Var með félaga sínum og má búast við mörghundruð þúsund króna sekt Snorri Másson skrifar 22. janúar 2022 13:01 Ökumaður sem átti að vera í einangrun vegna Covid-19 en var stöðvaður í bifreið sinni af lögreglu í gær má eiga von á sekt upp á 150-500 þúsund krónur. Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í morgun að bifreið hafi verið stöðvuð í Laugardal skömmu eftir miðnætti í gær. Ökumaðurinn reyndist vera með virkt Covid-smit og eiga að vera í einangrun af þeim sökum. Hann var ásamt félaga í bílnum. Að sögn Þóru Jónasdóttur stöðvarstjóra telur lögreglan ekki að ný reglugerð um að gönguferðir séu heimilar í einangrun feli í sér rýmri heimild til að vera úti að aka. „Nei ekki samkvæmt því. Þú mátt bara fara í gönguferð. Ef þú ert úti að aka geturðu lent í alls konar óhöppum, er það ekki. Þarna er hann líka með vini sínum á rúntinum, þú mátt ekki vera með öðrum aðila,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort umræddur vinur hafi einnig verið með Covid-19. Tvær gönguferðir, hálftíma hvor Samkvæmt reglum landlæknis um einangrun í heimahúsi má ekki fara á nein mannamót né taka á móti gestum. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk, en fara má í gönguferðir í nærumhverfi heimilis. Viðmiðið þar eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn. Ef hinn smitaði þarf heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær. Annars virðist það ekki mega af reglunum að dæma. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skal ákvörðun sektarfjárhæðar í sóttvarnalagabrotum miðast við eðli hvers tilviks. En þegar brotið er gegn einangrun er miðað við 150.000-500.000 króna og er það alvarlegasta brotið. Fleiri en 10.000 manns eru í einangrun á þessari stundu og rúmlega annar eins fjöldi í sóttkví. 1.207 smit greindust innanlands í gær og þrír eru á gjörgæslu á Landspítala. 37 eru með Covid-19 inni á sjúkrahúsinu. Lögreglumál Umferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í morgun að bifreið hafi verið stöðvuð í Laugardal skömmu eftir miðnætti í gær. Ökumaðurinn reyndist vera með virkt Covid-smit og eiga að vera í einangrun af þeim sökum. Hann var ásamt félaga í bílnum. Að sögn Þóru Jónasdóttur stöðvarstjóra telur lögreglan ekki að ný reglugerð um að gönguferðir séu heimilar í einangrun feli í sér rýmri heimild til að vera úti að aka. „Nei ekki samkvæmt því. Þú mátt bara fara í gönguferð. Ef þú ert úti að aka geturðu lent í alls konar óhöppum, er það ekki. Þarna er hann líka með vini sínum á rúntinum, þú mátt ekki vera með öðrum aðila,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort umræddur vinur hafi einnig verið með Covid-19. Tvær gönguferðir, hálftíma hvor Samkvæmt reglum landlæknis um einangrun í heimahúsi má ekki fara á nein mannamót né taka á móti gestum. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk, en fara má í gönguferðir í nærumhverfi heimilis. Viðmiðið þar eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn. Ef hinn smitaði þarf heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær. Annars virðist það ekki mega af reglunum að dæma. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skal ákvörðun sektarfjárhæðar í sóttvarnalagabrotum miðast við eðli hvers tilviks. En þegar brotið er gegn einangrun er miðað við 150.000-500.000 króna og er það alvarlegasta brotið. Fleiri en 10.000 manns eru í einangrun á þessari stundu og rúmlega annar eins fjöldi í sóttkví. 1.207 smit greindust innanlands í gær og þrír eru á gjörgæslu á Landspítala. 37 eru með Covid-19 inni á sjúkrahúsinu.
Lögreglumál Umferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22