„Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:20 Rakel Tómas opnar sýninguna Möguleikar á morgun. Vísir/Vilhelm „Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi,“ segir listakonan Rakel Tómas um sýninguna Möguleikar sem hún opnar á morgun á Tíu sopum. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Rakel Tómas segist alltaf reyna að finna leiðir til að koma hugsunum sínum á blað, í myndum frekar en orðum. Þessa dagana eru misflókin völundarhús lýsandi fyrir allt sem á gengur í hausnum á henni og því lá beint við að halda sýningu með völundarhúsum lögðum yfir teikningar af líkömum og umhverfi þeirra. Rakel Tómas fór í gegnum erfitt tímabil og vann sig út úr því með því að teikna.Aðsend Djúp skömm og kvíði kveiktu á listrænum lausnum „Hugmyndin að verkunum varð til fyrr á þessu ári þegar ég var, því miður, í djúpri skömm og kvíða sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr,“ segir Rakel og bætir við: „Smá klisja að hugmyndin hafi orðið til í svona miklu þroti, ég er almennt ekki mjög þjáður listamaður, en í þetta skipti var það bara þannig. Ég var að reyna að hugsa mig út úr vandamálinu og því meira sem ég hugsaði því flóknara varð það. Svo mundi ég að ég kynni að teikna og ákvað að gera það í staðinn. Þetta litla „dramakast“ leystist því mjög fljótt og auðveldlega. Eftir stóð þó þessi hugmynd sem vatt upp á sig. Það er mjög gaman að teikna alls konar aðstæður, tímabil eða jafnvel samræður upp sem völundarhús og það hef ég gert síðan.“ Rakel segir forréttindi að geta upplifað valkvíða og hún ætli að reyna að njóta þess að vera í augnablikinu.Aðsend Rétta leiðin sjaldan sú skemmtilegasta Sum völundarhúsin eru huglæg en önnur sýna raunverulegar leiðir á milli staða eða inni í rýmum. Öll tákna þau þó eitthvað að sögn Rakelar og skilaboðin eru yfirleitt í eyðunum og því sem er ósagt látið. „Verkið í þessari seríu sem lýsir konseptinu best er völundarhús með beinni leið í gegn, en flóknar leiðir allt í kring. Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi. Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta og kannski er allt í lagi að eyða smá tíma á blindgötum. Stundum er allt í lagi að njóta bara augnabliksins og gera eitthvað skemmtilegt, þó svo að það þjóni engum tilgangi í stóra samhenginu.“ Sýningin ber yfirskriftina möguleikar en Rakel er að eigin sögn meðvituð um þau forréttindi sem framboð ólíkra leiða í lífinu séu í raun. „Valkvíðinn minn er auðvitað lúxusvandamál. Ég reyni því að staldra við og vera þakklát fyrir það að geta raunverulega valið hvert ég vil fara í lífinu, það er ekki á allra færi.“ Sýningin Möguleikar opnar sem áður segir á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:00. Hún er til húsa í Vínstúkunni Tíu sopum, Laugavegi 27, og stendur yfir í tvær vikur. Rakel Tómasdóttir var viðmælandi í þáttunum Kúnst á Vísi í fyrra. Hér má sjá viðtalið: Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rakel Tómas segist alltaf reyna að finna leiðir til að koma hugsunum sínum á blað, í myndum frekar en orðum. Þessa dagana eru misflókin völundarhús lýsandi fyrir allt sem á gengur í hausnum á henni og því lá beint við að halda sýningu með völundarhúsum lögðum yfir teikningar af líkömum og umhverfi þeirra. Rakel Tómas fór í gegnum erfitt tímabil og vann sig út úr því með því að teikna.Aðsend Djúp skömm og kvíði kveiktu á listrænum lausnum „Hugmyndin að verkunum varð til fyrr á þessu ári þegar ég var, því miður, í djúpri skömm og kvíða sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr,“ segir Rakel og bætir við: „Smá klisja að hugmyndin hafi orðið til í svona miklu þroti, ég er almennt ekki mjög þjáður listamaður, en í þetta skipti var það bara þannig. Ég var að reyna að hugsa mig út úr vandamálinu og því meira sem ég hugsaði því flóknara varð það. Svo mundi ég að ég kynni að teikna og ákvað að gera það í staðinn. Þetta litla „dramakast“ leystist því mjög fljótt og auðveldlega. Eftir stóð þó þessi hugmynd sem vatt upp á sig. Það er mjög gaman að teikna alls konar aðstæður, tímabil eða jafnvel samræður upp sem völundarhús og það hef ég gert síðan.“ Rakel segir forréttindi að geta upplifað valkvíða og hún ætli að reyna að njóta þess að vera í augnablikinu.Aðsend Rétta leiðin sjaldan sú skemmtilegasta Sum völundarhúsin eru huglæg en önnur sýna raunverulegar leiðir á milli staða eða inni í rýmum. Öll tákna þau þó eitthvað að sögn Rakelar og skilaboðin eru yfirleitt í eyðunum og því sem er ósagt látið. „Verkið í þessari seríu sem lýsir konseptinu best er völundarhús með beinni leið í gegn, en flóknar leiðir allt í kring. Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi. Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta og kannski er allt í lagi að eyða smá tíma á blindgötum. Stundum er allt í lagi að njóta bara augnabliksins og gera eitthvað skemmtilegt, þó svo að það þjóni engum tilgangi í stóra samhenginu.“ Sýningin ber yfirskriftina möguleikar en Rakel er að eigin sögn meðvituð um þau forréttindi sem framboð ólíkra leiða í lífinu séu í raun. „Valkvíðinn minn er auðvitað lúxusvandamál. Ég reyni því að staldra við og vera þakklát fyrir það að geta raunverulega valið hvert ég vil fara í lífinu, það er ekki á allra færi.“ Sýningin Möguleikar opnar sem áður segir á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:00. Hún er til húsa í Vínstúkunni Tíu sopum, Laugavegi 27, og stendur yfir í tvær vikur. Rakel Tómasdóttir var viðmælandi í þáttunum Kúnst á Vísi í fyrra. Hér má sjá viðtalið:
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira