Unnið að því að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra: Sjúklingar skimaðir vikulega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 20:01 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Formaður farsóttanefndar Landspítala vonar að búið sé að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra. Nýjum loftræstibúnaði hefur meðal annars verið komið fyrir og sjúklingar verða skimaðir vikulega. 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust smitaðir og yfir tíu sjúklingar létust þegar hópsýking kom þar upp í október og nóvember í fyrra. Landlæknisembættið rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting hefði verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni. Sjá einnig: Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslunni. „Í fyrsta lagi þá er ein deildin sem hefur verið tekin í notkun eftir gagngerða endurnýjun. Þar er fullkominn loftræstibúnaður og öll aðstaða bæði sjúklinga og starfsmanna framúrskarandi. Síðan erum við að skima alla vikulega sem eru inniliggjandi á Landakoti og Vífilstöðum og reyndar á fleiri deilum þannig það ætti að hjálpa okkur að greina tilfelli fyrr,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala. Unnið að úrbótum Slík reglubundin skimun hefur ekki verið framkvæmd á Landakoti áður. Már segir að húsnæðið og starfsemin bjóði ekki upp á fullkomna hólfaskiptingu. „Það eru ákveðnir þættir í eðli endurhæfingarstarfsins sem fer fram á öldrunardeildunum sem gerir alla hólfaskiptingu mjög önuga. Hins vegar voru þættir þarna eins og aðstaða starfsmanna sem má bæta þannig það eru þættir þarna í þessari svokölluðu hólfaskiptingu sem má betrumbæta.“ Unnið er að úrbótum á aðstöðu starfsmanna með tilliti til hólfaskiptingar. „Þetta er allt saman okkur í fesrku minni þannig við erum að reyna að draga úr öllum smitleiðum sem við getum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust smitaðir og yfir tíu sjúklingar létust þegar hópsýking kom þar upp í október og nóvember í fyrra. Landlæknisembættið rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting hefði verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni. Sjá einnig: Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslunni. „Í fyrsta lagi þá er ein deildin sem hefur verið tekin í notkun eftir gagngerða endurnýjun. Þar er fullkominn loftræstibúnaður og öll aðstaða bæði sjúklinga og starfsmanna framúrskarandi. Síðan erum við að skima alla vikulega sem eru inniliggjandi á Landakoti og Vífilstöðum og reyndar á fleiri deilum þannig það ætti að hjálpa okkur að greina tilfelli fyrr,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala. Unnið að úrbótum Slík reglubundin skimun hefur ekki verið framkvæmd á Landakoti áður. Már segir að húsnæðið og starfsemin bjóði ekki upp á fullkomna hólfaskiptingu. „Það eru ákveðnir þættir í eðli endurhæfingarstarfsins sem fer fram á öldrunardeildunum sem gerir alla hólfaskiptingu mjög önuga. Hins vegar voru þættir þarna eins og aðstaða starfsmanna sem má bæta þannig það eru þættir þarna í þessari svokölluðu hólfaskiptingu sem má betrumbæta.“ Unnið er að úrbótum á aðstöðu starfsmanna með tilliti til hólfaskiptingar. „Þetta er allt saman okkur í fesrku minni þannig við erum að reyna að draga úr öllum smitleiðum sem við getum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira