Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björgólf Thor inn Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum. Lífið 9. febrúar 2021 20:48
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. Viðskipti innlent 9. febrúar 2021 20:12
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. Innlent 9. febrúar 2021 18:37
Margir eiga erfitt með að ná endum saman Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Innlent 9. febrúar 2021 18:15
Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. Innlent 9. febrúar 2021 18:01
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. Innlent 9. febrúar 2021 17:07
Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. Innlent 9. febrúar 2021 15:16
Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Viðskipti innlent 9. febrúar 2021 13:16
Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. Innlent 9. febrúar 2021 12:32
Kanna heimildir til að sekta þá sem sækja farþega Lögreglan telur vert að kanna heimildir til að beita sektum gagnvart þeim sem sækja komufarþega á Keflavíkurflugvöll. 90 sóttu farþega á flugvöllinn um liðna helgi. Innlent 9. febrúar 2021 11:57
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var hann í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Innlent 9. febrúar 2021 10:42
Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Innlent 9. febrúar 2021 08:51
Breska afbrigðið dreifir sér hratt um Bandaríkin Breska afbrigði kórónuveirunnar virðist nú vera að dreifa sér með hratt um Bandaríkin ef marka má nýja rannsókn. Erlent 9. febrúar 2021 07:47
Fundað með Pfizer síðdegis Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi. Innlent 9. febrúar 2021 06:55
Virknin gegn suður-afríska afbrigðinu aðeins tíu prósent Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent. Erlent 8. febrúar 2021 21:48
Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19 Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein. Erlent 8. febrúar 2021 21:16
Bólusetninga enn beðið í fátækari ríkjum Rúmlega hundrað milljónir hafa nú verið bólusettar við kórónuveirunni. Fátækari ríki heimsins hafa þó enn ekki hafið bólusetningar. Erlent 8. febrúar 2021 20:01
Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. Viðskipti innlent 8. febrúar 2021 19:53
Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar Innlent 8. febrúar 2021 18:31
Kæmi ekki á óvart þótt fastagestir fagni með því að taka lagið Kráareigendur mega nú opna staði sína á ný eftir marga mánaða lokun. Einum af eigendum Götubarsins á Akureyri kæmi hreint ekki á óvart þótt einhver fastagestanna fagnaði opnun staðarins með því að spreyta sig á vel sótthreinsuðum flygli. Innlent 8. febrúar 2021 14:45
Segir sláandi hve margir sækja fólkið sitt á Keflavíkurflugvöll Níutíu farþegar sem komu með flugi til landsins á Keflavíkurflugvelli um helgina var sóttur þangað af vini eða vandamanni. Um er að ræða tæplega einn af hverjum þremur farþegum. Sláandi tölur segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Innlent 8. febrúar 2021 13:49
Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. Innlent 8. febrúar 2021 11:27
Einn greindist með veiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Innlent 8. febrúar 2021 10:51
Svona var 160. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landlækni. Innlent 8. febrúar 2021 10:15
Er Covid-ótti aðeins fyrir útvalda? Ekki það að ég mæli með ótta, en merkilegt nokk, þá er metist um hann og vinsældir hans vaxa hratt. „Iss piss, með ÞINN ótta; hann er bara rugl og sýnir að þér er sama um alla aðra.“ Jebb, þú ógnar fjöldanum; ef þú deilir ekki rétta ríkisóttanum. Svo þú þegir - skiljanlega. Vilt ekki að aðrir haldi að þú viljir drepa einhvern. Skoðun 8. febrúar 2021 09:02
„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Innlent 8. febrúar 2021 08:19
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. Innlent 8. febrúar 2021 00:00
Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Erlent 7. febrúar 2021 19:32
Vísindasiðanefnd hefur ekki borist umsókn: Um hvernig rannsókn verður að ræða? Vísindasiðanefnd hefur ekki borist umsókn vegna mögulegrar rannsóknar Pfizer á bólusetningu íslensku þjóðarinnar sem nú er í skoðun. Ef erindi berst þarf hins vegar ekki að taka svo langan tíma að afgreiða það, segir formaður nefndarinnar. Innlent 7. febrúar 2021 17:05
Covid er sama um þig Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Skoðun 7. febrúar 2021 14:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent