Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júlí 2021 19:01 Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. Meirihluti stjórnarandstöðunnar segir að of bratt hafi verið farið með að rýmka reglur á landamærum þann 1. júlí en þær reglur áttu að gilda til 15. ágúst. Nýjar reglur tóku hins vegar gildi í dag vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að flokkurinn hafi frá því kórónuveirufaraldurinn hófst bent á mikilvægi þess að hafa takmarkanir á landamærum meðan faraldurinn geysar í heiminum. „ Eina leiðin til að koma í veg fyrir endurteknar bylgjur innanlands eru takmarkanir á landamærum,“ segir Björn. Hann segir að meðan ekki sé búið að bólusetja alla geti ríkisstjórnin ekki stólað á að ferðaþjónustan rétti úr kútnum. „Við þurfum að horfa til annarra greina eins og á nýsköpun og höfum bent á mánuðum saman að við eigum núna að nýta tímann ogbyggja upp nýsköpun hér á landi,“ segir Björn. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segist hafa haft efasemdir um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. „Maður fann það á sóttvarnayfirvöldum að þeim fannst þetta fulllangt gengið og við sjáum í löndum í kringum okkur að þau voru að gera meiri kröfur,“ segir Logi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist ítrekað hafa bent á það í ræðustól Alþingis að landið eigi að vera lokað meðan heimsfaraldur geisar. „Það er eins og þau ætli aldrei að læra að veiran er að koma inn um landamærin. Ríkisstjórnin er búin að setja þjóðina að veði og nú sitjum við í súpunni,“ segir Inga. Gunnar Smári Egilsson framkvæmdastjóri þingflokks Sósíalistaflokksins hyggur á framboð í næstu þingkosningum. Hann telur að ríkisstjórnin hafi tekið afar rangar ákvarðanir varðandi landamærin. „ Þetta er áfellisdómur yfir þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið sem hefur öll snúist um það að opna landamærin. Það er að koma í ljós að sú leið var aldei fær. Ég hef farið fram á það að ríkisstjórnin biðjist afsökunar vegna stöðunnar í dag. Almenningur vill fyrst og fremst fá veirufrítt Ísland,“ segir Gunnar. Bergþór Ólason varaformaður Miðflokksins telur að ríkisstjórnin hafi ekki verið nægjanlega á varðbergi með að veiran gæti aftur farið á flug. „1. júlí átti allt að vera orðið hreint og flæðið óheft nú er stigið til baka og það voru engar meldingar um að svo gæti farið sem kemur sér afar illa fyrir ferðaþjónustuna sem er kannski búin að ráða mikinn mannskap og fleira,“ segir Bergþór. Kallað er eftir skýrari sýn stjórnvalda um næstu skref. Björn Leví telur næstu skref afar óljós. „Það vantar alla stefnumótun hjá stjórnvöldum,“ segir Björn. „Við þurfum þá bara að koma okkur inn á nýtt stig í þessari baráttu og miða aðgerðir við þennan nýja veruleika,“ segir Logi Már Einarsson. „Það kemur á óvart hversu markmið ríkisstjórnarinnar eru óljós. Skilaboðin óskýr. Mér finnst þau skref sem ríkisstjórnin hefur verið að taka núna óljós. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar töluðu með þeim hætti þegar reglur á landamærum voru rýmkaðar að allt væri búið. Þau voru komin í kosningaham og fyrir vikið misstu þau augun af boltanum. Mér finnst þau skref sem ríkisstjórnin hefur verið að taka núna óljós og ekki til að auka samstöðu eða skilning fólks,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. „Þetta virðist einhvern veginn allt saman vera tiltölulega handahófskennt enn þá,“ segir Bergþór Ólason varaformaður Miðflokksins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðuneytið áréttar reglur um grímuskyldu vegna meints misskilnings Á miðnætti tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur meðal annars í sér eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Einhver óvissa hefur ríkt um grímuskylduna og hafa forsvarsmenn verslana meðal annars kallað eftir skýrari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. 