Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Skelfilega lágar tölur

Konur íslenskrar tónlistarmenningar koma Shesaid.so samfélaginu á laggirnar á Íslandi. Konurnar sem standa á bak við opnun Shesaid á íslandi eru þær Kim Wagenaar, Hrefna Helgadóttir, Anna Jóna Dungal og Kelechi Amadi.

Tónlist
Fréttamynd

Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í bráð

Söngkonan Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í náinni framtíð í viðtali Graham Norton. Hún gaf nýlega út plötuna Midnight sem sló öll met á Spotify og varð mest spilaða platan á einum degi. Myndband við eitt laganna á plötunni hefur þó verið umdeilt og talið ýta undir fitufordóma.

Lífið
Fréttamynd

Stuðmenn koma fram á Rökkvunni á Garðatorgi

Föstudagskvöldið 28. október fer fram ný hátíð, Rökkvan, á Garðatorgi í Garðabæ. Ungir listamenn í bænum fengu tækifæri til að skipuleggja hátíðina í samvinnu við menningarfulltrúa bæjarins og einkennist hátíðin því af þátttöku og hugmyndum ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár

Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 

Lífið
Fréttamynd

Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið

KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK.

Tónlist
Fréttamynd

Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu.

Lífið
Fréttamynd

Kópa­vogur verður ekki Menningar­borg Evrópu 2028

Ljóst er að Kópavogur verður ekki Menningarborg Evrópu árið 2028. Þetta varð ljóst í morgun þegar bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti með fimm atkvæðum að „ekki [væri] tímabært að taka þátt í verkefninu Menningarborg Evrópu að þessu sinni“.

Menning
Fréttamynd

Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi

„Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. 

Lífið
Fréttamynd

Ævi­saga „vara­skeifunnar“ kemur út 10. janúar

Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Lífið
Fréttamynd

Kvikmyndagerð í úlfakreppu

Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim

Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu

Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

Menning
Fréttamynd

Pottaplöntufólk ekki leiðinlegt

„Pottaplöntur laða það besta fram í fólki. Það er leitun að pottaplöntufólki sem er leiðinlegt. Því fylgir ánægja að horfa á eitthvað vaxa og lykillinn að lífinu er að finna sér eitthvað til þess að sinna. Það er sniðugt að gefa pottaplöntur í gjöf, þær endast lengur en blómvöndur og veita viðtakandanum líka ánægjuna af því að fá að dúllast við eitthvað sem vinir hafa lagt honum til,“ segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur en bók hans Allt í blóma kom út í vor.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég myndi aldrei láta það uppi“

Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni.

Menning
Fréttamynd

Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar

Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum.

Lífið
Fréttamynd

Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist

Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.

Tónlist