Innherji

Sótti yfir tvo milljarða frá fjár­festum og greiddi upp skuldir við Lands­bankann

Hörður Ægisson skrifar
Árni Oddur, sem lét af störfum sem forstjóri Marel þriðjudaginn 7. nóvember síðastliðinn eftir að Arion banki leysti til sína hluta af bréfum hans í Eyri, hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að því ásamt ráðgjöfum sínum að leitast eftir fjármagni frá innlendum fjárfestum í því skyni að gera upp við kröfuhafa. 
Árni Oddur, sem lét af störfum sem forstjóri Marel þriðjudaginn 7. nóvember síðastliðinn eftir að Arion banki leysti til sína hluta af bréfum hans í Eyri, hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að því ásamt ráðgjöfum sínum að leitast eftir fjármagni frá innlendum fjárfestum í því skyni að gera upp við kröfuhafa. 

Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marel til tíu ára, hefur klárað fjármögnun upp á vel yfir tvo milljarða króna frá hópi einkafjárfesta og um leið gert upp skuldir sínar við Landsbankann. Hann verður með minnihluta í nýju fjárfestingafélagi sem heldur utan um stóran hlut í Eyri Invest.


Tengdar fréttir

ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn

Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri.

Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu

Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird.

Leysti líka til sín bréf Þórðar og fer með nærri tíu prósenta hlut í Eyri Invest

Arion fer með nálægt tíu prósenta eignarhlut í Eyri Invest eftir að bankinn leysti sömuleiðis til sín hluta af bréfum í fjárfestingafélaginu sem höfðu verið í eigu Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns til meira en tveggja áratuga, í tengslum við veðkall sem var gert á Árna Odd, son Þórðar og þáverandi forstjóra Marels. Feðgarnir fara nú saman með nokkuð minna en þriðjungshlut í Eyri en hluthafar félagsins, einkum bankar og lífeyrissjóðir, skoða nú að koma að stórri hlutafjáraukningu til að létta á þungri skuldastöðu.

Eyrir á­formar að styrkja stöðuna með tólf milljarða inn­spýtingu frá hlut­höfum

Stjórnendur og ráðgjafar Eyris Invest eiga nú í samtölum við hluthafa fjárfestingafélagsins um að leggja því til umtalsvert nýtt hlutafé í því skyni að treysta fjárhagsstöðuna eftir mikið verðfall á stórri hlutabréfaeign þess í Marel. Landsbankinn gerði í lok síðasta mánaðar veðkall í rúmlega eins prósenta hlut Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóri Marels, í Eyri Invest í gegnum samnefnt eignarhaldsfélag hans eftir að það uppfyllti ekki lengur skilmála í lánasamningi við bankann.

Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfið­leikum Eyris

Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×