Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í svari við fyrirspurn fréttastofu og vísar til bráðabirgðatalna almannavarna.
Þá greindist einn á landamærunum en mótefnamælingar er beðið svo hægt sé að skera úr um hvort um virkt smit er að ræða.
Covid.is, upplýsingasíða almannavarna og landlæknis um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, er ekki uppfærð um helgar. Nánari upplýsingar um fjölda sýna, nýgengi og aðrar ítarlegar upplýsingar verða því aðgengilegar á vefnum klukkan ellefu á morgun.