Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2022 14:30 The Weeknd á tónleikum í Kanada í síðasta mánuði. AP/Darryl Dyck Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir. Hann sneri þó aftur á svið og sagðist vera miður sín yfir því að geta ekki gefið þeim þá tónleika sem þau áttu skilið. „Ég vil biðja ykkur afsökunar. Ég veit ekki hvað var að gerast þegar ég öskraði, en ég missti röddina,“ sagði hann samkvæmt frétt Yahoo. „Þetta er að gera út af við mig. Ég vil ekki hætta en ég get ekki gefið ykkur þá tónleika sem ég vil gefa ykkur.“ Tesfaye sagði að allir myndu fá endurgreitt og að hann myndi halda aðra tónleika í Los Angeles um leið og hann gæti. Hann ítrekaði það svo á Twitter. pic.twitter.com/wJ73kRWxRC— The Weeknd (@theweeknd) September 4, 2022 Yahoo segir tónleikagesti hafa verið óvissa um hvað hann hefði sagt og hvort það hefði mögulega verið hluti af sýningunni. Um tveimur mínútum eftir að Tesfaye steig af sviðinu var hins vegar kveikt á ljósunum og fólki varð ljóst að tónleikarnir væru búnir. Myndbönd af atvikinu og útskýringu Tesfaye má sjá hér að neðan. Wow The Weeknd just cancelled his show after losing his voice three songs in. pic.twitter.com/0PHy5CtDOp— (@MichaeliaSwinb5) September 4, 2022 The Way He Had Too Run Off Stage @theweeknd #GetWellSoonAbel #WeLoveYouAbel #AfterHoursTilDawnTour pic.twitter.com/lZbjuIj0d0— Problematic Rich (@ProblematicRich) September 4, 2022 Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hann sneri þó aftur á svið og sagðist vera miður sín yfir því að geta ekki gefið þeim þá tónleika sem þau áttu skilið. „Ég vil biðja ykkur afsökunar. Ég veit ekki hvað var að gerast þegar ég öskraði, en ég missti röddina,“ sagði hann samkvæmt frétt Yahoo. „Þetta er að gera út af við mig. Ég vil ekki hætta en ég get ekki gefið ykkur þá tónleika sem ég vil gefa ykkur.“ Tesfaye sagði að allir myndu fá endurgreitt og að hann myndi halda aðra tónleika í Los Angeles um leið og hann gæti. Hann ítrekaði það svo á Twitter. pic.twitter.com/wJ73kRWxRC— The Weeknd (@theweeknd) September 4, 2022 Yahoo segir tónleikagesti hafa verið óvissa um hvað hann hefði sagt og hvort það hefði mögulega verið hluti af sýningunni. Um tveimur mínútum eftir að Tesfaye steig af sviðinu var hins vegar kveikt á ljósunum og fólki varð ljóst að tónleikarnir væru búnir. Myndbönd af atvikinu og útskýringu Tesfaye má sjá hér að neðan. Wow The Weeknd just cancelled his show after losing his voice three songs in. pic.twitter.com/0PHy5CtDOp— (@MichaeliaSwinb5) September 4, 2022 The Way He Had Too Run Off Stage @theweeknd #GetWellSoonAbel #WeLoveYouAbel #AfterHoursTilDawnTour pic.twitter.com/lZbjuIj0d0— Problematic Rich (@ProblematicRich) September 4, 2022
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira