„Þetta er bara rothögg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 10:22 Skíðasvæði landsins eru lokuð vegna hertra samkomutakmarkana. Vísir/Vilhelm Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði. „Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
„Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira