Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í fimmtánda skiptið í Reykjavík í næstu viku. Pan Thorarensen hefur staðið að hátíðinni frá upphafi sem fyrst var haldin á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls, síðan í Berlín og svo loksins í Reykjavík. Tónlist 30. ágúst 2024 09:30
Orðið ljóst hvaða svissneska borg mun hýsa Eurovision í maí Eurovision-keppnin mun fara fram í svissnesku borginni Basel í maí á næsta ári. Lífið 30. ágúst 2024 08:37
Starmer sagður hafa látið fjarlægja málverk af Thatcher Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið fjarlægja málverk af Margaret Thatcher heitinni úr Downing-stræti 10. Þetta segir Tom Baldwin, sem skráir ævisögu Starmer. Erlent 30. ágúst 2024 08:02
Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Morrisey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Smiths, fullyrðir að Johnny Marr, fyrrverandi hljómsveitarfélagi sinn, hafi hunsað tilboð um að bandið kæmi aftur saman á tónleikaferðalagi um heiminn. Grunnt hefur verið á því góða hjá Morrisey og Marr í gegnum tíðina. Tónlist 29. ágúst 2024 23:10
Flóni er einhleypur Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson sem betur er þekktur sem Flóni er einhleypur. Hann og barnsmóðir hans Hrafnkatla Unnarsdóttir hafa haldið hvort í sína áttina eftir þriggja ára samband. Lífið 29. ágúst 2024 19:30
Lymskuleg skot Love Island stjörnu Love Island stjörnurnar Matilda Draper og Sean Stone eru hætt saman. Örfáum klukkustundum eftir að hafa opinberað það skýtur Matilda lymskulega á sinn fyrrverandi á samfélagsmiðlum í gegnum eigin reikninga og reikninga vinkvenna sinna. Lífið 29. ágúst 2024 16:34
Ekki einu sinni götusópararnir finna símann Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu. Lífið 29. ágúst 2024 15:05
Sver af sér ásakanir um framhjáhald Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tommy Fury segir ásakanir þess efnis sem birst hafa á samfélagsmiðlum um að hann hafi haldið framhjá fyrrverandi kærustu sinni Molly-Mae Hague hryllilegar. Hann segir síðustu vikur hafa tekið gríðarlega á sig. Lífið 29. ágúst 2024 13:35
Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. Erlent 29. ágúst 2024 11:18
Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. Menning 29. ágúst 2024 07:14
Ældi næstum úr stressi á Cannes Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael. Bíó og sjónvarp 29. ágúst 2024 07:01
Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. Lífið 28. ágúst 2024 20:06
Að skilja eða skilja ekki erlenda gesti? Sumir myndu kannski segja sem svo: „Það fer í taugarnar á mér þegar fólk alhæfir um menningu þjóða. Það er ekki hægt að alhæfa svona um margar milljónir manna sem eiga það eitt sameiginlegt að lifa á sama stað. Það er fordómafullt.” Ef þetta er skoðun þín þá má velta því fyrir sér hvort að hún feli ekki einmitt í sér alhæfingu! Skoðun 28. ágúst 2024 17:30
Styttur af Bakkabræðrum afhjúpaðar á Dalvík Styttur af Bakkabræðrunum þeim Gísla, Eiríki og Helga voru afhjúpaðar í morgun á göngustíg ofan Dalvíkur af nemendum Dalvíkurskóla. Ástæðan er sú að bræðurnir voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal en skemmtilegu sögurnar af þeim bræðrum þekkja flestir. Innlent 28. ágúst 2024 17:06
Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á. Tónlist 28. ágúst 2024 15:12
Bjöllutromma og krikketkylfa: Erjurnar sem bundu enda á Oasis Líklega eru frægustu erjur veraldar nú að baki, erjurnar á milli Oasis bræðranna Liam og Noel Gallagher sem hafa nú ákveðið að snúa aftur á sviðið fimmtán árum eftir að bræðurnir héldu hvor í sína áttina. Fáar erjur eru eins skrautlegar þar sem bjöllutrommur, krikketkylfur og óhófleg áfengisdrykkja koma við sögu. Lífið 28. ágúst 2024 11:12
Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pje, var orðinn þreyttur á hversdagsleika skrifstofustarfsins var í tilefni af því nýverið að senda frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist Dulræn atferlismeðferð. Tónlist 28. ágúst 2024 07:01
Myndaveisla: Rauður dregill og troðfullt hús á Ljósbroti Það var líf og fjör í Egilshöllinni í gærkvöldi þegar kvikmyndin Ljósbrot var frumsýnd. Rauður dregill tók á móti gestum, margt var um manninn og fólk úr menningarlífi landsins lét sig ekki vanta. Bíó og sjónvarp 27. ágúst 2024 17:03
Einlægt augnablik GDRN og Flóna Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Lífið 27. ágúst 2024 15:01
Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Tónlistarkonan og nýkrýnda popp prinsessan Charlie XCX hefur sjaldan verið vinsælli og platan hennar Brat var að mati margra stærsta popp plata sumarsins. Hún er því á margra vörum og hafa meðal annars komið upp slúðursagnir að eitt lag af plötunni sé um Taylor Swift. Tónlist 27. ágúst 2024 13:32
Snerting hlaut eftirsótt verðlaun Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur hlotið hin eftirsóttu Roger Ebert Golden Thumb verðlaun fyrir kvikmyndina Snertingu. Bíó og sjónvarp 27. ágúst 2024 12:40
Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. Tónlist 27. ágúst 2024 07:53
Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans. Tónlist 27. ágúst 2024 07:00
Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Það var gríðarlegt fjör í bílakjallara Grósku á Menningarnótt á viðburðinum Rvk X. Samanlagt mættu um 1100 gestir. Tíska og hönnun 26. ágúst 2024 20:02
Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Í síðastliðinni viku birtu útflutningsskrifstofur Norðurlandanna lista yfir þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Gabríel Ólafsson og Klaudia Gawryluk hljóta þessa viðurkenningu frá Íslandi í ár. Tónlist 26. ágúst 2024 16:51
Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Tónlistarmaðurinn sívinsæli Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér í pistlinum. Lagið er úr nýju íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar en Helgi fer einmitt með hlutverk í henni. Tónlist 26. ágúst 2024 14:46
Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Tónlistarkonan og rísandi stjarnan Chappell Roan hefur átt viðburðaríkt sumar og er í dag ein vinsælasta tónlistarkona í heimi með smelli á borð við Good luck babe og Hot to go. Velgengnin og frægðin sem henni fylgir er þó ekki alltaf tekin út með sældinni. Tónlist 26. ágúst 2024 14:02
Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. Lífið 26. ágúst 2024 13:01
Aron Can með stóra tónleika erlendis Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. Tónlist 26. ágúst 2024 10:25
Alien Romulus: Ungmenna Alien Þrátt fyrir misjafnar viðtökur áhorfenda á síðustu tveimur Alien-myndum eru þau hjá 20th Century (Fox) hvergi að baki dottin og hafa nú sent frá sér nýja mynd í Alien-bálknum, Alien: Romulus. Endurnýjunin er töluverð; nýr leikstjóri, leikarar og höfundar. Gagnrýni 25. ágúst 2024 10:43