„Verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður“ Vonast er til að hægt verði að opna sjúkrahúsið Vog á fimmtudag en því var lokað eftir að 33 starfsmenn og sjúklingar greindust þar með Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun sem sjúkrahúsinu er lokað og þurftu starfsmenn að bregðast skjótt við þegar fólk byrjaði að greinast síðasta fimmtudag. Innlent 8. janúar 2022 21:30
Skólastjórnendur upplifi bréf Arnars Þórs sem hótun Skólastjórnendur upplifa kröfu varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir verði kallaðir til ábyrgðar vegna bólusetninga barna, sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um sé að ræða hræðsluáróður sem ekki eigi að taka mark á. Innlent 8. janúar 2022 20:15
Hækka þurfi viðbúnaðarstig á landsvísu og herða samkomutakmarkanir Forstjóri Landspítalans telur rétt að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Innlent 8. janúar 2022 19:11
Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. Innlent 8. janúar 2022 18:56
Sumum nú leyft að útskrifa sjálfan sig úr einangrun vegna álags Einstaklingum sem hafa klárað sjö daga einangrun vegna Covid-19, finna ekki fyrir einkennum og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeild Landspítalans er nú heimilt að útskrifa sjálfa sig úr einangrun. Innlent 8. janúar 2022 17:25
Líklegt að tvíbólusettir séu ólíklegri til að smitast af ómíkron Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ákvörðun um breytingu á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta vera tekna á grundvelli nýrrar rannsóknar sem sýni fram á að tvíbólusettir séu bæði ólíklegri til að smitast og smita aðra. Innlent 8. janúar 2022 15:11
Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Innlent 8. janúar 2022 13:17
Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. Innlent 8. janúar 2022 12:35
Fullyrðingar um að tvíbólusettir smitist frekar standist ekki Sóttvarnalæknir segir í nýbirtum pistli sínum að línurit um nýgengi smita á síðunni covid.is þurfi að túlka af varúð. Mikilvægt sé að rýna í samsetningu hópanna sem tölurnar byggjast á. Innlent 8. janúar 2022 12:11
Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. Sport 8. janúar 2022 11:15
1.044 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindust 1.044 einstaklingar smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Það gera 1.242 í heildina. Innlent 8. janúar 2022 10:50
Mikil fjölgun smita meðal óbólusettra barna Aldrei hafa jafnmörg börn yngri en fimm ára smitast af Covid í Bandaríkjunum og nú. Sérfræðingar segja það mikið áhyggjuefni en bólusetningar fyrir svo ung börn hafa ekki hafist. Erlent 8. janúar 2022 08:11
„Ef ég hefði verið bólusettur hefði ég örugglega ekki orðið svona veikur“ Óbólusettur maður sem veiktist illa af Covid-19 telur ljóst að hann hefði sloppið betur ef hann hefði bólusett sig. Hann er þó ekki fullur eftirsjár, er feginn að vera kominn með ónæmi í bili og vonar að hann þurfi ekki endurhæfingu. Innlent 7. janúar 2022 23:33
Grunnskólabörn langþreytt á faraldrinum Grunnskólabörn eru flest hver orðin langþreytt á kórónuveirunni. Fréttamaður okkar hitti nokkur þeirra í Melaskóla í dag og ræddi við þau um faraldurinn. Innlent 7. janúar 2022 23:02
„Við veljum alltaf að bólusetja börnin til þess að verja þau“ Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smitið úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm. Innlent 7. janúar 2022 18:17
Reglur um sóttkví rýmkaðar fyrir þríbólusetta Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglum um sóttkví þríbólusettra í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þríbólusettir mega nú sækja vinnu eða skóla og sækja nauðsynlega þjónustu þrátt fyrir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Innlent 7. janúar 2022 17:55
Sá sem fékk COVID-19 og „stoppaði“ NBA á sínum tíma er aftur smitaður Franski miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz er aftur smitaður af kórónuveirunni. Þegar það gerðist fyrst hafði það gríðarlegar afleiðingar fyrir NBA-deildina. Körfubolti 7. janúar 2022 13:32
Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. Sport 7. janúar 2022 13:00
Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga. Innlent 7. janúar 2022 12:59
Svartsýnasta spáin myndi valda „gríðarlegum áföllum“ Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta. Innlent 7. janúar 2022 12:56
Hvert er planið? Það er ein af ömurlegri staðreyndum lífsins að fólk deyr. Árið 2020 dóu alls 2304 Íslendingar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá dóu 683 vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, 631 vegna æxlis (þar af 64 vegna æxlis í blöðruhálskirtli og 45 vegna æxlis í brjósti), 33 vegna sykursýki, 106 vegna geð- og atferlisraskana, 59 vegna lungnabólgu, 72 af óhöppum og 5 úr inflúensu. Alls dóu 24 einstaklingar 20 ára og yngri á Íslandi árið 2020. Skoðun 7. janúar 2022 12:32
Forgangur og fjarkennsla: skóli, fötluð börn og viðeigandi aðlögun Í mars verða liðin tvö ár frá því að heimsfaraldur Covid-19 skall á með tilheyrandi takmörkunum og röskun á högum okkar allra. Eftir því sem á líður er að koma æ betur í ljós að þetta ástand og álagið sem fylgir hefur haft slæm áhrif á andlega líðan og heilsu margra barna og ungmenna. Skoðun 7. janúar 2022 12:00
Júlíus Geirmundsson sneri í land eftir að skipverji greindist um borð Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í morgun eftir að skipverji fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-sjálfsprófi um borð. Maðurinn fer í kjölfarið í PCR-sýnatöku hjá heilsugæslunni á Ísafirði. Innlent 7. janúar 2022 11:31
Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. Innlent 7. janúar 2022 10:42
1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Innlent 7. janúar 2022 10:29
Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. Innlent 7. janúar 2022 09:57
Næstu tveimur leikjum KR frestað Leik Breiðabliks og KR í Subway-deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna sóttkvíar og einangrunar leikmanna. Þá hefur fjórum öðrum leikjum verið frestað af sömu ástæðu. Körfubolti 7. janúar 2022 09:27
Herinn kallaður til að manna stöður á sjúkrahúsum í Lundúnum Um það bil 200 hermenn hafa verið kallaðir til starfa á sjúkrahúsum í Lundúnum til að mæta auknum fjölda Covid-veikra og fjölda veikra starfsmanna. Fjörtíu herlæknar munu aðstoða við umönnun sjúklinga en aðrir innrita sjúklinga og halda utan um birgðastöðu, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 7. janúar 2022 08:10
Ráð til foreldra barna sem ætla að þiggja bólusetningu við Covid Bólusetningar barna við Covid hefjast í næstu viku í Laugardalshöll. Margir fullorðnir hafa farið í bólusetninguna og einhverjir kannast við að hafa upplifað kvíða þrátt fyrir að hafa viljað bólusetninguna. Skoðun 7. janúar 2022 07:31
Þekkingastjórnun mikilvæg (sem gleymdist eftir hrun) Spennandi hagræðingavalkostir eru framundan hjá fyrirtækjum en einnig fjölbreyttar nýjar áskoranir fyrir stjórnendur. Atvinnulíf 7. janúar 2022 07:00