Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Eldar og bakar á hverjum degi

"Ég veit fátt betra en að borða, það er mikið áhugamál hjá mér,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, 22 ára gömul Akranesmær, sem vakið hefur mikla athygli fyrir matreiðslublogg sem hún heldur úti.

Matur
Fréttamynd

Eini karl lýðveldisins sem lokið hefur náminu

Guðmundur Finnbogason er eini karl lýðveldisins sem lokið hefur kennaranámi í heimilisfræðum. Hann ákvað að sameina fjölskyldur landsins í eldhúsinu með því að skrifa matreiðslubók handa krökkum.

Matur
Fréttamynd

Harry's vekur athygli

Filippseyski veitingastaðurinn Harry's er umfjöllunarefni blaðamanns The Philippine Star, fréttaveitu Filippseyinga á heimsvísu. Harry's er í öðru sæti yfir bestu veitingastaði borgarinnar á TripAdvisor.

Matur
Fréttamynd

Matardekur Hrefnu

Það er ekki í kot vísað að leggja sér góðgæti Hrefnu Rósu Sætran til munns, en hún kætir munn og maga gesta sinna á Grill- og Fiskmörkuðunum í hjarta Reykjavíkur.

Matur
Fréttamynd

Smoothie að hætti Ebbu

Ebba Guðný Guðmundsdóttir er nýkomin heim frá Frankfurt þar sem hún náði að selja bókina sína Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? til þýsks bókaútgefanda.

Matur
Fréttamynd

Jólakæfa

Þorgerður Sigurðardóttir sendi okkur þessa gómsætu uppskrift að jólakæfu.

Jólin
Fréttamynd

Piparkökuhús

Það eru ekki jól hjá mörgum án þess að piparkökuhús sé bakað.

Jól
Fréttamynd

Alltaf fíkjuábætir á jólunum

Hjá mörgum er mesta tilhlökkunarefni jólanna að njóta veislufanga, enda beinlínis tilskipaður tími til að sleppa sér í lífsins lystisemdum. Á Hótel Holti ríkir skilningur á sætri þörf jólanna og þar eru galdraðar fram ómótstæðilegar unaðskrásir sem sóma sér vel að lokinni máltíð

Jól
Fréttamynd

Rjúpa líka í forrétt

Oddný Elín Magnadóttir, húsfrú á Kambsvegi, segir fjölskyldu sína fólk hefða. Í takt við það hefur hún í tólf ár haft grafna rjúpu í forrétt á aðfangadagskvöld.

Jól
Fréttamynd

Flatkökur

Blandið öllum þurrefnunum saman, setjið heita mjólkina saman við og hrærið í gott deig.

Jólin
Fréttamynd

Gómsætur frómas

Loftur Ólafur Leifsson fékk uppskrift að gómsætum frómas frá tengdamóður sinni fyrir aldarfjórðungi og hefur á þeim tíma gert alls kyns tilraunir á honum.

Jól
Fréttamynd

Hafraský

Þessa uppskrift að „Hafraskýjum" sendi Lára Kristín Traustadóttir okkur.

Jólin
Fréttamynd

Litla góða akurhænan

Akurhænu og granatepla er beggja getið í biblíunni og því við hæfi um jólaleitið. Leifur Kolbeinsson gefur hér uppskrift að akurhænu með gómsætu granatepli.

Jól
Fréttamynd

Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna

Allir í fjölskyldunni geta haft jafn gaman af því að borða og baka góðar smákökur hvort sem þeir eru níu ára eða níutíu og níu. Krakkar í heimilisfræðivali í 9. bekk í Rimaskóla fóru í jólagallan og bökuðu nokkrar fjölskylduvænar smákökusortir fyrir jólin.

Jól
Fréttamynd

Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu

Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson bjuggu í mörg ár á Ítalíu. Sigurjóna segir jólahefðir þar í landi mjög frábrugðnar þeim íslensku en að ítalskir vinir þeirra hafi hrifist af mörgu því sem fjölskyldan gerði fyrir jólin. Til dæmis að baka smákökur, skera út laufabrauð og kveikja á kertum í skammdeginu.

Jól
Fréttamynd

Jólabökur

Ýmis heiti hafa verið notuð á þessar finnsku bökur en eftir að fólkið frá Kirjálahéraði dreifðist um allt Finnland eftir stríð hafa þær gengið undir nafninu Karjalan piirakat eða bökur frá Kirjála. Þær eru bestar volgar og nýbakaðar.

Jólin
Fréttamynd

Engar kaloríur

Margir hafa áhyggjur af kaloríunum sem þeir innbyrða yfir jól og áramót en nú er hægt að gleðjast á ný. Þessar skemmtilegu kaloríureglur hafa gengið manna á milli með tölvupósti undanfarnar vikur og er alveg tilvalið að hafa þær til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir hátíðarnar.

Jól
Fréttamynd

Unaðsleg eplakaka með möndlum

Á veturna þegar kuldi og myrkur færast yfir er fátt sem lætur manni líða jafn vel og ljúffeng og ilmandi eplakaka beint úr ofninum. Með þeyttum rjóma, ískúlum og örlitlum kanil verður úr fullkomin blanda.

Jól
Fréttamynd

Nágrannar skála á torginu

Fram undan eru jól án íslenskra sjónvarpsþula. Margir muna eftir Svölu Arnardóttur með sitt bjarta bros á skjánum á aðfangadagskvöld að óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Nú heldur hún jólin í Þýskalandi ásamt fjölskyldunni en kemur heim fyrir áramótin

Jól