Nova klippir kaffiverðið Nova kynnir til leiks KaffiKlipp, nýjasta klippið í FyrirÞig fríðindaklúbbnum þar sem viðskiptavinir Nova geta fengið kaffibollann hjá Te & Kaffi á nánast hálfvirði. Með kaupum á KaffiKlippinu fást fimm kaffibollar og gildir klippið fyrir alla drykki á matseðli, þar á meðal sumardrykki. Lífið samstarf 3. júlí 2024 08:49
Er paprikan mín kvenkyns? Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað? Lífið 2. júlí 2024 21:00
Vænir, grænir og girnilegir matcha-molar að hætti Jönu Heilsukokkurinn og jógakennarinn Jana fer einstakar leiðir í matargerð og eru grænu matcha bitarnir orðnir ákveðið einkenni hennar. Þá hafa þessir grænu bitar Jönu sömuleiðis verið áberandi og ómissandi í skvísuboðum sumarsins. Uppskriftir 1. júlí 2024 14:58
Helmingaði kostnaðinn við matarinnkaup Fanneyju Friðriksdóttur má með réttu kalla hagsýna húsmóður eftir að hafa helmingað kostnað við matarkaup á einum mánuði. Sjónvarpsþættirnir Viltu finna milljón voru innblástur til Fanneyjar sem notaðist við snjallverslun Krónunnar til að kaupa engan óþarfa. Neytendur 1. júlí 2024 08:14
Spænsk sumarveisla að hætti Maríu Gomez María Gomez, matgæðingur og áhrifavaldur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á sólríkum sumardegi. Lífið 28. júní 2024 15:00
Helvítis kokkurinn: Eldbökuð pizzasamloka Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+. Lífið 27. júní 2024 19:15
Sumarleg grillveisla að hætti Lindu Ben Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á í útilegunni í sumar. Lífið 25. júní 2024 15:50
Það má leika sér með matinn Nýjar auglýsingar frá Ella´s Kitchen ganga út á að leyfa börnunum að leika sér með matinn. Lífið samstarf 25. júní 2024 08:49
Helvítis kokkurinn: Fullkominn helvítis hamborgari Helvítis kokkurinn snýr aftur með sjóðheita þáttaröð af gómsætum sumarréttum. Í þessum fyrsta þætti matreiðir Ívar Örn hin fullkomna hamborgara. Lífið 20. júní 2024 19:12
Biðla til veitingamanna að selja ekki lunda Umhverfisstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið biðla til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Innlent 20. júní 2024 10:04
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. Neytendur 18. júní 2024 14:35
Ungbörn sem fá hnetusmjör fái mun síður hnetuofnæmi Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að ungbörn sem fá ekki jarðhnetursmjör á fyrstu fimm árunum séu 71 prósent líklegri til að þróa með sér jarðhnetuofnæmi síðar á lífsleiðinni. Ofnæmislæknir segur Innlent 13. júní 2024 18:20
Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum „Mér finnst þetta merkilegt að við séum komin í svona mikla steinefnaneyslu. Það getur líka verið hættulegt að nota of mikið af steinefnum. Það ruglar í vökvajafnvægi í líkamanum og myndar bjúg og annað.“ Neytendur 13. júní 2024 14:00
Danir höndla ekki kóresku pakkanúðlurnar Dönsk matvælayfirvöld hafa innkallað vörur suðurkóreska fyrirtækisins Samyang sem framleiðir eldheita pakkanúðlurétti undir vörumerkinu Buldak. Viðskipti erlent 12. júní 2024 06:53
Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. Lífið 10. júní 2024 10:48
Sumarlegir og dísætir jarðaberjapinnar að hætti Kristu María Krista Heiðarsdóttir, jafnan þekkt sem Krista ketó, deildi einfaldri og dísætri uppskrift á Instagram að sumarlegum jarðaberja-jógúrtpinnum sem hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarið. Lífið 6. júní 2024 16:00
Írskur matsölustaður hafði betur í vörumerkjadeilum við McDonalds Írska skyndibitakeðjan Supermac hafði betur gegn skyndibitarisanum McDonalds í dómsmáli sem sneri að notkun vörkumerkisins Big Mac. Samkvæmt dóminum má McDonalds ekki nota vörumerkið í tengslum við kjúklingaborgara lengur. Viðskipti erlent 6. júní 2024 14:46
Wolt tekur hlutverk sitt á Íslandi alvarlega Í aðsendri grein á Vísi og aftur á Stöð 2 fjölluðu Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir hjá ASÍ um alvarlegar ásakanir sem beint er að Wolt. Þessum ásökunum getum við ekki látið ósvarað. Skoðun 6. júní 2024 14:31
