Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Búið að skima fjölda íbúa og starfsmanna á Ísafold

Óljóst er hvort að fleiri íbúar hafi smitast af kórnuveirunni á Ísafold hjúkrunarheimili Hrafnistu í Garðabæ. Búið er að skima stóran hóp íbúa og starfsmanna. Forstjóri heimilanna segir að búið sé að grípa til víðtækra ráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir frekari smit.

Innlent
Fréttamynd

Grunnskólahald á tímum Covid

Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968

Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Keppnis­í­þróttir með snertingu leyfðar: Engir á­horf­endur

Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar en engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á íþróttaviðburðum. Þýðir það að engir áhorfendur verða leyfðir á leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM í knattspyrnu.

Sport