Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Gæsa­húð merki um gott vín

Eitt glæsilegasta vínsafn landsins leynist í sérútbúnum vínkjallara í Kópavogi. Yfir þúsund flöskur eru í kjallaranum í dag en hafa oft verið fleiri, enda ekki keyptar til að vera til sýnis heldur til að njóta.

Lífið
Fréttamynd

Elsta vöru­merki Bret­lands fær nýtt út­lit

Lyle's Golden Syrup hefur tekið til notkunar nýjar umbúðir á vörum sínum. Í stað rotnandi ljónshræs kemur teiknuð mynd af ljóni. Breytingin á þó einungis við sírópið sem fæst í flöskum en sírópsdósirnar vinsælu verða enn með sama útlit.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Blóðsykurshræðsla stýri um­ræðu um mat

Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir.

Innlent
Fréttamynd

Troð­fullt á fermingarkvöldi Hag­kaups

Færri komust að en vildu á fermingarkvöld Hagkaups sem haldið var í Hagkaup Smáralind í gærkvöldi. Á kvöldinu var hægt að kynna sér fjölmargar vörur sem Hagkaup selur fyrir ferminguna, skraut, mat, förðunarvörur og svo mætti lengi telja.

Lífið samstarf
Fréttamynd

For­eldrar þurfi ekki að efast um hafra­grautinn

Meistaranemi í næringarfræði segir margar mýtur í gangi um hollustu hafragrauts. Hún þekki dæmi þess að foreldrar setji þrýsting á leikskólastjóra barna sinna að hætta að bera hann á borð fyrir börnin.

Lífið
Fréttamynd

Guð­dóm­legt hollustunammi fyrir súkkulaðigrísi

Þegar sykurpúkinn bankar upp á er gott að eiga hollari súkkulaðimola í frystinum heilsunnar vegna. Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að sætum bitum sem svala sykurþörfinni með góðri samvisku.

Lífið
Fréttamynd

Saltblár er litur ársins hjá KitchenAid

Þann 8. febrúar síðastliðinn afhjúpaði KitchenAid lit ársins 2024: Blue Salt. Blue Salt eða Saltblár er lillablár litur með hárfínum litaskiptum, rauðleitri perluáferð sem skiptir mjúklega litatónum eftir því hvar ljósið lendir á litnum. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kokkar í Krýsu­vík hjá fyrr­verandi eigin­manni og vini sínum

Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína.

Lífið
Fréttamynd

Vatnsdeigsbollur með hindberja og lakkrísrjómafyllingu

Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa og deilir girnilegri uppskrift af vatnsdeigsbollum með hindberja- og lakkrísrjómafyllingu með lesendum Vísis.

Lífið
Fréttamynd

Ljúffengar pítsur að hætti Ebbu Guð­nýjar

Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Höfðu strax sam­band við birgjana þegar ostafréttirnar bárust

Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensku kokkarnir lönduðu bronsi

Íslenska kokkalandsliðið hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart Þýskalandi. Keppni lauk í gær og voru úrslitin kynnt nú eftir hádegið á lokahátíð leikanna.

Lífið
Fréttamynd

Heitur eplahleifur á köldum þriðju­degi

Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan.

Uppskriftir