Landsmenn þekkja Má ýmist fyrir sund eða söng, nú eða söng á sundlaugarbakkanum. Í dag birti Már myndband á Tiktok þar sem hann hefur fundið nýja áskorun til þess að yfirstíga, hann athugar hvort blindur maður geti flogið flugvél.
Í myndbandinu má sjá Má sitja inni í flugklefa, tilbúinn fyrir flugtak, hann segir reynda flugmenn vera honum til halds og trausts.
Flugferðin virðist ganga vel að mestu en þó eitthvað bras við lendingu.
„Þá vitum við það að blindur einstaklingur getur svo sannarlega flogið þotu bara með smá aðstoð en þetta var allt saman að sjálfsögðu tekið upp og framkvæmt í öruggu umhverfi í flughermi í æfingaraðstöðu hjá Icelandair,“ segir Már í lok myndbandsins.
Myndbandið má sjá hér að ofan.