Einföld ráð til að hlaða batteríin yfir sumarið „Sumarið að mínu mati er tilvalið til þess að núllstilla sig, skapa nýjar og heildrænar venjur sem styðja við heilsuna okkar. Við höfum meiri tíma, rútínan okkar breytist og við ættum að stefna á að hlúa extra vel að okkur og nýta sumarið til þess að hlaða batteríin, segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi With Sara. Lífið 5. júní 2024 07:00
Einir yngstu garðyrkjubændur landsins eru í Norðlingaholti Á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti rækta börnin ýmiskonar grænmeti, kryddjurtir og plöntur í nýju gróðurhúsi. Það sem er ræktað endar á diskum barnanna, sem finnst flestum kálið vera best. Lífið 4. júní 2024 20:01
Sígild hönnun frá Rosti verður 70 ára Frá því Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn hönnuðu Margrétarskálina á 6. áratug síðustu aldar hefur þessi einstaka skál frá Rosti orðið vel þekkt og sígilt vinnutæki í eldhúsum um allan heim. Skálin er nefnd Margrétarskál til heiðurs Margréti Þórhildi II fyrrum Danadrottningar. Lífið samstarf 4. júní 2024 08:33
Kjúklinganaggar hollu stjúpunnar Sunneva Halldórsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum, sem heldur úti Instagram-síðunni Efnasúpan deildi nýverið uppskrift að meinhollum kjúklinganöggum með gómsætu meðlæti með fylgjendum sínum. Lífið 31. maí 2024 14:01
„Tek bara þátt til að vinna“ - Marthe sigraði uppskriftakeppni Bylgjunnar og Gott í matinn Marthe Sördal sigraði uppskriftakeppni Gott í matinn og Bylgjunnar. Hátt í fimmtíu uppskriftir bárust dómnefnd sem átti úr vöndu að velja. Senda mátti inn hverskonar uppskrift, kökur, brauð, eða mataruppskriftir, eina skilyrðið var að uppskriftin innihéldi hráefni frá MS. Lífið samstarf 31. maí 2024 12:01
Ellefu eftirtektarverð eldhús Eldhúsið er oft sagt hjarta heimilisins. Þar verjum við oft löngum tíma og eigum dýrmætar samverustundir með þeim sem eru okkur kærastir. Hönnun og útlit eldhússins gefur heildarmynd heimilisins mikinn karakter þar sem litaval, efniviður og smáhlutir rýmisins skapa stemningu þess. Lífið 30. maí 2024 20:01
Kosningavökumolar Höllu og Bjössa Heilsukokkurinn Kristjana Steingrimsdóttir, eða Jana, sýndi frá því á Instagramsíðu sinni þegar hún útbjó ljúffenga, sæta og holla mola með Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni fyrir komandi kosningavöku. Lífið 29. maí 2024 16:05
Dæla skyrinu af ísvélum á Skálinni Hagkaup hefur opnað skálastaðinn Skálina í Hagkaup Skeifunni. Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem dælt er úr ísvélum. Viðskipti innlent 28. maí 2024 13:18
Allir halda stjörnu og OTO fær viðurkenningu Veitingastaðurinn OTO fékk í dag Michelin-viðurkenningu, auk þess sem allir þeir íslensku veitingastaðir, sem hlutu Michelin-stjörnu á síðasta ári, halda þeirri viðurkenningu í ár. Viðskipti innlent 27. maí 2024 23:43
Eitt mesta átvagl sögunnar hætt að keppa: „Ekki lengur svangur“ Einn frægasti keppandi heims í kappáti, Japaninn Takeru Kobayashi, hefur tilkynnt að hann hyggist leggja skóna á hilluna og hætta keppni. Ástæðan eru heilsufarsvandræði hjá þessum sexfalda meistara í einni frægustu pylsuátskeppni í heimi. Lífið 24. maí 2024 11:01
Sumarleg pitaya-skál frá Balí sem þú verður að prófa Júlía Magnúsdóttir, hráfæðiskokkur og eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar, deildi uppskrift að sumarlegri smoothie skál á dögunum sem er sögð bragðast eins og ís. Meginuppistaðan í skálinni er hinn suðræni og skærbleiki drekaávöxtur sem er stútfullur af næringarefnum. Lífið 24. maí 2024 08:00
Fyrsti takóstaðurinn sem fær Michelin-stjörnu Mexíkóski takóstaðurinn Tacos El Califa de León í San Rafael hverfinu í Mexíkóborg, hlaut nýverið Michelin-stjörnu, en staðurinn er sextándi veitingastaður landsins sem hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót. Matur 19. maí 2024 15:56