Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Maradona vill Mascherano sem fyrirliða

    Diego Maradona var í kvöld opinberlega kynntur sem nýr þjálfari landsliðs Argentínu. Carlos Bilardo, sem var þjálfari þegar Maradona lyfti heimsmeistarabikarnum 1986, verður aðstoðarmaður hans.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool jafnaði í viðbótartíma - Chelsea tapaði

    Seinni umferðin í riðlum A-D í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld. Chelsea gerði ekki góða ferð til Rómar og lenti þremur mörkum undir áður en John Terry minnkaði muninn. Deco fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool undir í hálfleik

    Kominn er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool er að tapa 0-1 fyrir Atletico Madrid en Maxi Rodriguez skoraði markið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður á bekknum gegn Basel

    Eiður Smári Guðjohnsen er í fyrsta sinn í leikmannahópi Barcelona í kvöld síðan hann meiddist í landsleik Íslands og Makedóníu um miðjan október. Barcelona leikur gegn Basel frá Sviss í Meistaradeildinni og byrjar Eiður á bekknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Torres ekki með gegn Atletico

    Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres leikur ekki með Liverpool gegn sínum fyrrum félögum í Atletico Madrid í kvöld. Meiðsli gera það að verkum að hann er ekki einu sinni á bekknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ben Foster í markið hjá United

    Ben Foster mun leika sinn fyrsta Meistaradeildarleik á morgun þegar hann ver mark Manchester United gegn Celtic í Skotlandi. Edwin van der Sar er hvíldur og ferðast ekki með Evrópumeisturunum yfir til Skotlands.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cole ekki með gegn Roma

    Ashley Cole verður ekki með Chelsea gegn Roma í Meistaradeildinni annað kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í sigri Chelsea á Sunderland um helgina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi tippar á Liverpool

    Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona tippar á að það verði Liverpool sem standi uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu næsta vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez hefur áhyggjur af meiðslum lykilmanna

    Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool var ekki ánægður með 1-1 jafnteflið sem hans menn gerðu við Atletico í Madríd í kvöld. Þá hefur hann áhyggjur af meiðslum nokkurra lykilmanna fyrir mikilvægan leik gegn Chelsea í deildinni um næstu helgi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry: Ég gat ekki einu sinni fagnað

    John Terry fyrirliði Chelsea gat leyft sér að brosa í kvöld eftir að hans menn komu sér í hugguleg mál í Meistaradeildinni með 1-0 sigri á Roma á Stamford Bridge.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atletico og Liverpool skildu jöfn

    Liverpool mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid á útivelli í Meistaradeildinni í kvöld. Á sama tíma vann Chelsea 1-0 sigur á Roma á heimavelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool yfir í hálfleik

    Liverpool hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Atletico Madrid þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mörg Meistaradeildarmet nálægt því að falla

    Flest mörk á einu kvöldi, fljótastur að skora þrennu, sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og næstflest mörk í einum leik. Það voru ófá metin sem voru nálægt því að falla í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Walcott: Erum á flugi

    Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum

    Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markaregn í Meistaradeildinni

    Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Þremur umferðum er nú lokið í helming af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo með en ekki Ferdinand

    Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Manchester United sem er þessa stundina að leika gegn Glasgow Celtic í Meistaradeildinni. Búist var við því að Ronaldo yrði hvíldur í leiknum en svo er ekki.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafntefli í Pétursborg

    Zenit frá Pétursborg og BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tveir stuðningsmenn Juventus létust

    Tveir stuðningsmenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins Juventus létust í umferðarslysi í dag. Þeir voru í rútu sem var á leið á Ólympíuleikvanginn í Tórínó en Juventus tekur á móti Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson gæti hvílt Ronaldo

    Svo gæti farið að Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hvíli Cristiano Ronaldo er United tekur á móti Celtic í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti