki Það er mikið sungið á Sauðárkróki þessa dagana en ástæðan er sú að leikfélag staðarins er að sýna Litlu hryllingsbúðina. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni en alls koma um fjörutíu manns að sýningunni á einn eða annan hátt. Lífið 20. maí 2024 13:05
Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. Lífið 20. maí 2024 09:44
„Þetta voru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi“ „Þetta voru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi“ segir Erpur Eyvindarson um 25 ára afmælistónleika XXX Rottweilerhunda sem haldnir voru í Laugardalshöll á föstudaginn. Uppselt var á tónleikana sem fóru fram úr öllum væntingum, samkvæmt Erpi. Lífið 19. maí 2024 15:55
Diskóstemming í Bíóhöllinni á Akranesi Það iðar allt af lífi og fjöri á Akranesi þessa dagana þegar diskó er annars vegar því nemendur Brekkubæjarskóla eru að sýna söngleikinn „Diskóeyjan“ í Bíóhöllinni. Lífið 17. maí 2024 20:16
Setja upp söngleiki, leikrit og tónleika í Háskólabíó í sumar Sviðslistahúsið Afturámóti var stofnað af þremur vinum sem vantaði rými til þess að setja upp sínar eigin sýningar. Úrvalið var ekki ýkja mikið en þá fengu þeir flugu í hausinn. Lífið 17. maí 2024 19:24
Segir skásta staðinn í bænum í kirkjugarðinum Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, gaf út nýtt lag á væntanlegri plötu, sem ber nafnið Í bríaríi. Hann lýsir laginu sem gleðilegu sumarrokki en það fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi. Tónlist 17. maí 2024 10:00
Heitustu trendin fyrir sumarið 2024 Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru. Lífið 17. maí 2024 07:02
Magnús Geir vill fimm ár í viðbót í Þjóðleikhúsinu „Ég er sannarlega glaður hér í Þjóðleikhúsinu og nýt mín vel með mínu samstarfsfólki,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir því að sinna starfinu áfram eftir að skipunartíma hans lýkur í árslok. Innlent 17. maí 2024 06:40
Stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur fyrir Ljósbroti Kvikmyndahúsagestir stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur í gærkvöldi þegar Ljósbrot, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd á verðlaunahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 16:13
Elín Hall í rándýrum kjól á rauða dreglinum Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu Chanel og kostar á aðra milljón króna. Lífið 16. maí 2024 13:13
Iceland Airwaves kynnir 22 ný bönd til leiks Iceland Airwaves hefur kynnt 22 nýja tónlistarmenn sem bætast við hóp þeirra flytjenda sem koma fram á tónlistarhátíðinni. Hátíðin fer fram 7.- 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur í 25. sinn. Tónlist 16. maí 2024 11:59
Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 10:53
„Leikmyndin er auðvitað algjört rusl“ „Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir. Menning 16. maí 2024 09:00
Gríman 2024: Saknaðarilmur hlaut flestar tilnefningar Saknaðarilmur í sviðsetningu Þjóðleikhússins hlaut flestar tilnefningar til Grímuverðlauna ársins 2024. Menning 15. maí 2024 22:10
Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Lífið 15. maí 2024 14:00
Matti og tengdó selja 220 milljóna króna einbýlishús Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar. Lífið 15. maí 2024 13:03
Samstarf við landsbyggðina Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Skoðun 15. maí 2024 13:00
Barbara Hannigan stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár. Menning 15. maí 2024 12:47
Bergur Þór nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gegnt starfinu síðustu í sex árin. Menning 15. maí 2024 12:20
Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 15. maí 2024 10:00
Fyrsta opinbera málverkið af konunginum Karli III afhjúpað í gær Fyrsta opinbera málverkið af Karli III eftir að hann var krýndur konungur var afhjúpað í Buckingham-höll í gær. Verkið er eftir Jonathan Yeo og hlýtur að teljast fremur óhefðbundið, miðað við önnur verk af kóngafólki sem hangir í höllum og söfnum. Erlent 15. maí 2024 09:10
Munu lappa upp á vatnspóstinn í Aðalstræti Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár. Innlent 15. maí 2024 07:53
Vill sjá Latabæ birtast aftur í sjónvarpsstöðvum heims Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, hefur eignast sjónvarpsþættina heimsfrægu á ný ásamt vörumerki og hugverkaréttindum. Magnús segir þættina tímalausa og enn eiga erindi. Innlent 14. maí 2024 20:04
Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin Kanadíski smásagnahöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin 92 ára að aldri. Rithöfundaferill hennar spannaði meira en sextíu ár. Menning 14. maí 2024 16:51