Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. Viðskipti innlent 10. nóvember 2021 10:08
Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Viðskipti innlent 9. nóvember 2021 21:01
Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 9. nóvember 2021 16:42
Kórónuveiran lét á sér kræla eftir fjárfestadag Play í Kaupmannahöfn Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni eftir fjáfestadag flugfélagsins Play sem var haldinn í Kaupmannahöfn á föstudag. Um hundrað manns tóku þátt í viðburðinum en aðeins maki eins þeirra smituðu hefur þurft að fara í sóttkví til þessa. Viðskipti innlent 9. nóvember 2021 14:46
Segir Play stórhættulegt launafólki Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Play vera „stórhættulegt íslensku launafólki“. Hún hvetur launafólk og fjárfesta að sniðganga flugfélagið. Innlent 9. nóvember 2021 13:15
„Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur. Viðskipti innlent 8. nóvember 2021 13:16
Íslenska flugstéttafélaginu neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið Forsvarsmenn Norræna flutningamannasambandsins (NTF) hafa neitað Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF) um inngöngu í sambandið á nýjan leik. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að það sé vegna „augljósra galla“ á kjarasamningi félagins við umbjóðendur sína sem starfa hjá Play. Viðskipti innlent 8. nóvember 2021 10:30
Icelandair flýgur í verkefni á Suðurskautslandinu Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, mun á næstu mánuðum sinna verkefnum á Suðurskautslandinu og nýta til þess vélar, áhafnir og annað starfsfólk frá Icelandair. Viðskipti innlent 7. nóvember 2021 12:10
Jens snýr aftur í stað Jens hjá Icelandair Jens Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair Group og hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 6. nóvember 2021 00:05
5,5 milljarða hagnaður Regins Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um rétt tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir, á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur í tilkynningu sem fylgir ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Þetta er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 4. nóvember 2021 18:44
Play opnar útibú í Litháen Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október. Viðskipti innlent 4. nóvember 2021 18:05
Tekjur Sýnar hækkuðu um rúmar 470 milljónir milli ára Tekjur Sýnar námu 5.533 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 471 milljón króna milli ára. Tekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins voru 15.822 milljónir króna sem er 2,2 prósenta aukning frá sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 3. nóvember 2021 16:23
Ráðinn yfirleikjahönnuður Solid Clouds Stefán Friðriksson hefur verið ráðinn yfirleikjahönnuður hjá Solid Clouds. Hann hefur síðustu ár starfað sem yfirhönnuður á Angry Birds Match-leiknum. Viðskipti innlent 2. nóvember 2021 08:48
Icelandair vill að sóttvarnalæknir losi ferðamenn við skyldubundið Covid-próf Talsmaður Icelandair kallar eftir því að ferðamönnum hætti að vera gert að sýna fram á neikvætt Covid-próf við komu til landsins, eins og gildir víðast hvar á Norðurlöndunum. Sóttvarnalæknir er með tillögur í smíðum að breytingum á landamærunum. Viðskipti innlent 1. nóvember 2021 22:00
Icelandair hefur fraktflug milli Ítalíu og Bandaríkjanna Icelandair Cargo hefur í dag fraktflutningar milli Mílanó á Ítalíu og New York í Bandaríkjunum. Fram að áramótum hið minnsta verður flogið þrisvar í viku. Viðskipti innlent 1. nóvember 2021 17:49
Svansí flogin til Icelandair Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir hefur verið ráðinn vörustjóri auglýsingatekna hjá Icelandair. Hún upplýsir um vistaskipti sín á Facebook. Viðskipti innlent 1. nóvember 2021 14:18
Lilja kemur frá Landsbankanum til Play Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Play. Viðskipti innlent 1. nóvember 2021 13:38
Sterkasta flugfreyja landsins býr í Hveragerði Anna Guðrún Halldórsdóttir í Hveragerði er líklega sterkasta flugfreyja landsins en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í Ólympskum lyftingum. Innlent 31. október 2021 20:00
Heimila samruna Marels og Völku Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum. Viðskipti innlent 29. október 2021 11:35
Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Guðný Halla Hauksdóttir, Hákon Davíð Halldórsson og Jóhann Valur Sævarsson hafa verið ráðin til Icelandair sem nýja stjórnendur til að efla enn frekar þjónustu við farþega sem og stafræna þróun. Viðskipti innlent 29. október 2021 09:34
Bankarnir þrír högnuðust um sextíu milljarða Sé hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja hér á landi fyrir fyrstu níu mánuði ársins lagður saman nemur hann rétt rúmlega 60 milljörðum króna. Viðskipti innlent 29. október 2021 09:06
Landsbankinn hagnast um 7,5 milljarða Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 28. október 2021 12:35
Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 27. október 2021 17:54
Rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Viðskipti innlent 26. október 2021 20:39
Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. Viðskipti innlent 26. október 2021 10:07
ÚR selur skuldabréf fyrir sjö milljarða króna Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. samþykkti í síðustu viku að gefa út skuldabréf að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. Viðskipti innlent 25. október 2021 13:20
Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. Viðskipti innlent 25. október 2021 11:06
„Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. Viðskipti innlent 24. október 2021 14:39
Origo hagnaðist um 365 milljónir Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins. Viðskipti innlent 21. október 2021 18:31
Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 20. október 2021 20:00