25. júlí 2021 19:10 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30 Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum. 23. júlí 2021 19:20 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Meirihluti stjórnarandstöðunnar segir að of bratt hafi verið farið með að rýmka reglur á landamærum þann 1. júlí en þær reglur áttu að gilda til 15. ágúst. Nýjar reglur tóku hins vegar gildi í dag vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að flokkurinn hafi frá því kórónuveirufaraldurinn hófst bent á mikilvægi þess að hafa takmarkanir á landamærum meðan faraldurinn geysar í heiminum. „ Eina leiðin til að koma í veg fyrir endurteknar bylgjur innanlands eru takmarkanir á landamærum,“ segir Björn. Hann segir að meðan ekki sé búið að bólusetja alla geti ríkisstjórnin ekki stólað á að ferðaþjónustan rétti úr kútnum. „Við þurfum að horfa til annarra greina eins og á nýsköpun og höfum bent á mánuðum saman að við eigum núna að nýta tímann ogbyggja upp nýsköpun hér á landi,“ segir Björn. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segist hafa haft efasemdir um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. „Maður fann það á sóttvarnayfirvöldum að þeim fannst þetta fulllangt gengið og við sjáum í löndum í kringum okkur að þau voru að gera meiri kröfur,“ segir Logi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist ítrekað hafa bent á það í ræðustól Alþingis að landið eigi að vera lokað meðan heimsfaraldur geisar. „Það er eins og þau ætli aldrei að læra að veiran er að koma inn um landamærin. Ríkisstjórnin er búin að setja þjóðina að veði og nú sitjum við í súpunni,“ segir Inga. Gunnar Smári Egilsson framkvæmdastjóri þingflokks Sósíalistaflokksins hyggur á framboð í næstu þingkosningum. Hann telur að ríkisstjórnin hafi tekið afar rangar ákvarðanir varðandi landamærin. „ Þetta er áfellisdómur yfir þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið sem hefur öll snúist um það að opna landamærin. Það er að koma í ljós að sú leið var aldei fær. Ég hef farið fram á það að ríkisstjórnin biðjist afsökunar vegna stöðunnar í dag. Almenningur vill fyrst og fremst fá veirufrítt Ísland,“ segir Gunnar. Bergþór Ólason varaformaður Miðflokksins telur að ríkisstjórnin hafi ekki verið nægjanlega á varðbergi með að veiran gæti aftur farið á flug. „1. júlí átti allt að vera orðið hreint og flæðið óheft nú er stigið til baka og það voru engar meldingar um að svo gæti farið sem kemur sér afar illa fyrir ferðaþjónustuna sem er kannski búin að ráða mikinn mannskap og fleira,“ segir Bergþór. Kallað er eftir skýrari sýn stjórnvalda um næstu skref. Björn Leví telur næstu skref afar óljós. „Það vantar alla stefnumótun hjá stjórnvöldum,“ segir Björn. „Við þurfum þá bara að koma okkur inn á nýtt stig í þessari baráttu og miða aðgerðir við þennan nýja veruleika,“ segir Logi Már Einarsson. „Það kemur á óvart hversu markmið ríkisstjórnarinnar eru óljós. Skilaboðin óskýr. Mér finnst þau skref sem ríkisstjórnin hefur verið að taka núna óljós. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar töluðu með þeim hætti þegar reglur á landamærum voru rýmkaðar að allt væri búið. Þau voru komin í kosningaham og fyrir vikið misstu þau augun af boltanum. Mér finnst þau skref sem ríkisstjórnin hefur verið að taka núna óljós og ekki til að auka samstöðu eða skilning fólks,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. „Þetta virðist einhvern veginn allt saman vera tiltölulega handahófskennt enn þá,“ segir Bergþór Ólason varaformaður Miðflokksins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðuneytið áréttar reglur um grímuskyldu vegna meints misskilnings Á miðnætti tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur meðal annars í sér eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Einhver óvissa hefur ríkt um grímuskylduna og hafa forsvarsmenn verslana meðal annars kallað eftir skýrari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. 25. júlí 2021 19:10 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30 Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum. 23. júlí 2021 19:20 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið áréttar reglur um grímuskyldu vegna meints misskilnings Á miðnætti tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur meðal annars í sér eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Einhver óvissa hefur ríkt um grímuskylduna og hafa forsvarsmenn verslana meðal annars kallað eftir skýrari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. 25. júlí 2021 19:10
„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30
Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum. 23. júlí 2021 19:20