Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Það þarf ansi margt að ganga á til þess að það verði ekki Indiana Pacers og Oklahoma City Thunder sem spila um NBA-meistaratitilinn í ár. Bæði lið eru nú komin í 3-1 í einvígum sínum, í úrslitum austur- og vesturdeildar. Körfubolti 28.5.2025 07:33
Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Lið Grindavíkur í Bónus-deild kvenna heldur áfram að styrkja sig því í kvöld tilkynnti liðið um önnur félagaskiptin á stuttum tíma. Körfubolti 27.5.2025 22:51
Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bikarmeistarar Njarðvíkur eru heldur betur búnir að styrkja sig fyrir næsta tímabil því nú rétt í þessu var tilkynnt að Dani Rodriguez hefði samið við félagið til næstu tveggja ára. Körfubolti 27.5.2025 18:27
Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum gegn Oklahoma City Thunder í úrslitum Vesturdeildar NBA vann Minnesota Timberwolves yfirburðasigur í þriðja leik liðanna, 143-101. Körfubolti 25. maí 2025 09:32
Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði LeBron James hefur skrifað sig í sögubækurnar með allskonar mismerkileg met í gegnum tíðina og bætti einu slíku við á dögunum þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögunni NBA deildarinnar til að fá atkvæði í kjörinu um mikilvægasta leikmann tímabilsins. Körfubolti 25. maí 2025 08:03
Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru úr leik í 8-liða úrslitum þýska körfuboltans en liðið tapaði í kvöld gegn Ulm 93-84. Martin var stigahæstur í liði Alba með 20 stig. Körfubolti 24. maí 2025 20:02
Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Pascal Siakam skoraði 39 stig þegar Indiana Pacers sigraði New York Knicks, 109-114, í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Pacers leiðir einvígið, 2-0, og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins. Körfubolti 24. maí 2025 10:00
„Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, var vissulega stigahæstur í síðasta leik liðsins en það verður þó ekki sagt að hann hafi skotið boltanum vel. Hann þarf að lyfta leik sínum á næsta getustig og þá mögulega eiga Úlfarnir möguleika gegn ógnarsterku liði Oklahoma City Thunder. Körfubolti 24. maí 2025 07:02
Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Íslandsmeistarinn Ægir Þór Steinarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta þar sem Stjarnan stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir magnað úrslitaeinvígi. Hann settist niður með Körfuboltakvöldi að leik loknum. Körfubolti 23. maí 2025 23:16
Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Landsliðskonan fyrrverandi Sylvía Rún Hálfdánardóttir hefur ákveðið að taka slaginn með nýliðum Ármanns í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Gríðarleg ánægja ríkir í Laugardalnum með komu þessarar öflugu körfuboltakonu. Körfubolti 23. maí 2025 13:02
Blóðgaði dómara Lu Dort, leikmaður Oklahoma City Thunder, er mikill baráttujaxl og leggur sig alltaf allan fram. Í leiknum gegn Minnesota Timberwolves í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt meiddi hann óvart einn þriggja dómaranna. Körfubolti 23. maí 2025 12:30
Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, getur ekki sagt til um það á þessum tímapunkti hvort lykilleikmenn Íslandsmeistaraliðsins, Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson verði á mála hjá liðinu á næsta tímabili. Þeir séu báðir með gæði til að spila í sterkri deild úti í heimi, til að mynda efstu deild Þýskalands. Körfubolti 23. maí 2025 11:00
Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Oklahoma City Thunder er komið í 2-0 í einvíginu við Minnesota Timberwolves í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir sigur í öðrum leik liðanna í nótt, 118-103. Körfubolti 23. maí 2025 09:30
Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „algjört andlegt rugl“ í úrslitakeppni deildarinnar. Körfubolti 23. maí 2025 09:01
EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet EuroBasket 2029 verður haldið í höfuðborgum Spánar, Grikklands, Slóveníu og Eistlands. Stefnt er að áhorfendameti í opnunarleiknum, sem mun fara fram á Santiago Bernabeu í Madríd, fótboltavelli Real Madrid sem verður breytt í körfuboltavöll. Körfubolti 22. maí 2025 15:16
Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. Körfubolti 22. maí 2025 14:02
Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Það blés ekki byrlega fyrir Indiana Pacers þegar skammt var til leiksloka gegn New York Knicks í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. En Pacers sneri laglega á tölfræðina og vann leikinn. Körfubolti 22. maí 2025 11:32
„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ Körfubolti 22. maí 2025 10:30
Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Þrátt fyrir að vera níu stigum undir þegar innan við mínúta var eftir af leiknum vann Indiana Pacers New York Knicks, 135-138, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Körfubolti 22. maí 2025 09:32
Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. Körfubolti 22. maí 2025 08:00
Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Shai Gilgeous-Alexander var valinn verðmætasti leikmaður NBA í gærkvöldi, eftir að hafa skorað mest allra leikmanna að meðaltali og farið fyrir liði Oklahoma City Thunder á besta tímabili í sögu félagsins. Shai fékk 71 af 100 atkvæðum en Nikola Jokic varð annar með 29 atkvæði. Körfubolti 22. maí 2025 07:01
„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. Körfubolti 21. maí 2025 23:35
Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. Körfubolti 21. maí 2025 23:09
„Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ „Alsæla. Ég á hreinlega ekki orð“ sagði Íslandsmeistarinn Hlynur Bæringsson eftir sigur í oddaleik gegn Tindastóli. Þetta var hans síðasti leikur á löngum ferli, sem endar með fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögu Stjörnunnar. Körfubolti 21. maí 2025 22:27