Skólastjóri segir sóttvarnaráðstafanir verða að taka mið af aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 18:31 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, bendir á að allir beri ábyrgð í því ástandi sem nú ríki. Vísir/Sigurjón „Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira