Westbrook sá til þess að Houston vann Boston í háspennu leik | Lakers töpuðu stórt | Myndbönd Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna í fréttinni. Körfubolti 1. mars 2020 11:00
Tryggvi skoraði 9 stig í öruggum sigri | Thelma Dís gerði 13 Tryggvi Snær Hlinason gerði níu stig í góðum 10 stiga sigri Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þá skoraði Thelma Dís Ágústsdóttir 13 stig í bandaríska háskólakörfuboltanum er skóli hennar, Ball State, vann sinn 20. leik á tímabilinu. Körfubolti 1. mars 2020 09:45
Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. Sport 1. mars 2020 06:00
Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. Körfubolti 29. febrúar 2020 23:00
Sara Rún með 17 stig í óvæntu tapi Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 17 stig er lið hennar, Leicester Riders, tapaði óvænt fyrir Durham Palatinates í efstu deild breska körfuboltans í dag. Lokatölur 77-68 Palatinates í vil. Körfubolti 29. febrúar 2020 15:00
Jón Axel með 20 stig í tapi gegn Dayton Jón Axel Guðmundsson lék 31 mínútu og skoraði 20 stig í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Körfubolti 29. febrúar 2020 10:00
Giannis í stuði | Zion og félagar færast nær úrslitakeppninni | Myndbönd Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 29. febrúar 2020 09:00
Kjartan Atli og Teitur fara yfir komandi leiki | Myndband Domino´s deild karla fer aftur af stað eftir gott bikar- og landsleikjafrí nú um helgina. Þeir Kjartan Atli Kjartansson og Teitur Örlygsson hittust því og fóru yfir komandi umferð. Nú fer tímabilið senn að klárast og ljóst að línur eru farnar að skýrast. Körfubolti 28. febrúar 2020 21:00
Elvar Már með 19 stig í ótrúlegum sigri Borås Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig í ótrúlegum eins stigs sigri Borås Basketball á Wetterbygden Stars í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 103-102 þar sem Borås voru undir nær allan síðasta fjórðung leiksins. Körfubolti 28. febrúar 2020 20:30
Ólöf Helga: Er ekki reið en svolítið sár Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Körfubolti 28. febrúar 2020 13:00
Martin með 80 prósent þriggja stiga nýtingu í síðustu þremur Euroleague leikjum Martin Hermannsson átti enn einn stórleikinn í Euroleague deildinni í gærkvöldi þegar hann var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 4 þrista í leik á móti efsta liðinu. Körfubolti 28. febrúar 2020 12:30
Lakers rúllaði yfir Golden State án LeBron | Myndbönd Los Angeles Lakers lenti ekki í miklum vandræðum með Golden State er liðin mættust í Kaliforníu í nótt. Lokatölur urðu 30 stiga sigur Lakers, 116-86. Körfubolti 28. febrúar 2020 07:30
Martin heldur áfram að fara á kostum í EuroLeague Martin Hermannsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Alba Berlín í EuroLeague en hann skoraði nítján stig gegn toppliði deildarinnar, Anadolu Efes Istanbul, í kvöld. Körfubolti 27. febrúar 2020 20:36
Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Körfubolti 27. febrúar 2020 16:15
Luka Doncic með miklu fleiri þrennur en Magic og LeBron voru með til samans á sama aldri Luka Doncic spilaði í nótt sinn síðasta leik í NBA-deildinni fyrir 21 árs afmælið sitt og bætti þar við enn einni þrennunni. Körfubolti 27. febrúar 2020 16:00
Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. Körfubolti 27. febrúar 2020 10:30
Luka Dončić fór á kostum er Dallas lagði San Antonio | Myndband Alls fóru níu leiki rfram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas lagði San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Enginn leikmaður hefur náð fleiri þreföldum tvennum það sem af er tímabili. Öll úrslit næturinnar má finna í fréttinni. Körfubolti 27. febrúar 2020 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2020 22:45
Katla: Andinn í liðinu miklu betri Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. Körfubolti 26. febrúar 2020 22:02
Bikarmeistararnir í 4. sæti | Valur sigri frá titli Skallagrímur komst í kvöld upp fyrir Hauka í 4. sæti í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Valur er skrefi nær öðrum deildarmeistaratitli og KR vann einnig öruggan sigur. Körfubolti 26. febrúar 2020 21:05
KR án landsliðsmiðherjans næstu sex vikurnar Hildur Björg Kjartansdóttir, lykilmaður KR í Domino´s deild kvenna, verður ekki með liðinu næstu sex vikurnar vegna meiðsla en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Körfubolti 26. febrúar 2020 15:28
Sjóðandi heitur LeBron í sigri Lakers og gríska undrið tók nítján fráköst LeBron James gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig er Lakers vann sigur á New Orleans á heimavelli, 108-109. Körfubolti 26. febrúar 2020 07:30
Í beinni í dag: Man City mætir á Bernabéu og Dominos deild kvenna Meistaradeildin á hug okkar allan, eða svona næstum, á stöð 2 Sport í dag en ásamt tveimur leikjum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þá sýnum við einn úr Dominos deild kvenna. Sport 26. febrúar 2020 06:00
Hélt ræðu á minningarathöfninni um Kobe og náði einstöku afreki nokkrum tímum síðar Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Körfubolti 25. febrúar 2020 11:30
Tárin runnu hjá Michael Jordan: Hluti af mér dó þegar Kobe dó Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfubolti 25. febrúar 2020 08:00
Embiid aldrei skorað meira og Harden dró Houston í land | Myndbönd Milwaukee, sem er fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA þetta tímabilið, vann sigur á Washington í framlengdum leik í nótt, 137-134. Körfubolti 25. febrúar 2020 07:30
Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. Körfubolti 25. febrúar 2020 07:00
Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra "Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. Körfubolti 24. febrúar 2020 19:00
Tvíburar nú í sitthvoru NBA-liðinu í Los Angeles borg Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Körfubolti 24. febrúar 2020 17:30
Með 37 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum sínum á fjölum Hallarinnar Ægir Þór Steinarsson virðist kunna afar vel við sig í Laugardalshöllinni. Körfubolti 24. febrúar 2020 15:30