Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Einn eigenda ferðaþjónustunnar Vogafjóss í Mývatnssveit segir greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta hafa haldið eftir nær öllum kreditkortagreiðslum til fyrirtækisins frá því að staðurinn opnaði að nýju í lok maí eftir lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Korta hafi haldið yfir fimmtán milljónum eftir. Viðskipti innlent 21. júlí 2020 08:00
Samkomulag um björgunarpakkann í höfn Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Erlent 21. júlí 2020 06:00
Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. Innlent 20. júlí 2020 22:43
Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. Innlent 20. júlí 2020 20:29
Sér ekki hvernig um höfundaréttarbrot geti verið að ræða Íslandsstofa segist ekki geta séð hvernig verkefnið „Let it out“ geti verið byggt á hugverki listamannsins Marcus Lyall. Innlent 20. júlí 2020 17:15
Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Erlent 20. júlí 2020 16:56
Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. Innlent 20. júlí 2020 16:00
Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. Viðskipti innlent 20. júlí 2020 15:11
Bóluefni Oxford-háskóla sagt gefa góða raun Tilraunir á mönnum benda til þess að nýtt bóluefni sem Oxford-háskóli hefur unnið að gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sé öruggt og þjálfi ónæmiskerfi til þess að berjast gegn veirunni. Frekari tilraunir standa fyrir dyrum og of snemmt er sagt að meta virkni bóluefnisins. Erlent 20. júlí 2020 14:09
Þrjú virk smit bætast við Einn greindist með virkt kórónuveirusmit við skimun á landamærum síðasta sólarhringinn. Innlent 20. júlí 2020 11:29
Fjölskylda sem kom með flugi til Færeyja reyndist smituð Erlend fjölskylda sem kom með flugi til Færeyja á laugardag reyndist smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Erlent 20. júlí 2020 11:09
Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. Erlent 20. júlí 2020 08:01
Ný lækningaraðferð gæti reynst vel í baráttunni við Covid-19 Nýjar breskar rannsóknir benda til þess að ný lækningaaðferð reynist vel í baráttunni við Covid-19. Erlent 20. júlí 2020 07:44
Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. Erlent 19. júlí 2020 22:26
Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. Innlent 19. júlí 2020 18:16
Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Erlent 19. júlí 2020 16:41
Beðið eftir mótefnamælingu átta smita sem greindust á landamærunum Átta smit greindust á landamærum Íslands við kórónuveiruskimun í gær og er beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar þeirra allra. Innlent 19. júlí 2020 11:39
Yfir 600 þúsund látist í faraldrinum Faraldur kórónuveirunnar fer enn hörðum höndum um heimsbyggðina þrátt fyrir að í sumum ríkjum hafi góður árangur náðst með sóttvörnum. Yfir 600.000 manns hafa nú látist í faraldrinum. Erlent 19. júlí 2020 11:05
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Innlent 19. júlí 2020 02:42
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. Innlent 19. júlí 2020 02:09
Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring Kórónuveirusmitum á heimsvísu hefur aldrei fjölgað jafn mikið og síðasta sólarhring, samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á 24 klukkustundum hafa 259.848 greinst með veiruna. Erlent 18. júlí 2020 22:09
Fólk sem greindist með kórónuveiruna en fann fyrir litlum einkennum tínist inn í endurhæfingu Reykjalundi hefur borist fjöldi umsókna frá fólki sem smitaðist af kórónuveirunni og þarf á endurhæfingu að halda þrátt fyrir að hafa ekki veikst alvarlega á sínum tíma. Innlent 18. júlí 2020 21:00
Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. Erlent 18. júlí 2020 15:35
Sex smit greindust á landamærunum Sex greindust með kórónuveiruna við skimun á landamærum Íslands í gær. Innlent 18. júlí 2020 11:47
Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. Viðskipti innlent 18. júlí 2020 09:40
Fór í frábrugðna Frakklandsferð í faraldri Hrefna Hrund Ólafsdóttir hótelstarfsmaður ákvað á dögunum að skella sér í helgarferð til Parísar, höfuðborgar Frakklands. Ferðalög 18. júlí 2020 09:30
Kafteinn Tom Moore hlaut riddaratign Kafteinn Tom Moore hefur verið sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til bresku heilsugæslunnar NHS. Erlent 17. júlí 2020 20:53
Ríkisstjóri Georgíu stefnir borgarstjórn Atlanta vegna grímuskyldu Ríkisstjóri Georgíu segir að borgarstjóri stærstu borgar ríkisins hafi ekki vald til þess að setja á andlitsgrímuskyldu í borginni vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur því ákveðið að stefna borgaryfirvöldum í Atlanta. Erlent 17. júlí 2020 19:07
Vonast til að áhorfendur geti mætt aftur á leiki í október Ef allt gengur að óskum geta áhorfendur verið viðstaddir fótboltaleiki á Englandi frá og með október. Enski boltinn 17. júlí 2020 16:30
Auknar valdheimildir gegn veirunni Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Erlent 17. júlí 2020 12:00