Hærri vaxtamunur „ólíklegur“ þegar dýrara er orðið að sækja sér fjármagn Eftir að flest hafði unnið með Arion banka í fyrra, bæði vegna hækkana á mörkuðum og jákvæðra virðisbreytinga á útlánum, þá hefur staðan sumpart snúist við í ár með neikvæðum áhrifum á fjármunatekjur. Grunnrekstur bankans hefur hins vegar styrkst, að sögn greinenda, sem heldur verðmati sínu nær óbreyttu. Aukin samkeppni um innlán og krefjandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum þýðir að frekar hækkun á vaxtamun er ólíkleg. Innherji 13. nóvember 2022 15:46
Mæla með sölu í bönkunum vegna meiri óvissu á erlendum mörkuðum IFS mælir með því að fjárfestar selji í Arion banka og Íslandsbanka og hefur lækkað verðmat sitt á bönkunum. Mikil óvissa á alþjóðavettvangi leiðir til aukinnar áhættu, að mati greinanda. Í verðmati er þess getið íslenskur efnahagur sé „sterkur “ í ljósi þess að erlendir ferðamenn hófu streyma aftur til landsins eftir Covid-19 heimsfaraldurinn og hárri einkaneyslu. Innherji 12. nóvember 2022 09:01
„Augu allra“ hafa verið á verðbólgu, einkum í Bandaríkjunum Íslenski hlutabréf hækkuðu umtalsvert í gær eftir að í ljós kom að verðbólga í Bandaríkjunum var lægri en vænst var. Við það hækkaði hlutabréfaverð umtalsvert í Bandaríkjunum. Þegar mikil óvissa ríkir horfir markaðurinn hér heima í enn meira mæli til þróunar erlendis. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn brást hins vegar lítið við tíðundunum frá Bandaríkjunum en það má rekja til þess að framundan eru kjarasamningar, krónan hefur verið að veikjast síðustu misseri og síðasta verðbólgumæling hérlendis olli vonbrigðum. Innherji 11. nóvember 2022 18:05
Bjarnarmarkaður vestanhafs er sennilega ekki kominn á leiðarenda Bjarnarmarkaður vestanhafs er sennilega ekki komin á „seinni eða lokastig“ ef marka á þróun vísitalna sem einstaka atvinnugeira. Á því stigi ætti verð hlutabréfa fyrirtækja í fjármálageiranum og næma neytendageiranum að hafa hækkað mest. Geirarnir tveir eru vanalega þeir fyrstu til að ná botni og byrja að hækka áður en hlutabréfamarkaðurinn almennt fer að hækka. Innherji 11. nóvember 2022 15:09
Jólagjöf sem safnar ekki ryki „Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“ Samstarf 11. nóvember 2022 14:28
Heimsmeistaramótið þrengir að framboði flugvélaeldsneytis Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar og hefst eftir rúma viku hefur stóraukið eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti við Persaflóa. Það hefur aftur haft þær afleiðingar að minna af eldsneytinu fer til Evrópu en ella. Innherji 11. nóvember 2022 09:28
Arion banki kaupir þriðjung í Frágangi Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. Viðskipti innlent 11. nóvember 2022 09:16
Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum. Innherji 11. nóvember 2022 08:31
Origotoppar keyptu fyrir 119 milljónir króna Forstjóri, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs og stjórnarmaður Origo keyptu í dag hluti í félaginu fyrir alls 119 milljónir króna. Viðskipti innlent 10. nóvember 2022 19:28
Fátt sem fellur með krónunni Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir. Viðskipti innlent 10. nóvember 2022 09:30
Sveinn og Helgi færa sig yfir til Kviku eignastýringar Kvika eignastýring hefur brugðist við brotthvarfi tveggja sjóðstjóra á skömmum tíma og ráðið meðal annars til sín Svein Þórarinsson frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 9. nóvember 2022 21:28
Vægi íslenska hlutabréfamarkaðarins eykst um fimmtung hjá MSCI Vægi íslenska hlutabréfamarkaðarins í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði hefur aukist um fimmtung. Íslenski markaðurinn er sá þriðji stærsti innan vísitölunnar. Rekja má aukninguna til þess að Bahrein, furstadæmi á Persaflóa, tilheyrir ekki lengur vísitölunni. Tíðindin ættu að hafa í för með sér aukið innflæði á markaðinn frá erlendum fjárfestum. Innherji 9. nóvember 2022 10:03
