Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Innlent 5. ágúst 2024 09:39
Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. Lífið 4. ágúst 2024 14:44
Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Innlent 3. ágúst 2024 14:45
Brekkusöngur á Flúðum og á Vísi: Lofar sól og sumri beint heim í stofu Stuðboltinn, gítarleikarinn og söngvarinn Gunnar Ólason mun leiða Brekkusöng á Flúðum á sunnudagskvöldið. Brekkusöngurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni og hefst klukkan 21:00. Lífið 2. ágúst 2024 13:34
Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ættarmót pönkara, Norðanpaunk, heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina, að vanda í félagsheimilinu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Tónlist 2. ágúst 2024 11:50
Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. Lífið 2. ágúst 2024 07:00
Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. Lífið 1. ágúst 2024 17:24
Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Ghostigital var að senda frá sér lagið Laus skrúfa. Það er fyrsta lag sveitarinnar síðan lagið Ekki mín ríkisstjórn kom út árið 2015. Tónlist 1. ágúst 2024 15:40
Máttu ekki synja kvikmyndagerðarmanni um eftirvinnslustyrk Ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvar Íslands um að synja kvikmyndagerðarmanni um eftirvinnslustyrk vegna kvikmyndaverkefnis á þeim grundvelli að hún hafi verið illa klippt, fyrirsjáanleg og yfirborðskennd, hefur verið felld úr gildi. Menningar- og viðskiptaráðuneytið kvað upp úrskurð í málinu á dögunum. Innlent 1. ágúst 2024 15:02
Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af tónlistarmanninum goðsagnarkennda Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum. Tónlist 1. ágúst 2024 12:04
Þrítugasta Síldarævintýrið haldið um verslunarmannahelgina Það var árið 1991 sem hátíðin Síldarævintýrið var haldin í fyrsta sinn á Siglufirði en þar sem nokkur ár hafa dottið út, m.a. vegna Covid faraldursins, er þetta í þrítugasta sinn sem hún fer fram. Af því tilefni verður dagskráin viðameiri en síðustu ár. Lífið samstarf 1. ágúst 2024 09:02
Frumsýning á Vísi: Sagði Audda að fangelsisvistin hefði verið þrælskemmtileg Þriðja þáttaröðin af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið á Stöð 2 í ágúst. Auðunn Blöndal umsjónarmaður þáttanna segist virkilega spenntur að sýna þjóðinni þættina en undirbúningur og tökur hafa staðið yfir síðasta árið og er fyrsta stiklan úr þáttaröðinni nú komin í loftið. Lífið 31. júlí 2024 12:00
„Ísland er í algjöru uppáhaldi hjá okkur“ „Ég er svo spennt að koma fram á Íslandi,“ segir stórstjarnan og goðsögnin Kathy Sledge, aðalsöngkona sögulegu diskósveitarinnar Sister Sledge sem stígur á stokk í Eldborg, Hörpu föstudaginn 9. ágúst næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Kathy um tónlistina, eftirminnilegasta giggið í Zaire, lífið og tilveruna. Tónlist 31. júlí 2024 07:00
Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Innlent 31. júlí 2024 06:22
FM Belfast fékk blessun Greifanna fyrir síðsumarsmelli Gleðigjafarnir í FM Belfast gáfu í dag út nýtt lag, en um er að ræða ábreiðu af einu frægasta lagi Greifanna, Útihátíð. Lagið kom út árið 1986 og hefur allar götur síðan verið stór hluti af sumarstemningunni á Íslandi. Tónlist 30. júlí 2024 15:00
Hinn góði gestur sem öllu illu hafnar „Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð, og þakkað guði augnabliksins náð.“ Þannig orti Davíð Stefánsson í Kvæðinu til fuglanna. Í mörgum ljóða skáldsins frá Fagraskógi er að finna trúarleg stef, trúarglímu og andlega leit, en líka trúartraustið sem ber andann uppi á náðarstund í návist guðs, eins og Davíð orðar það sjálfur í sama kvæði. Lífið 30. júlí 2024 09:41
Fékk yfir sig olíugusu við tökur á sjónvarpsþáttum Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston var við tökur á sjónvarpsþáttunum The Morning Show í New York-borg um helgina þegar hún fékk yfir sig gusu af olíu. Bíó og sjónvarp 29. júlí 2024 23:29
Lalli töframaður sér börnunum fyrir brekkusöng Brekkusöngur barnanna fer fram i fyrsta sinn á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Hann verður í umsjón Lalla töframanns og fer fram á Tjarnarsviðinu klukkan 14:30 á laugardag. Lalli segist vera spenntur fyrir hinni nýju hefð og reiðubúinn að standa vaktina næstu ár. Tónlist 29. júlí 2024 15:46
Gera bíómynd um deilu Roy Keane og Mick McCarthy fyrir HM 2002 Kvikmynd um uppákomuna á HM 2002, þegar Roy Keane yfirgaf herbúðir írska fótboltalandsliðsins, verður frumsýnd næsta sumar. Fótbolti 29. júlí 2024 13:09
Líf og fjör í 30 ára afmæli Mærudaga Stemningin var gríðarleg á Húsavík um helgina þegar að Mærudagar voru haldnir hátíðlegir í þrítugasta skiptið. Gestum var boðið upp á heljarinnar dagskrá, tónleika, fjör, hlaup, froðurennibraut, karnivalstemningu og fleira til. Lífið 29. júlí 2024 13:01
Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. Innlent 28. júlí 2024 20:04
Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. Bíó og sjónvarp 28. júlí 2024 18:12
Nágrannastjarnan Janet Andrewartha látin Leikkonan Janet Andrewartha sem fór með hlutverk Lyn Scully í sápuóperunni Nágrönnum er látin, 72 ára að aldri. Greint er frá fráfalli hennar á Instagram-síðu sjónvarpsþáttanna vinsælu en persónan Lyn Scully var móðir Stephanie, Felicity og Michelle, og var gift Joe, í um tuttugu ár frá árinu 1999. Lífið 28. júlí 2024 16:02
Yndislestur og fyrirmyndir Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Skoðun 28. júlí 2024 15:30
„Næst á svið er Mammaðín!“ Tvíeykið Mammaðín, sem samanstendur af fyrrum óvinkonunum Elínu Hall og Kötlu Njálsdóttur, gaf í gær út sitt fyrsta lag, Frekjukast. Flugbeitt kaldhæðni og pönk í poppuðum búningi er þeirra tilraun til að vera mótspyrna við hættulegri þróun í heiminum. Tónlist 27. júlí 2024 07:00
Birtu nýja stiklu fyrir Rings of Power Lord of the Rings aðdáendur geta hlakkað til haustsins enda mun það færa þeim nýja þáttaröð af Rings of Power sem fer í sýningar á Amazon Prime Video þann 29. ágúst. Lífið 26. júlí 2024 23:48
Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið „Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata. Tónlist 26. júlí 2024 17:01
Hass, rokk og hóstasaft Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis. Tónlist 26. júlí 2024 14:36
Nýtur lífsins áhyggjulaus í áhrifavaldaferð í Króatíu „Þetta snýst um að hafa ekki áhyggjur, þetta græjast,“ segir áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Arnar Gauti, jafnan þekktur sem Lil Curly. Hann var að senda frá sér lagið Ekki hafa áhyggjur og nýtur sömuleiðis lífsins áhyggjulaus í hópi íslenskra stjarna í Króatíu um þessar mundir. Tónlist 26. júlí 2024 14:08
Björk með besta atriði í sögu Ólympíuleikanna Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna. Tónlist 26. júlí 2024 13:31