Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 16:21 Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum gætu fleiri smitaðir bæst í hópinn – eða þeim fækkað – eftir því sem líður á daginn. Stjórnendur félagsins þykja hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist. Vísir greindi frá því fyrr í dag að um tuttugu kórónuveirusmit mætti rekja til félagsins eftir að iðkandi greindist með veiruna á fimmtudag. Smitin eru rakin til æfinga hjá félaginu helgina áður, síðustu helgi septembermánaðar. Ríkisútvarpið greindi svo frá fjölgun smitanna nú síðdegis en Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að smitin tengd hnefaleikafélaginu séu orðin á fjórða tug. Hann segir að fjölgað gæti í hópnum eftir því sem smitrakningu fleytir fram – en þá gæti líka verið að einhverjir detti af listanum. Stutt sé síðan sá fyrsti í keðjunni greindist og smitrakning enn í gangi. Viðbrögð stjórnenda til fyrirmyndar Þá ber Jóhann stjórnendum félagsins vel söguna og segir þá hafa brugðist hárrétt við þegar fyrsti iðkandi greindist á fimmtudag. „Það sem hefur hjálpað í þessu máli er samstarfið við þá sem reka stöðina. Góð upplýsingagjöf, öllum leiðbeiningum fylgt og það auðveldaði vinnuna strax í upphafi,“ segir Jóhann. Hann telur jafnframt að þetta sé stærsta hópsýking Covid-19 sem tengist íþróttastarfi hingað til. Nokkur smit hafa jafnframt verið rakin til líkamsræktarstöðva, sem öllum var gert að loka samkvæmt hertum sóttvarnarreglum í dag. Hnefaleikafélagið greindi sjálft frá því á Facebook í gær að iðkandi hefði greinst með Covid-19 og fleiri smitast í kjölfarið. Þá kallaði félagið eftir því að þeir sem komið hefðu í húsakynni þess að Smiðjuvegi upp á síðkastið útbyggju greinargóðan lista yfir þá sem þeir hefðu verið í návígi við, til að létta undir með smitrakningarteyminu. Hnefaleikafélaginu verður lokað næstu tvær vikurnar vegna þessa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Sjá meira
Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum gætu fleiri smitaðir bæst í hópinn – eða þeim fækkað – eftir því sem líður á daginn. Stjórnendur félagsins þykja hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist. Vísir greindi frá því fyrr í dag að um tuttugu kórónuveirusmit mætti rekja til félagsins eftir að iðkandi greindist með veiruna á fimmtudag. Smitin eru rakin til æfinga hjá félaginu helgina áður, síðustu helgi septembermánaðar. Ríkisútvarpið greindi svo frá fjölgun smitanna nú síðdegis en Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að smitin tengd hnefaleikafélaginu séu orðin á fjórða tug. Hann segir að fjölgað gæti í hópnum eftir því sem smitrakningu fleytir fram – en þá gæti líka verið að einhverjir detti af listanum. Stutt sé síðan sá fyrsti í keðjunni greindist og smitrakning enn í gangi. Viðbrögð stjórnenda til fyrirmyndar Þá ber Jóhann stjórnendum félagsins vel söguna og segir þá hafa brugðist hárrétt við þegar fyrsti iðkandi greindist á fimmtudag. „Það sem hefur hjálpað í þessu máli er samstarfið við þá sem reka stöðina. Góð upplýsingagjöf, öllum leiðbeiningum fylgt og það auðveldaði vinnuna strax í upphafi,“ segir Jóhann. Hann telur jafnframt að þetta sé stærsta hópsýking Covid-19 sem tengist íþróttastarfi hingað til. Nokkur smit hafa jafnframt verið rakin til líkamsræktarstöðva, sem öllum var gert að loka samkvæmt hertum sóttvarnarreglum í dag. Hnefaleikafélagið greindi sjálft frá því á Facebook í gær að iðkandi hefði greinst með Covid-19 og fleiri smitast í kjölfarið. Þá kallaði félagið eftir því að þeir sem komið hefðu í húsakynni þess að Smiðjuvegi upp á síðkastið útbyggju greinargóðan lista yfir þá sem þeir hefðu verið í návígi við, til að létta undir með smitrakningarteyminu. Hnefaleikafélaginu verður lokað næstu tvær vikurnar vegna þessa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Sjá meira
„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23
Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent