80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands. Lífið 7. apríl 2025 20:04
Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með. Lífið 7. apríl 2025 14:51
Trommari Blondie er fallinn frá Bandaríski tónlistarmaðurinn Clem Burke, trommari sveitarinnar Blondie, er látinn, sjötugur að aldri. Lífið 7. apríl 2025 14:01
Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Það var sannarlega líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur um helgina þar sem allir helstu hönnuðir og listamenn landsins stóðu fyrir ýmsum sýningaropnunum í tilefni af Hönnunarmars. Borgin iðaði af menningu og gleði og fjöldi fólks tók púlsinn á listasenunni. Tíska og hönnun 7. apríl 2025 13:30
Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman. Lífið 7. apríl 2025 10:14
Hann breytti öllu – og gerði það með háði Það eru fáir einstaklingar sem hafa haft jafndjúp og margræð áhrif á íslenska menningu og listalíf og Magnús Þór Jónsson – Megas. Nú þegar hann fagnar 80 ára afmæli sínu ber að staldra við og virða fyrir sér þá arfleifð sem hann hefur skilið eftir sig: óhefðbundna og stundum óþægilega spegilmynd af sjálfsímynd þjóðarinnar. Skoðun 7. apríl 2025 08:32
Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Hljómsveitin Geðbrigði bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Í öðru sæti var hljómsveitin j. bear & the cubs og í því þriðja var Big Band Eyþórs. Atriðið sem vann símakosninguna var hljómsveitin Rown, og fékk hún fyrir vikið nafnbótina hljómsveit fólksins. Lífið 6. apríl 2025 23:03
Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Formaður Rithöfundarsambands Íslands segir verk íslenskra höfunda meðal þeirra sem Meta hlóð niður af sjóræningjasíðu til að þjálfa gervigreind sína. Sambandið sé nú að skoða næstu skref í samstarfi við evrópsk höfundasamtök Innlent 6. apríl 2025 17:20
Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015. Erlent 6. apríl 2025 14:38
Laufey sendir lekamönnum tóninn Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“ Lífið 6. apríl 2025 11:15
Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu. Lífið 6. apríl 2025 10:31
Allt að vinna, engu að tapa! Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Skoðun 5. apríl 2025 17:00
„Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. Lífið 5. apríl 2025 15:29
Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans. Lífið 5. apríl 2025 08:29
Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Það er eitthvað sérstakt við óperusöngvara. Þeir eru ekki bara listamenn – þeir eru hávaðamenn með diplómu. Þeir mæta inn í herbergi og það fyllist af nærveru, ilmvatni og örlitlum hroka sem festist í loftinu eins og þykkur rjómi. Gagnrýni 5. apríl 2025 07:03
Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Lífið 4. apríl 2025 13:03
Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Einn svakalegasti tónlistarviðburður seinni ára fer fram í N1 höllinni í Reykjavík þann 20. september þegar 80´s og 90´s tónlist mun hljóma í lifandi útsetningu nokkurra frægra erlendra listamanna, innlendra og erlendra plötusnúða og íslensku hljómsveitarinnar Steed Lord með Svölu Björgvins í fararbroddi. Lífið samstarf 4. apríl 2025 10:44
Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. Lífið 4. apríl 2025 10:18
Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á íslensku. Lífið 4. apríl 2025 10:00
Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Leikin endurgerð Mjallhvítar skortir allt sem gerði teiknimyndina að meistaraverki. Fallegur ævintýraheimur, grípandi lög og húmor eru hvergi sjáanleg. Búið er að vinda alla sál úr sögunni og eftir stendur áferðarljót gervileg eftirlíking. Gagnrýni 4. apríl 2025 07:11
Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Alls bárust 28 umsóknir um stöðu dagskrárstjóra hjá RÚV. Fjórir drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Meðal umsækjenda er Margrét Jónasdóttir starfandi dagskrárstjóri og Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Innlent 3. apríl 2025 18:47
Rislítil ástarsaga Sýningin Fjallabak byggir á hinni stórkostlegu bíómynd Brokeback Mountain sem sló í gegn árið 2005 með stórleikurunum Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Myndin tapaði í baráttunni um Óskarinn fyrir myndinni Crash (sem er flestum gleymd) en Brokeback Mountain hefur lifað áfram bæði sem ópera (já, sem ópera) og nú sem leiksýning. Gagnrýni 3. apríl 2025 07:12
Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar „Þetta er minn hægri fótur og vinstri hönd, klárt mál, hefur veitt mér mikla ánægju, haldið fyrir mér vöku og allt þar á milli,“ segir myndlistarmaðurinn Árni Már sem hefur rekið Gallery Port frá því það var stofnað fyrir níu árum. Það má segja að Árni þekki flest allar hliðar myndlistarsenunnar hérlendis og heldur stöðugt áfram að feta ótroðnar slóðir. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Menning 2. apríl 2025 20:02
Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Þakið ætlaði að rifna af Fossvogsskóla í dag þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt. Þriðju og fjórðu bekkingar dönsuðu og sungu hástöfum með laginu og ekki ólíklegt að krakkarnir hafi fengið hlaupasting, sem er einmitt nafnið á laginu. Tónlist 2. apríl 2025 19:21
Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd David Fincher mun leikstýra framhaldi Tarantino-myndarinnar Once Upon a Time in Hollywood fyrir Netflix. Tarantino skrifar sjálfur handritið og snýr Brad Pitt aftur sem áhættuleikarinn Cliff Booth. Lífið 2. apríl 2025 14:02
Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Í samfélagi sem ýtir okkur sífellt til að vera hraðari og afkastameiri er auðvelt að gleyma því að tíminn sjálfur breytist ekki, það er upplifunin sem sveiflast,“ segir hönnuðurinn Viktor Weisshappel sem opnar klukkusýningu á Prikinu í tilefni af Hönnunarmars. Hátíðin hefst með pompi og prakt í dag. Menning 2. apríl 2025 14:00
Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. Lífið 2. apríl 2025 10:51
Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel. Tónlist 2. apríl 2025 10:25
Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðið fimmtudagskvöld þegar finnska rómantíska gamanmyndin Fimmtudagurinn langi var frumsýnd. Mika Kaurismaki, leikstjóri myndarinnar, lét sig ekki vanta og var viðstaddur frumsýninguna. Lífið 2. apríl 2025 09:02
„Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ „Ég er enn í dag alltaf að nota verkfæri sem pabbi minn átti. Mér finnst mjög gaman núna að tengja svona mikið við hann í því sem ég er að gera,“ segir hönnuðurinn og listakonan Salóme Hollanders. Hún hefur komið víða við í listheiminum, fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuumslag, hannað listaverkaspegla sem hafa slegið í gegn og sett upp fjölda sýninga. Blaðamaður ræddi við hana á djúpum nótum um lífið og listina. Menning 2. apríl 2025 07:01