Nóg af spritti á Bræðslunni til að sökkva heilli skútu Bæjarhátíðir helgarinnar halda að mestu sínu striki þó aflýsa hafi þurft einhverjum dagskrárliðum í kjölfar nýrrar reglugerðar um hertar samkomutakmarkanir. Takmarkanirnar hafa lítil áhrif á Mærudaga á Húsavík og tónleikum Bræðslunnar á Borgarfirði eystri hefur verið flýtt um klukkustund. Druslugöngunni í Reykjavík hefur verið frestað. Innlent 24. júlí 2021 13:01
„Það getur alveg komið til þess að ég komi með nýjar tillögur“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir koma til greina að leggja til frekari takmarkanir sjáist ekki skýr árangur af þeim sem taka í gildi á miðnætti. Innlent 24. júlí 2021 12:01
Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust. Innlent 24. júlí 2021 11:51
95 greindust smitaðir innanlands í gær Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan. Innlent 24. júlí 2021 10:54
Þýðir ekki að vola í veirufári Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi hvað í þjóðinni búi í veirufárinu. Guðni tjáir sig á Facebook í kjölfar þess að 200 manna samkomubann var kynnt til leiks sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Lífið 24. júlí 2021 09:08
Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum. Erlent 24. júlí 2021 08:05
Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur. Innlent 23. júlí 2021 23:30
Rúmlega 100 bandarískir Ólympíufarar mæta óbólusettir til Tókýó Alls koma 613 bandarískir Ólympíufarar til Tókýó að taka þátt á leikunum í ár. Samkvæmt könnun sem var gerð af læknateymi Ólympíuliðs Bandaríkjanna eru rúmlega 100 af þeim óbólusettir. Sport 23. júlí 2021 22:31
„Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“ Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár. Innlent 23. júlí 2021 22:12
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. Innlent 23. júlí 2021 21:59
Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. Innlent 23. júlí 2021 20:15
Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. Innlent 23. júlí 2021 20:09
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. Innlent 23. júlí 2021 20:02
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. Innlent 23. júlí 2021 19:31
Netverjar segja sitt um nýjustu aðgerðir stjórnvalda Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti. Lífið 23. júlí 2021 19:21
Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum. Fótbolti 23. júlí 2021 19:20
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. Innlent 23. júlí 2021 19:05
Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar fyrir neðan allar hellur Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur sett fram harða gagnrýni á ríkisstjórnina vegna viðbragða hennar, eða öllu heldur meints sofandaháttar, við minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Innlent 23. júlí 2021 17:00
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. Innlent 23. júlí 2021 16:08
Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. Innlent 23. júlí 2021 15:23
Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur. Innlent 23. júlí 2021 15:10
Lokuðu eftir að smit greindist hjá starfsmanni Húsgagnaversluninni Módern var lokað í dag eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum starfsmanni verslunarinnar. Verða allir starfsmenn fyrirtækisins sem hafa ekki verið í sumarfríi síðustu vikuna sendir í skimun vegna þessa. Innlent 23. júlí 2021 14:51
Tuttugu og átta börn í eftirliti á Covid-göngudeild Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, fjórtán í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví. Innlent 23. júlí 2021 14:11
Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um minnisblað Þórólfs á Egilsstöðum Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að fundurinn standi til um klukkan 18 og að ráðherrar kynni ákvörðun um aðgerðir að honum loknum. Innlent 23. júlí 2021 14:05
Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. Innlent 23. júlí 2021 14:00
Veiran læsti klónum í Benzema Karim Benzema, framherji Real Madrid og franska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Fótbolti 23. júlí 2021 13:31
Ísland enn grænt í nýju bylgjunni Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins. Erlent 23. júlí 2021 13:11
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. Innlent 23. júlí 2021 12:16
Seðlabankinn í snúinni stöðu Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir. Viðskipti innlent 23. júlí 2021 12:14
„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. Innlent 23. júlí 2021 12:13