Icelandair flýgur til Prag og Barcelona Icelandair hefur kynnt tvo nýja áfangastaði í millilandaflugi sumarið 2023, Prag og Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið flýgur áætlunarflug til Prag. Flogið verður í morgunflugi. Viðskipti innlent 9. nóvember 2022 09:27
Öðrum hluthöfum Play einnig boðið að taka þátt Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 19:56
Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 8. nóvember 2022 18:00
Citi hækkaði verðmat á Marel og horfir jákvæðum augum á bættan rekstur Fjárfestingabankinn Citi hækkaði lítillega markgengi sitt á Marel í gærkvöldi. Greinendur bankans eru mun bjartsýnni á gengi íslenska fyrirtækisins en kollegar þeirra hjá hollenska fjármálafyrirtækinu ING. Mat Citi er 19 prósentum hærra en ING sem birti líka verðmat í gær. Innherji 8. nóvember 2022 16:02
Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári. Innherji 8. nóvember 2022 13:37
Ráðinn forstjóri Mílu eftir tíu ár hjá Símanum Míla hf. hefur ráðið Erik Figueras Torras sem nýjan forstjóra og mun hann taka við stöðunni frá og með 1. desember 2022. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 11:59
Origo hyggst greiða hluthöfum 24 milljarða eftir á sölu á Tempo Stjórn Origo leggur til að 24 milljarðar króna verði greiddir til hluthafa eftir að hafa selt tæplega helmingshlut í Tempo á jafnvirði 28 milljarða króna fyrir skemmstu. Sjóðstjórar hafa sagt við Innherja að þeir töldu líklegt að fjárhæðin yrði að mestu greidd til hluthafa. Innherji 8. nóvember 2022 10:43
Vilja greiða 24 milljarða króna út til hluthafa Stjórn Origo hefur lagt fram tillögu um að greiða samtals 24 milljarða króna út til hluthafa og að hlutafé félagsins verði þá lækkað um 295 milljónir. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 10:00
Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar á förum Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Símanum lætur af störfum í lok nóvember og verður staðan auglýst á næstu dögum. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 19:45
Stundvísi innanlandsflugs Icelandair 88 prósent í október Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nýliðnum októbermánuði sýna töluverða farþegaaukningu á milli ára. Auk þess er stundvísi félagsins í innanlandsflugi 88 prósent í mánuðinum sem um ræðir. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 19:11
Lækkar verðmat sitt á Marel og segir að það taki tíma að bæta framlegðina Hollenska fjármálafyrirtækið ING hefur lækkað markgengi sitt á Marel um 28 prósent frá fyrra mati. Verðmatið er um átta prósent yfir markaðsvirði. Greinendur ING segja að verkefnið að auka framlegð sé rétt að hefjast, það muni taka tíma, en að uppgjör þriðja ársfjórðung sé „góð byrjun“. Innherji 7. nóvember 2022 17:30
92 þúsund flugu með Play í október Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 15:32
Pablo og Kristín Björk til Íslandsbanka Pablo Santos hefur verið ráðinn stafrænn hönnunarstjóri og Kristín Björk Lilliendahl sérfræðingur í gagnavísindum inn í stafræna upplifun hjá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 13:54
Skortur á erlendu vinnuafli á Íslandi Ljóst er að þörf er á erlendu starfsfólki til landsins að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Atvinnuleysi er nú komið á sömu slóðir og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 13:08
Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða. Klinkið 7. nóvember 2022 11:45
Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 10:01
Eru hlutabréf verðtryggð? Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa. Umræðan 6. nóvember 2022 10:31
Ósáttur við að þurfa sífellt að birta afkomuviðvaranir eftir dóm Hæstaréttar Forstjóri Eimskips er ósáttur með að þurfa gefa stanslaust út afkomuviðvaranir örfáum fyrir vikum birtingu uppgjöra. „Margir klóra sér í kollinum yfir þessu,“ sagði hann. Fyrirtækið hafi brugðist við með þeim hætti eftir dóm Hæstaréttar. „Okkur þykir það ekki skemmtilegt,“ sagði Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Rætt verði við Fjármálaeftirlitið til að fá nánari leiðbeiningar um hvernig haga eigi málum. Innherji 4. nóvember 2022 13:57