Ráðleggingar nútímans svipaðar sóttvörnum fyrri tíma Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júlí 2020 20:09 Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira