Leiðtogar ítalsks öfgaflokks handteknir á Covid-mótmælum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 16:03 Þúsundir mótmæltu græna passanum í Róm í gær. Getty/Antonio Masiello Tólf voru handteknir af ítölsku lögreglunni, þar á meðal leiðtogar hægri öfgaflokksins Forza Nuova, eftir að til átaka kom á mótmælum í Róm vegna hins svokallað græna Covid-passa. Ítalska ríkisstjórnin berst nú fyrir því að þingið samþykki tillögu um að allt vinnandi fólk þurfi að hafa svokallaðan grænan Covid-passa. Passarnir eru staðfesting á því að fólk hafi annað hvort verið bólusett fyrir kórónuveirunni, hafi fengið neikvætt á Covid-prófi nýlega eða hafi nýlega jafnað sig á smiti. Þegar passarnir voru fyrst kynntir þurfti fólk að sýna þá áður en það fór á ákveðna staði, til dæmis veitingastaði eða leikhús. Þúsundir leituðu á götur út í Róm í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar. Sumir reyndu að brjótast í gegn um múr brynklæddra lögregluþjóna og inn á skrifstofu Mario Draghis, forsætisráðherra Ítalíu, en aðrir brutust inn á skrifstofur stéttafélagsins CGIL. Þá reyndu tugir að brjótast inn á bráðamóttökuna á Policlinico Umberto spítalanum í Róm og þurftu heilbrigðisstarfsmenn að byrgja sig inni til að verjast mótmælendum. Verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt mun allt vinnandi fólk þurfa að sýna fram á að það sé annað hvort bólusett, hafi farið í kórónuveiruskimun og fengið neikvætt eða að það sé nýbúið að jafna sig af smiti. Fari fólk ekki eftir þessu eftir 15. október næstkomandi muni það vera sent í tímabundið launalaust leyfi þó ekki sé hægt að reka það. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Róm slösuðust 38 lögreglumenn í gær. Meira en áttatíu prósent Ítala yfir tólf ára aldri eru fullbólusettir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ítalía Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin berst nú fyrir því að þingið samþykki tillögu um að allt vinnandi fólk þurfi að hafa svokallaðan grænan Covid-passa. Passarnir eru staðfesting á því að fólk hafi annað hvort verið bólusett fyrir kórónuveirunni, hafi fengið neikvætt á Covid-prófi nýlega eða hafi nýlega jafnað sig á smiti. Þegar passarnir voru fyrst kynntir þurfti fólk að sýna þá áður en það fór á ákveðna staði, til dæmis veitingastaði eða leikhús. Þúsundir leituðu á götur út í Róm í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar. Sumir reyndu að brjótast í gegn um múr brynklæddra lögregluþjóna og inn á skrifstofu Mario Draghis, forsætisráðherra Ítalíu, en aðrir brutust inn á skrifstofur stéttafélagsins CGIL. Þá reyndu tugir að brjótast inn á bráðamóttökuna á Policlinico Umberto spítalanum í Róm og þurftu heilbrigðisstarfsmenn að byrgja sig inni til að verjast mótmælendum. Verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt mun allt vinnandi fólk þurfa að sýna fram á að það sé annað hvort bólusett, hafi farið í kórónuveiruskimun og fengið neikvætt eða að það sé nýbúið að jafna sig af smiti. Fari fólk ekki eftir þessu eftir 15. október næstkomandi muni það vera sent í tímabundið launalaust leyfi þó ekki sé hægt að reka það. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Róm slösuðust 38 lögreglumenn í gær. Meira en áttatíu prósent Ítala yfir tólf ára aldri eru fullbólusettir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ítalía Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira