Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Eigandi Phoenix Suns sakaður um kynþáttafordóma

NBA liðið Phoenix Suns stendur í ströngu þessa dagana. Mikið í gangi á vellinum en ekki virðist dramatíkin ætla að vera minni utanvallar. Liðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem viðbragð við því að miðillinn ESPN ætlar að birta fréttaskýringu um eiganda liðsins, Robert Sarver.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni

Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt.

Sport
Fréttamynd

„Mér líður ekki vel“

Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkur á Valsmönnum í kvöld, þá var svolítið dökkt yfir heimamönnum en leikurinn endaði ekki vel fyrir herra Njarðvík, Loga Gunnarsson, sem neyddist til að fara meiddur af velli í fjórða leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Næturgaman hjá sjóðheitum Steph Curry

Golden State Warriors og Milwaukee Bucks áttu bæði möguleika á því að byrja NBA tímabilið 2-0 í nótt en það voru NBA-meistararnir í Bucks sem voru skotnir niður á jörðina á meðan Stepp Curry leiddi sína menn til sigurs.

Körfubolti
Fréttamynd

„Í fyrsta skipti í langan tíma sem ég segi þetta“

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var að vonum ánægður með sigurinn gegn KR í kvöld í þriðju umferð Subway deildarinnar. Sigurinn í kvöld var fyrsti sigur Grindavíkur á KR á heimavelli í tæp fjögur ár en Grindavík vann leikinn með 10 stigum, 90-80.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er ekki síðasta ár“

Chicago Bulls liðið mætir til leiks með mikið breytt lið í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og byrjaði á sigri í nótt. New York Knicks vann Boston Celtics í tvíframlengdum leik, silfurlið Phoenix Suns tapaði á heimavelli og leikmenn Philadelphia 76ers létu Ben Simmons vesenið ekki stoppa sig í New Orleans.

Körfubolti
Fréttamynd

Simmons settur í bann af eigin félagi

Ben Simmons, leikmaður Philadelphia 76ers, hefur verið settur í eins leiks keppnisbann af sínu eigin félagi eftir að hafa verið rekinn heim af æfingu í gær. Hann mun því ekki taka þátt í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni í kvöld.

Körfubolti