„Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:20 Rakel Tómas opnar sýninguna Möguleikar á morgun. Vísir/Vilhelm „Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi,“ segir listakonan Rakel Tómas um sýninguna Möguleikar sem hún opnar á morgun á Tíu sopum. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Rakel Tómas segist alltaf reyna að finna leiðir til að koma hugsunum sínum á blað, í myndum frekar en orðum. Þessa dagana eru misflókin völundarhús lýsandi fyrir allt sem á gengur í hausnum á henni og því lá beint við að halda sýningu með völundarhúsum lögðum yfir teikningar af líkömum og umhverfi þeirra. Rakel Tómas fór í gegnum erfitt tímabil og vann sig út úr því með því að teikna.Aðsend Djúp skömm og kvíði kveiktu á listrænum lausnum „Hugmyndin að verkunum varð til fyrr á þessu ári þegar ég var, því miður, í djúpri skömm og kvíða sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr,“ segir Rakel og bætir við: „Smá klisja að hugmyndin hafi orðið til í svona miklu þroti, ég er almennt ekki mjög þjáður listamaður, en í þetta skipti var það bara þannig. Ég var að reyna að hugsa mig út úr vandamálinu og því meira sem ég hugsaði því flóknara varð það. Svo mundi ég að ég kynni að teikna og ákvað að gera það í staðinn. Þetta litla „dramakast“ leystist því mjög fljótt og auðveldlega. Eftir stóð þó þessi hugmynd sem vatt upp á sig. Það er mjög gaman að teikna alls konar aðstæður, tímabil eða jafnvel samræður upp sem völundarhús og það hef ég gert síðan.“ Rakel segir forréttindi að geta upplifað valkvíða og hún ætli að reyna að njóta þess að vera í augnablikinu.Aðsend Rétta leiðin sjaldan sú skemmtilegasta Sum völundarhúsin eru huglæg en önnur sýna raunverulegar leiðir á milli staða eða inni í rýmum. Öll tákna þau þó eitthvað að sögn Rakelar og skilaboðin eru yfirleitt í eyðunum og því sem er ósagt látið. „Verkið í þessari seríu sem lýsir konseptinu best er völundarhús með beinni leið í gegn, en flóknar leiðir allt í kring. Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi. Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta og kannski er allt í lagi að eyða smá tíma á blindgötum. Stundum er allt í lagi að njóta bara augnabliksins og gera eitthvað skemmtilegt, þó svo að það þjóni engum tilgangi í stóra samhenginu.“ Sýningin ber yfirskriftina möguleikar en Rakel er að eigin sögn meðvituð um þau forréttindi sem framboð ólíkra leiða í lífinu séu í raun. „Valkvíðinn minn er auðvitað lúxusvandamál. Ég reyni því að staldra við og vera þakklát fyrir það að geta raunverulega valið hvert ég vil fara í lífinu, það er ekki á allra færi.“ Sýningin Möguleikar opnar sem áður segir á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:00. Hún er til húsa í Vínstúkunni Tíu sopum, Laugavegi 27, og stendur yfir í tvær vikur. Rakel Tómasdóttir var viðmælandi í þáttunum Kúnst á Vísi í fyrra. Hér má sjá viðtalið: Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Rakel Tómas segist alltaf reyna að finna leiðir til að koma hugsunum sínum á blað, í myndum frekar en orðum. Þessa dagana eru misflókin völundarhús lýsandi fyrir allt sem á gengur í hausnum á henni og því lá beint við að halda sýningu með völundarhúsum lögðum yfir teikningar af líkömum og umhverfi þeirra. Rakel Tómas fór í gegnum erfitt tímabil og vann sig út úr því með því að teikna.Aðsend Djúp skömm og kvíði kveiktu á listrænum lausnum „Hugmyndin að verkunum varð til fyrr á þessu ári þegar ég var, því miður, í djúpri skömm og kvíða sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr,“ segir Rakel og bætir við: „Smá klisja að hugmyndin hafi orðið til í svona miklu þroti, ég er almennt ekki mjög þjáður listamaður, en í þetta skipti var það bara þannig. Ég var að reyna að hugsa mig út úr vandamálinu og því meira sem ég hugsaði því flóknara varð það. Svo mundi ég að ég kynni að teikna og ákvað að gera það í staðinn. Þetta litla „dramakast“ leystist því mjög fljótt og auðveldlega. Eftir stóð þó þessi hugmynd sem vatt upp á sig. Það er mjög gaman að teikna alls konar aðstæður, tímabil eða jafnvel samræður upp sem völundarhús og það hef ég gert síðan.“ Rakel segir forréttindi að geta upplifað valkvíða og hún ætli að reyna að njóta þess að vera í augnablikinu.Aðsend Rétta leiðin sjaldan sú skemmtilegasta Sum völundarhúsin eru huglæg en önnur sýna raunverulegar leiðir á milli staða eða inni í rýmum. Öll tákna þau þó eitthvað að sögn Rakelar og skilaboðin eru yfirleitt í eyðunum og því sem er ósagt látið. „Verkið í þessari seríu sem lýsir konseptinu best er völundarhús með beinni leið í gegn, en flóknar leiðir allt í kring. Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi. Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta og kannski er allt í lagi að eyða smá tíma á blindgötum. Stundum er allt í lagi að njóta bara augnabliksins og gera eitthvað skemmtilegt, þó svo að það þjóni engum tilgangi í stóra samhenginu.“ Sýningin ber yfirskriftina möguleikar en Rakel er að eigin sögn meðvituð um þau forréttindi sem framboð ólíkra leiða í lífinu séu í raun. „Valkvíðinn minn er auðvitað lúxusvandamál. Ég reyni því að staldra við og vera þakklát fyrir það að geta raunverulega valið hvert ég vil fara í lífinu, það er ekki á allra færi.“ Sýningin Möguleikar opnar sem áður segir á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:00. Hún er til húsa í Vínstúkunni Tíu sopum, Laugavegi 27, og stendur yfir í tvær vikur. Rakel Tómasdóttir var viðmælandi í þáttunum Kúnst á Vísi í fyrra. Hér má sjá viðtalið:
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira