Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Fylgist vel með hömlulausri Danmörku

Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar.

Innlent
Fréttamynd

25 greindust með veiruna í gær

Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands í smitgát

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 

Innlent
Fréttamynd

Hraðpróf á Hlíð neikvæð

Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar.

Innlent
Fréttamynd

31 greindist smitaður í gær

Ekki greindust jafn margir smitaðir af Covid-19 í gær og í fyrradag. Hins vegar þarf að taka mið af því að um helgar fara færri í sýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti

Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid.

Innlent
Fréttamynd

61 greindist smitaður í gær

Töluvert fleiri greindust smitaðir af Covid-19 í gær en hafa gert undanfarna daga. 61 greindist smitaður og þar af voru 35 í sóttkví. Af þeim sem greindust voru 25 á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar á Hlíð í sóttkví

Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð á Akureyri eru nú komnir í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn í gær, föstudag.

Innlent
Fréttamynd

39 greindust með kórónu­veiruna í gær

39 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 28 prósent. 28 voru utan sóttkvíar, eða 72 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ástralir opna landamærin og hleypa landsmönnum út

Yfirvöld í Ástralíu hafa ákveðið að opna landamæri ríkisins í nóvember næstkomandi en frá því í mars á síðasta ári hafa landsmenn búið við einar ströngustu reglur í heimi þegar kemur að ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán greindust smitaðir í gær

Sextán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 44 prósent. Níu voru utan sóttkvíar, eða 56 prósent.

Innlent