Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Njarðvík hefur samið við Brandon Averette, 28 ára gamlan leikstjórnanda frá Bandaríkjunum, fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson segist hafa verið í leit að öðruvísi leikmanni en í fyrra. Körfubolti 8.9.2025 13:42
Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Luka Doncic átti frábæran leik í kvöld þegar Slóvenía lagði Ítalíu í 16-liða úrslitum EM. Doncic skoraði 42 stig og færist nær ýmsum metum í kjölfarið. Sport 7.9.2025 22:01
Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Grikkir eru komnir nokkuð örugglega í 8-liða úrslit Evrópumeistaramótsins í körfubolta eftir 84-79 sigur á Ísrael en sigurinn var nokkuð öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Körfubolti 7.9.2025 20:46
Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Litháen er komið í 8-liða úrslit á EM í körfubolta eftir 88-79 sigur á Lettlandi. Kristaps Porzingis fór mikinn í liði Letta og skoraði 34 stig en það dugði skammt. Körfubolti 6. september 2025 17:50
Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Eftir þrjá jafna leikhluta rúllaði Þýskaland yfir Portúgal í fjórða og síðasta leikhlutanum þegar liðin áttust við í sextán liða úrslitum á EM í körfubolta karla í dag. Þjóðverjar unnu 4. leikhlutann, 33-7, og leikinn, 85-58. Körfubolti 6. september 2025 14:58
Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Þrátt fyrir góða baráttu Svía unnu Tyrkir leik liðanna í sextán liða úrslitum á EM í körfubolta karla í dag, 85-79. Tyrkneska liðið er það fyrsta sem tryggir sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Körfubolti 6. september 2025 11:32
Valsmenn búnir að finna Kana Bandaríski körfuboltamaðurinn LaDarien Griffin mun leika með Val í Bónus deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 5. september 2025 15:22
Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Stuðningsmaður sænska landsliðsins í körfubolta var aðeins of æstur í æsispennandi leik Svía og Finna í riðlinum sem fer fram í Tampere í Finnlandi. Körfubolti 5. september 2025 15:17
Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfuboltakonan Caitlin Clark verður ekkert meira með á þessu tímabili en hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum. Körfubolti 5. september 2025 11:33
Myndir frá endalokum Íslands á EM Ísland lék sinn síðasta leik á Evrópumóti karla í körfubolta í dag þegar liðið steinlá fyrir sterku liði Frakklands sem vantaði þó tvo af sínum bestu leikmönnum. Körfubolti 4. september 2025 22:30
Luka skaut Ísrael í kaf Stórstjarnan Luka Dončić sýndi heldur betur hver með valdið fer þegar Slóvenía lagði Ísrael með tíu stiga mun í D-riðli Evrópumóts karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Slóvenía hirðir 2. sætið af Ísrael. Körfubolti 4. september 2025 20:48
EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Síðasti þátturinn af EM í dag á Evrópumóti karla í körfubolta var tekinn upp fljótlega eftir lokaflautið í leik Íslands og Frakklands. Mótið endaði á heljarinnar flengingu en var heilt yfir ánægjulegt. Körfubolti 4. september 2025 16:56
Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Það er komið á ferðalokum á EM í körfubolta. Lokaleikurinn var hreinasta hörmung og ekki í neinum takti við annað sem boðið var upp á heilt yfir á þessu móti. Körfubolti 4. september 2025 16:32
„Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Tryggvi Hlinason stóð sig manna best hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta og gengur stoltur frá borði þrátt fyrir að enginn sigur hafi skilað sér. Hann sýndi þó þreytumerki í leiknum gegn Frakklandi, eðlilega kannski eftir að hafa spilað nánast allar mínútur á mótinu. Körfubolti 4. september 2025 15:22
Hilmar Smári til Litáens Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Hilmar Smári Henningsson, hefur samið við Jonava í Litáen. Hann kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Körfubolti 4. september 2025 15:19
Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Kanadamaðurinn Craig Pedersen hefur áhuga á að halda þjálfun íslenska karlalandsliðsins í körfubolta áfram. Hann hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Körfubolti 4. september 2025 15:03
Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? Körfubolti 4. september 2025 14:39
„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. Körfubolti 4. september 2025 14:31
„Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. Körfubolti 4. september 2025 14:19
Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fimmta leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Póllandi en að þessu sinni kom stóri skellurinn sem liðið hafði ekki kynnst hingað til í mótinu. Körfubolti 4. september 2025 13:58
Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Þrátt fyrir að ljóst sé að íslenska karlalandsliðið í körfubolta komist ekki í sextán liða úrslit á EM er engan bilbug á stuðningsmönnum þess að finna. Körfubolti 4. september 2025 11:05
Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Ísland tapaði með fjörutíu stigum í síðasta leiknum á EM. Frakkland fór með afar öruggan 114-74 sigur gegn Íslandi sem hefur lokið leik á mótinu. Körfubolti 4. september 2025 10:03
Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Los Angeles Clippers og eigandi þess Steve Ballmer virðast hafa svindlað á launaþakinu til að tryggja sér áfram þjónustu stórstjörnunnar Kawhi Leonard á sínum tíma. Körfubolti 4. september 2025 08:32
„Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Strákarnir í landsliðinu kalla hann Jesús en hann heitir Gunnar Már Másson. Hann er hluti af starfsliði íslenska landsliðsins og segir að sitt hlutverk sé að knúsa leikmenn liðsins. Körfubolti 4. september 2025 08:00