Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Börðu par með keðju og rændu snjallúri

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán og líkamsárás í Breiðholti. Tilkynningin var frá pari sem hafði nýverið auglýst Apple snjallúr til sölu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir réðust á mann sem einnig er sakaður um líkamsárás

Fjórir menn réðust á einn í Kópavogi um klukkan sex í gær. Mennirnir veittu honum áverka og unnu skemmdir á bíl hans. Sá sem fyrir árásinni varð fór á Bráðadeild til aðhlynningar en samkvæmt dagbók lögreglu er sá gerandi í líkamsárásarmáli sem var skráð 40 mínútum áður.

Innlent
Fréttamynd

Birta mynd­skeið af raf­tækja­þjófum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur birt myndband úr öryggismyndavélum þar sem þrír óprúttnir aðilar sjást ganga upp að vallarhúsinu við Rafholtsvöll í Njarðvík og brjóta sér leið inn í húsið.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að drepa Kamillu og fjöl­skyldu hennar ef hún færi

Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás.

Innlent
Fréttamynd

„Annars væri hann dauður“

Rannsókn lögreglu á alvarlegum líkamsárásum í miðbæ Reykjavíkur laugardagskvöldið 29. ágúst er sögð miða vel. Borgarfulltrúi sem varð vitni að ástandinu segir að ógnvænlegt hafi verið að sjá hve margir tóku þátt í átökunum.

Innlent