Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til

Frá og með miðnætti taka gildi hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fyrir um ári. Almenn fjöldatakmörkun á mannamótum verður tíu manns og ólíkt aðgerðunum fyrir ári hafa þær nú einnig mikil áhrif á börn og ungmenni.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu í sóttkví vegna smits hjá gesti World Class Lauga

Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að gestur stöðvarinnar greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að koma til móts við á­hyggjur rekstrar­­aðila

Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konum á miðjum aldri hættara við lang­tíma­veikindum af Co­vid

Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu.

Erlent
Fréttamynd

Ekki leikið í kvöld

Ekki verður leikið í Domino's deild kvenna í körfubolta og Olís-deild karla í handbolta í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca

Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aftur íþróttabann

Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land.

Sport
Fréttamynd

Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti

Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum bara að bregðast við“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu.

Innlent
Fréttamynd

Sál­ræn vanda­mál í kjöl­far CO­VID-19

Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Tillögurnar frá Þórólfi komnar til Svandísar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði um tillögur að aðgerðum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni

Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás

Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví.  Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás.

Innlent