Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 23:29 Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Getty/Isaac Wong Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21