Abdulrazak Gurnah hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Tansaníski skáldsagnahöfundurinn Abdulrazak Gurnah hlaut í dag bókmenntaverðlaun Nóbels. Menning 7. október 2021 11:04
Bein útsending: Hver fær bókmenntaverðlaun Nóbels? Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma. Erlent 7. október 2021 10:31
Hollenskur dagur á RIFF: Vampírur, drama og erótísk sambönd í nunnuklaustri Aðeins fjórir dagar eru eftir af kvikmyndaveislunni RIFF og mikil aðsókn og katína einkennir viðburði. Bíó og sjónvarp 7. október 2021 10:00
Samdi lagið í kjölfar me too frásagnanna Tónlistarkonan MIMRA gaf út lagið Sister nú á dögunum. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri stuttskífu sem lítur dagsins ljós snemma á næsta ári. Albumm 6. október 2021 18:31
Bein útsending: Íslensk kvikmyndatónlist rædd á Bransadögum RIFF Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en þeir hefjast í dag í Norræna húsinu og standa til 9. október. Bíó og sjónvarp 6. október 2021 16:00
Ósátt við fréttaflutning um þukl Thicke Emily Ratajkowski er ósátt við umfjöllun um bók hennar þar sem hún segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Hún segir frásögnina hafa verið „lekið“ úr bókinni og að umfjöllunin hafi reynst henni erfið. Lífið 6. október 2021 11:09
YouTube fjarlægir rásir R Kelly YouTube hefur fjarlægt opinberar rásir tónlistarmannsins R Kelly af síðunni. Rásirnar RKellyTV er RKellyVevo hafa báðar verið fjarlægðar og þá hefur R Kelly verið meinað að stofna nýjar rásir eða eiga rásir á síðunni. Erlent 6. október 2021 07:46
Wolka frumsýnd í öllum sölum Bíó Paradísar á sama tíma Fimm dagar eru eftir af RIFF kvikmyndahátíðinni. Góð aðsókn og mikil gleði ríkir á RIFF, uppselt er á tvær sýningar í hellabíó í dag og af nógu að taka. RIFF HEIMA er líka í fullum gangi en þar er stór hluti hátíðarinnar aðgengilegur á netinu. Bíó og sjónvarp 6. október 2021 07:00
Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. Innlent 5. október 2021 21:21
Adele tryllir netverja með stiklu úr nýju lagi Breska söngkonan Adele gerði aðdáendur sína vægast sagt hamingjusama fyrr í dag þegar hún greindi frá því að nýtt lag væri væntanlegt síðar í mánuðinum. Tónlist 5. október 2021 16:00
„Þetta var allt mjög lítið og heimabakað í byrjun“ Tilrauna- og raftónlistar hátíðin Extreme Chill verður haldin ellefta árið í röð helgina 7 – 10 október í Reykjavík. Á sunnudagskvöldinu mun enska rafhljómsveitin Plaid spila á Húrra og er ein sú þekktasta og áhrifamesta sveit síðan snemma tíunda áratugarinns. Albumm 5. október 2021 14:31
The Night House: Hrollvekjandi gáta The Night House er hrollvekjandi mystería þar sem hin breska Rebecca Hall fer á kostum. Gagnrýni 5. október 2021 14:00
Útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson er látinn Guðni Már Henningsson útvarpsmaður er látinn, 69 ára að aldri. Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2 og samstarfsmaður Guðna Más til margra ára, greindi frá láti hans í Popplandi á Rás 2 í hádeginu. Menning 5. október 2021 13:29
Erfiðast fyrir loðboltana að stíga fram Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þar fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða Lífið 5. október 2021 12:00
HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. Viðskipti innlent 5. október 2021 11:28
Heildarlaunagreiðslur dregist saman um 40 prósent á tólf árum Heildarlaunagreiðslur í atvinnugreinum menningar hafa dregist saman um 40% á árunum 2008 til 2020 og 25% samdráttur mælst í fjölda starfandi. Viðskipti innlent 5. október 2021 10:26
HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon HBO birti í morgun stutta stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem frumsýndir verða á næsta ári. Bíó og sjónvarp 5. október 2021 09:46
Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. Erlent 5. október 2021 09:33
Kvikmynda- og þáttagerð í Hollywood gæti stöðvast Nær öll kvikmynda- og þáttagerð í Bandaríkjunum gæti stöðvast komi til verkfalls fleiri en 50.000 starfsmanna í kvikmyndabransanum. Stéttarfélag þeirra samþykkti vinnustöðvun sem gæti orðið sú stærsta frá því í síðari heimstyrjöldinni. Viðskipti erlent 4. október 2021 23:21
Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. Erlent 4. október 2021 16:53
Sértrúarsöfnuður og skuggalegt mótorhjólagengi í nýrri stiklu fyrir Ófærð 3 Í stiklu fyrir þriðju þáttaröðina af Ófærð má sjá lögregluteymið Andra og Hinriku taka höndum saman að nýju við rannsókn á flóknu morðmáli í samstarfi við Trausta, yfirmann Andra. Bíó og sjónvarp 4. október 2021 16:46
Possimiste sigrar í European Emerging Bands keppninni European Emerging Bands Contest er hljómsveitakeppni þar sem leitað er að efnilegustu evrópsku hljómsveitunum. Búið er að birta sex sigurvegara keppninnar, og er ein þeirra Possimiste, en hún hefur búið á Íslandi síðustu tíu ár. Albumm 4. október 2021 15:40
Dorrit keypti tíu verk Sunnevu á einu bretti „Þeir sem misstu af tækifærinu þurfa bara að bíða, því ég er bara rétt að byrja.“ segir listakonan Sunneva Ása Weisshappel á Facebook síðu sinni. Lífið 4. október 2021 15:21
RAX Augnablik valinn Menningarþáttur ársins á Eddunni Þátturinn RAX Augnablik vann í gær til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins. Menning 4. október 2021 13:22
Upplifunarverk fyrir yngstu leikhúsgestina þar sem öll skynfæri eru virkjuð „Tjaldið er fyrir allra yngstu leikhúsgestina og er ætlað börnum þriggja mánaða til þriggja ára. Verkið er vandað og metnaðarfullt og því munu foreldrar og eldri systkini njóta þess að koma með líka,“ segir Agnes Wild leikstjóri barnaverksins Tjaldið. Menning 4. október 2021 12:08
Heiðarleg kósýkvöld með hollara snakki Heilsuvara vikunnar á Vísi er Good & Honest Samstarf 4. október 2021 08:51
Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. Atvinnulíf 4. október 2021 07:00
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Erlent 3. október 2021 22:55
Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. Bíó og sjónvarp 3. október 2021 21:57
Segir Thicke hafa káfað á sér við tökur myndbands Blurred Lines Fyrirsætan Emily Ratajkowski segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Í nýrri bók segir hún Thicke hafa gripið um ber brjóst hennar. Erlent 3. október 2021 11:50