Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Fengu á­bendingu um Guð­laug, Hall­dór og Svedda Tönn

Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Á harða­hlaupum í hand­járnum

Nokkur erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komu hundrað og fimm mál á borð lögreglu á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan fimm síðdegis til klukkan fimm í morgun að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni.  Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Á 110 á gang­­stétt og ók á lög­­reglu­bif­­hjól

Lögregla veitti manni á bifhjóli sem ekið var án skráningarmerkis og hliðarspegla eftirför í dag. Hjólinu var ekið á u.þ.b. 150 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Þá ók hann einnig á gangstétt á yfir 110 km/klst. För hans tók enda þegar hann ók á lögreglubifhjól.

Innlent
Fréttamynd

Leita öku­manns sem ók á stúlku og stakk af

Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveitin kölluð til í Urriðaholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæði óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í morgun. Var það vegna tilkynningar um að maður hefði hoppað fram af svölum, að því er virtist með hníf.

Innlent
Fréttamynd

„Við­brögð lög­reglu ó­á­sættan­leg“ eftir líkams­á­rás á Þjóð­há­tíð

Foreldrar tveggja ungra manna sem urðu hvor fyrir sig fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð segja viðbrögð lögreglunnar í kjölfar árásanna óásættanleg. Hvorugur þeirra var sendur á spítala til frekari aðhlynningar, þrátt fyrir að bera augljós merki um alvarlega áverka. Enga skýrslu um árásirnar var að finna í skrám lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Stal gaskúti og stakk honum í Wolt-tösku

Fyrr í sumar lenti Gústaf Björnsson í því að óprúttinn aðili með tösku með merkjum fyrirtækisins Wolt stal af honum gaskúti. Atvikið náðist á dyramyndavél en þar sést hvernig sendillinn læðist að grillinu við inngang hússins, laumar gaskútnum ofan í sendlapokann merktan Wolt og hraðar sér síðan í bílinn þar sem félagi hans bíður hans.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn í báðum bif­reiðum

Enn er lokað fyrir umferð um Hringveginn við Skeiðarársand eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Öræfasveit við Gígjukvísl upp úr klukkan 14 í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í hvorri bifreið og hafa þeir allir fjórir verið fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Enn ó­ljóst hvaðan fals­boðið um ferða­mennina kom

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það enn til rannsóknar hjá embættinu hvaðan tilkynningin kom um týndu ferðamennina í Kerlingarfjöllum í síðustu viku. Umfangsmikil leit fór fram að tveimur ferðamönnum en eftir um tveggja daga leit tilkynnti lögregla að um gabb hefði verið að ræða og frestaði leitinni.

Innlent
Fréttamynd

Einn var stunginn í Breið­holti

Einn var stunginn í lærið í íbúahúsi í Bökkunum í Breiðholti í Reykjavík og fluttur á slysadeild í kjölfarið í dag. Grunaður árásarmaður var handtekinn og verður hann yfirheyrður þegar runnið verður af honum.

Innlent
Fréttamynd

Sleginn í rot í hópslagsmálum í mið­bænum

Lögreglan var kölluð til vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Eftir slagsmálin var einn einstaklingur líklega nefbrotinn og þá hafði annar verið sleginn í rot. Þrír voru handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Innlent